Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 3
ALLTUM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR DG ERLENDAR ÍÞRDTTIR RITSTJDRAR : RABNAR INBDLFS5DN □□ ÖRN EIÐSSDN ÁBYRGÐARMAÐUR: □ ÍSLI ÁSMUNDSSQN UTANÁSKRIFT: TÍMARITIÐ ÍÞRDTTIR, DRÁPUHLÍÐ 32 11.-12. HEFTI NDV.-DES. II. ÁRG. Þáð er alkunnugt, að erfiðleik- ar á útgáfu íþróttablaða hérlendis eru miklir, en þó hafa margir sýnt lofsverða viðleitni með að halda úti slíkum ritum, en tekizt mis- jafnlega, einkum vegna takmark- aðs lesendahóps. Aðeins tvö blöð um íþróttir koma nú út á íslandi, „Allt um íþróttir" og „íþróttablað- ið“, hvorttveggja mánaðarrit. Útgefendum hins fyrrnefnda er það mikið gleðiefni, hve íþrótta- unnendur hafa tekið vel þeim tveimur árgöngum, sem út hafa komið, og vænta því þess að geta enn aukið á fjölbreytni efnisins, þá þriðji árgangur hefur göngu sína. Annars vona þeir að lesend- ur sjálfir komi með tillögur um efnisval, því oft er erfitt að gera svo öllum líki, og er ekki ósenni- legt, að einhverjir geti gefið góð- ar bendingar um þætti, sem allir hefðu gaman af að lesa. T.d. var ritstj. nýlega bent á, að þáttur um félagsmál væri nauðsynlegur, þar sem birt væri, hvað væri að ske innan íþróttasamtakanna, hvað gera þyrfti til úrbóta eða þá al- menn gagnrýni um þessi mál. Vissulega er margt rætt og fram- kvæmt fnnan þessara samtaka, sem aðeins fáum er kunnugt, og ennþá meira, sem ekki er gert, en er þó brýn nauðsyn. Með slíkum þætti verður án efa komið inn á áhugamál allra íþróttaunnenda og mun hann hefjast í 1. hefti þriðja árgangs. Um leið og þessum árgangi lýk- ur, vilja útgefendur óska öllum kaupendum og velvildarmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir liðið ár og vona að áframhald verði á vin- samlegum samskiptum í hvívetna.

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.