Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 48
Sundmeistaramót
Reykjavíkur 1951.
Á þessu móti var keppni all-
hörð í nokkrum greinum, en ár-
angurinn lakari en búast hefði
mátt við.
SigurÖur Jónsson, KR
Sigurður Jónsson, K.R., varð
tvöfaldur meistari með því að
sigra í 200 m. bringusundi og 100
m. flugsundi. Pétur Kristjánsson,
Á., lék þetta einnig eftir. Hann
sigraði Ara greinilega í 100 m.
skriðsundi á 62.9 gegn 63.8, en
Ólaf Guðmundsson í 100 m. bak-
sundi 1:20.2 gegn 1:20.3. Ari sigr-
aði svo í 400 m. skriðsundi og Þór-
dís Ámadóttir í 200 m. bringu-
sundi kvenna og Helga Haralds-
dóttir í 100 m. skriðsundi kvenna.
ur er með 2 í þriðja úrslitadálki.
Hver réttilega og fullkomlega út-
fylltur aðaldálkur er sjálfstæð
ágizkun, og hlýtur sá, er gizkað
hefur rétt á flesta leiki í einhverj-
um aðaldálka sinna, 3. árgang rits-
ins í verðlaun.
406
ÍÞRÓTTAGETRAUNIR.
Loks er svo komið, að fyrirsjá-
anleg er starfræksla íþróttaget-
rauna hér á landi. Mun sú starf-
semi hefjast í marz n.k. og hefur
Jens Guðbjörnsson, formaður Ár-
manns, verið ráðinu framkvæmda-
stjóri.
íþróttanefnd ríkisins kallaði ný-
lega blaðamenn á fund sinn og
skýrði frá fyrirætlunum og mála-
vöxtum, en hún hefur haft þetta
mál til meðferðar í 11 ár. Hyggur
hún gott til veðmálanna og hyggst
greiða stofnkostnað allan eftir
fyrsta árið, en hún telur, að svo
vinsælt verði þetta, að á þeim
tíma verði hluti hennar allt að kr.
500.000,00.
Enginn vafi leikur á því, að get-
raunir þessar verða vinsælar og
þátttaka mikil, og er það ósk
íþróttamanna, að svo verði, enda
hefur undanfarin ár verið hamrað
á því, að fyrrgreint fyrirtæki yrði
sett á stofn til f járöflunar íþrótta-
samtökunum.
ALLT UM ÍÞRÓTTIR mun strax
á næsta ári byrja með kennslu-
þætti um íþróttagetraunir.
Ólympíufréttir.
Chile ætlar að senda 100 þátt-
takendur á Ólympíuleikana í Hels-
ingfors. Það verða frjálsíþrótta-
menn, körfuknattleiksmenn, hnefa-
leikarar og hjólreiðamenn, sem
keppa fyrir Chile. Ríkisstjóm
landsins hefur styrkt þessa för
með 100 milljónum „pesos“.
IÞRÓTTIR