Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 9
þenon-hofið á Akropolishæð, enda var ágætt útsýni þaðan yfir Aþenu og Piræus, hafnarborg hennar. Daginn áður en ég fór frá Grikk- landi, fór ég, ásamt Sheurer, sviss- neska tugþrautarmanninum, í boði svissneska sendiherrans, út til Korinthueiðisins að synda, og var leiðin þangað dásamlega falleg. Miðjarðarhafið er mjög heitt og salt á þessum slóðum, og vegna seltunnar er ákaflega létt að halda sér uppi í sjónum. Keppnin hófst, á gamla Ólym- píuvellinum fimmtudagskvöldið 16. ágúst, með keppni í 110 metra grindahlaupi. Áhorfendur voru all- margir, eða tæplega 40.000. Ég sigraði í grindahlaupinu á 15.4 sek., en annar varð Bemard frá Sviss á sama tíma, og þriðji Grikki, sem ég man ekki hvað heitir, á 15.5. Sama kvöldið tók ég þátt í kúluvarpi og varð f jórði, með 13.20 m. Daginn eftir keppti ég í kringlu- kasti og kastaði rúmlega 40y2 m., sem þó ekki nægði nema í 7. eða 8. sæti. Sama kvöldið tók ég þátt í langstökki, en marði mig á hæln- um í fyrsta stökki, og varð að hætta við svo búið. Sá, sem vann, stökk 6.94 m., en ég varð þriðji með 6.74 m., sem er sama og sá, er varð annar, stökk. Áhorfendur virtust allæstir. Það kom nokkrum sinnum fyrir, að lög- reglan, vopnuð byssum, varð að stilla til friðar á áihorfendapöll- unum. Eitt sinn, er ég var úti á vell- inum, sá ég hvar Grikki nokkur kom hlaupandi í áttina til mín, með tvo lögregluþjóna á hælunum á sér. Þeir náðu honum rétt áður en hann komst til mín. Sló nú í hörkurifrildi, og loksins fékk hann leyfi til að koma til mín og gefa mér mjög fallegt litað póstkort af Akropolishæð, og var það allt er- indið, sem hann átti við mig. Ég vil geta þess, að opnunar- hátíð leikanna var mjög hátíðleg. Fyrst komu allmargar grískar stúlkur, klæddar eins og hinar fomu gyðjur, í röð inn á leikvang- inn og héldu á olífuviðarsveigum (ekki lárviðarsveigum) þeim, er sigurverunum voru síðar afhentir. Á meðan var leikin fomgrísk tón- list á ævagamla lúðra. Því næst kom hlauparinn með Ólympíu- kyndilinn, sem kveikt hafði verið á með sólargeislum þá um dag- inn á Stjómarskrártorginu svo- kallaða, og kveikti hann á Ólym- píualtarinu. Verðlaunaafhendingin var einn- ig mjög hátíðleg. Sigurvegaramir fengu olífuviðarsveiga og verð- launapeninga, auk „Diploms“ og veggskjaldar með mynd af vemd- argyðju Aþenuborgar, Mínervu. Daginn eftir að ég kom til Aþenu, hafði ég fengið ákafa magaveiki, sem ég var með allan tímann í Grikklandi, og jafnvel eftir að ég kom til Parísar. 10. september veiktist ég í Lon- don af Paratyfus (taugaveikis- bróður), sem ensku læknamir töldu að ég hefði smitazt af í Grikklandi, því að ég drakk vatn- ið úr krananum í hótelherberginu. ÍÞRCTTIR 367

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.