Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 16
félagar 2.82 m. Síðan þetta gerð- ist, eða í 28 ár, hefur íslandsmetið í stangarstökki aldrei farið úr eigu Vestmanneyinga, þótt hins vegar methafarnir hafi stundum keppt fyrir félög utan Eyjanna. Friðrik tók forystuna í stangarstökkinu í sínar hendur þegar á næsta ári, 1924, og fór þá fyrstur íslendinga yfir 3 metra. Árið 1929 stökk hann 3.25 m. og stóð það met hans til ársins 1935, að Karl Vilmundarson stökk 3.32 m. Árið 1937 fer reglu- legur f jörkippur um þessa íþrótta- grein og voru 3 met sett. Ásmund- ur Steinsson byrjar á því að stökkva 3.345 m., sem stóð þangað til á meistaramótinu seinna um sumarið. En það var þó hvorki Karl né Ásmundur, sem hreppti meistaratitilinn í þetta sinn. Korn- ungur Vestmanneyingur, Ólafur Erlendsson, fór þaðan með sigur af hólmi, stökk 3.36 m., sem var nýtt met. Þetta met Ólafs varð þó ekki langlíft, því að í aukastökki í sömu keppninni stökk Karl 3.40, sem var nýtt met. Á næsta ári hækkaði Karl það svo upp í 3.45 m. En nú kemur nokkurt hvíldartímabil í stangarstökkinu. Árið 1948 bærir Ólafur á sér að nýju og slær eign sinni á metið, stekkur 3.48 m. og fylgði því síð- an næsta ár upp í 3.50. En síðla sumars þetta sama ár kemur nýr maður til sögunnar, Guðjón Magn- ússon, sem setur nýtt met, 3.53m. Guðjón hækkaði metið upp í 3.67 meðan hans naut við. Árið 1947 kemur svo Torfi Bryngeirsson fram á vettvanginn. Hefur hann hækkað metið upp í 4.32 m. og virð- ist það ekki verða auðsótt í hend- ur hans. í öðrum greinum frjálsíþrótta hafa Vestmanneyingar átt ágætu liði á að skipa, sem sést bezt á því, að þrjú ár í röð háðu þeir bæjarkeppni við Reykjavík og fór líkt á, og tókst Vestmanneyingum jafnvel einu sinni að hreppa til sín sigurinn. Það væri freistandi að nefna mörg nöfn, sem ljóma hafa varp- að á Eyjamar með afrekum sínum á íþróttaleikvanginum, en rúmsins vegna verð ég að stikla á stóru. Páll Scheving vann á sínum tíma afrek, sem ehn í dag þykja boðleg, hvar sem væri hér á landi, þrátt fyrir allar þær framfarir, sem hér hafa orðið á íþróttasviðinu frá því árið 1926, en þá stökk hann 1.82 m. í hástökki. En sá hængur var þar á, að stökkstíll sá, er Páll notaði (dýfustíll), var úrskurðaður ólöglegur og var árangur hans því aldrei staðfestur sem met. Karl Sigurhansson var á sínum tíma hinn krýndi konungur ísl. þolhlaupara. Þótt hann hæfi ekki keppni fyrr en eftir að hann var orðinn þrítugur, vann hann samt marga og glæsilega sigra og setti árið 1932 met í 10 km. hlaupi, sem stóð allt til ársins 1950. Þá var Ólympíufarinn Sigurður Sigurðsson ekkert lamb að leika sér við, þegar hann stóð upp á sitt bezta. Sigurður var ár eftir ár ósigrandi í stökkunum þremur, hástökki, langstökki og þrístökki, og átti íslandsmet í þeim öllum. 374 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.