Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 19
Sundáhugi hefur oft verið mik- ill í Vestmannaeyjum og margir góðir sundmenn þar. Á þeim ár- um, er Þorsteinn Einarsson núver- andi íþróttafulltrúi dvaldi í Eyj- um, var íslenzk glíma mikið iðkuð, en nú hefur áhuginn því miður dvínað og er glíman ekki iðkuð nú, og er það mjög miður. Golf iðka fjölmargir og er það mjög vinsæl íþrótt Sérstakt golf- félag er starfandi í Eyjum og á það golfvöll í Herjólfsdal, ásamt skemmtilegum skála, sem er mið- stöð golflífsins. Kappróður var fyrrum iðkaður og keppt í honum á þjóðhátíðinni. Nú er hins vegar orðið minna um áhuga fyrir róðri og róðrarkeppn- in hefur nú færzt yfir á Sjómanna- daginn. Vestmanneyingar hófu árið 1948 æfingar í körfuknattleik undir handleiðslu E. Miksons. Nýtur körfuknattleikurinn mikillar hylli og er stundaður af fjölmörgum hér í Eyjum. Fyrir nokkrum árum höfðu íþróttamenn byggt skemmtilegan leikvang í svonefndum Botni. Svo hörmulega tókst til, að hann skemmdist af sjávargangi og varð algerlega ónothæfur. Nú verða íþróttamenn í Eyjum að nota tvo velli. Knattspyrnuvöllur er við Há- Til lesenda. Útg. ritsins leyfa sér að tilkynna lesendum þá breytingu á útgáf- unnii næsta ár, að í stað 12 tbl. stein og fara þar einnig fram köst. I Herjólfsdal er hlaupabraut og stökkbraut. Auk þessa er svo golf- völlur í Herjólfsdal, eins og áður er getið. En nú er í byggingu íþróttaleikvangur fyrir ofan Landakirkju, og bíða íþróttamenn hans með mikilli eftirvæntingu. Sundlaug er nothæf yfir sumar- mánuðina, er það opin sjólaug, en til stendur að byggja yfir hana. Þrjú íþróttafélög eru nú í íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Elzt þeirra er íþróttafélagið „Þór“, stofnað 1913, Knattspyrnufélagið „Týr“ er stofnað 1921. Hafa þessi félög allflestar íþróttagreinar á stefnuskrá sinni, og hefur félags- líf oft verið hið líflegasta. „Týr“ og „Þór*'* halda Þjóðhátíð Vest- mannaeyja, sitt árið hvort, er hún haldin í ágústmánuði ár hvert og eru tekjur af henni aðalfjárhags- undirstaða félagana. Þriðja félagið er Golfklúbbur Vestmannaeyja, sem áður er um getið. Það væri hægt að halda áfram endalaust að ræða um íþróttalíf í Vestmannaeyjum, en hér skal nú staðar numið. Vil ég svo að lokum beina þeirri óski til Vestmanneyinga, að þeir haldi hér eftir sem hingað til á lofti hinum göfuga kyndli íþrótt- anna með prýði. áður, kemur ritið 10 sinnum út á næsta ári. Fyrsta blaðið kemur þá út 1 byrjun febrúar. IÞRÓTTIR 377

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.