Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 13
Vinsamleg ummœli um íslenzka íþróttamenn. í októberhefti hins bandaríska íþróttablaðs „Amateur Athlete" birtist ágæt grein um ísland og íslenzka íþróttamenn, eftir Frank Sevigne, en hann þjálfaði frjáls- íþróttamenn okkar um tíma s.l. sumar. Þetta blað er gefið út af bandaríska frjálsíþróttasamband- inu, en ritstjóri þess er Daniel J. Ferris. Greinin er skrifuð af svo miklum skilningi og velvild í garð okkar, að við munum birta hér útdrátt úr henni: „Nýafstaðin ferð mín til íslands var vafalaust ein sú skemmtileg- asta og merkilegasta, sem eg hef farið á kennaraferli mínum. Þegar ég var spurður, hvort ég hefði á- huga á þessari ferð, var álit mitt á landinu, að það væri land ísa og snjóa. En gagnstætt áliti mínu og margra annarra, er það land fall- egra f jalla og fljóta og þar er milt loftslag. Ef við hugleiðum lítinn íbúaf jölda landsins, aðeins 150 þús- und, hljótum við að undrast yfir hinum mikla fjölda afreksmanna, sem þar eru. Forystumenn frjáls- íþróttamálanna eru þeir Garðar S. Gíslason og Jóhann Bemhard; vinna þeir þar ágætt starf. Aðal- þjálfaramir eru þeir Benedikt Jak- obsson og Stefán Kristjánsson. Um leið og við dáumst að ís- lenzku íþróttamönnunum, verðum IÞRÓTTIR við að hafa það í huga, að erfitt er að æfa vegna þess, að þar eru aðeins tvær árstíðir, sumar og vet- ur. Það er í byrjun apríl, sem hægt er að hefja alvarlegar útiæfingar. Keppnir hefjast ekki fyrri en um miðjan maí, þar sem innanhúss- mót eru engin. Flestir beztu afreksmenn okkar eru í háskóla, en þeir íslenzku em flestir giftir og vinna allan dag- inn. Síðan æfa þeir seinni hluta dagsins, aftur á móti geta okkar menn æft um miðjan daginn. En íslenzku frjálsíþróttamennirnir ættu að nota hverja helgi til að keppa. Þá vantar meiri keppni, hún þroskar þá mest. Eins og flest önnur lönd, ætla íslendingar að keppa á Ólympíu- leikunum og munu þeir standa sig mjög vel í nokkrum greinum. — Þessir íþróttamenn koma til með að standa sig bezt: Öm Clausen hefur mikla mögu- leika til að verða meðal þriggja fyrstu í tugþraut. Hann á Norður- landametið 7453 stig, er 23ja ára og mun bæta sig mikið í tug- þrautinni. Haukur, tvíburabróðir Amar, hefur hlaupið 100 m. á 10.6 og 200 m. á 21.3. Að mínu áiliti get- ur hann hlaupið 400 m. á 47.0, ef hann tæki til við að æfa þá grein. 371

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.