Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 11

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 11
sex göngumenn, og eru þeir þátt- takendur í fyrsta skipti á móti er- lendis. Ráðgert er, að tveir taki þátt í 18 km. göngu og fjórir í boðgöngu. Þeir eru frá ísafirði og úr Þingeyjarsýslu göngumennirn- ir og heita Gunnar Pétursson, Oddur Pétursson og Ebenezer Þór- lsfiröingarnir Ebenezer Þórarinsson, Oddur og Gunnar Péturssynir. arinsson (þeir eru ísfirðingar), og Jón Kristjánsson, Matthías Krist- jánsson og ívar Stefánsson. Þeir munu fara til Noregs um mánuði fyrir leikana til þess að kynnast landslagi og öðrum kring- umstæðum, svo og til frekari þjálf- unar. Hérlendis hafa þeir notið til- sagnar norsks göngukennara, I. Tenmans að nafni, en hann var hér í fyrravetur og kom hingað aftur í byrjun október og hóf þá þegar að þjálfa þessa væntanlegu Ólym- píukeppendur. ' Tenman hefur látið í veðri vaka, að þeir muni koma á óvart með getu sinni. Betra að svo væri. Þrír keppa í Alpa-greinunum. Það er mjög vafasamt, að þeir, sem eiga að keppa í Alpa-grein- unum, verði komnir í nægilega góða þjálfun til þess að keppa á alþjóðlegu móti, sem hefst svo snemma vetrar. Því ræður tíðar- farið, sérstaklega hvað Reykvík- ingana snertir, en þeir verða tveir, sem taka eiga þátt í þessum leik- um, Ásgeir Eyjólfsson og Stefán Kristjánsson. ísfirðingurinn Hauk- IÞRÖTTIR 369

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.