Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 40

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 40
Nítjánda skákmeistaramótið í Rússlandi 19. skákmeistaramótið í Rúss- landi er nýbyrjað í Moskvu. Þátt- takendur eru 18 að tölu, þeirra á meðal stórmeistaramir Botvinnik, Bronstein, Keres, Smyslov og Bon- darevskij, og er Boleslavskij sá eini af stórmeisturunum, sem ekki getur tekið þátt í mótinu. Mikill f jöldi áhorfenda fylgist með skák- unum og áhugi fyrir mótinu er geysimikill. Sigurvegarinn hlýtur gullpening að launum, en fyrir yngri mennina skiptir mestu máli að verða framarlega og ná stór- meistaratign, til þess að fá rétt til þátttöku í úrtökumóti fyrir heimsmeistaramótið, sem fram fer í Stokkhólmi næsta ár. Strax í fyrstu umferð mótsins komu fram skemmtilegar skákir. Heimsmeistarinn Botvinnik átti fullt í fangi með Moisejev og var lengi talið, að hann yrði að sætta sig við jafntefli. Botvinnik tókst hins vegar að hagnýta sér lítils háttar betri stöðu og sigra. í ann- arri umferð tefldi Botvinnik á móti Flohr og fór sú skák í bið og var þá staðan mjög jöfn. Keres, sem nú ver titil sinn sem Rúss- landsmeistari, kom í fyrstu umferð mjög á óvart með því að leika af- brigði af Sikileyjarleik, sem hefur verið talið fræðilega óhagstætt, en tókst þó að lokum að sigra Tjerpu- gov. Smyslov sigraði Heller. í fyrstu umferð vakti einna mesta athygli skákin milli Bronsteins og Kotovs. Kotov hafði svart og sigr- aði Bronstein. Þegar skákin fór í bið hafði Kotov unnið riddara af Bronstein. Hér fylgir hin skemmtilega skák þeirra Bronsteins og Kotovs. Bronstein var með hvítt, og er þeir höfðu leikið 40 leiki, var stað- an þessi: Hvítt (Bronstein): Kgl, Hdl og el, Bfl, Rb6, peð á d7, e4, g3 og h3. — Svart (Kotov): Kg8, Hd8 og f7, Be6 og h6, peð á b5, c5, e5, g6 og h7. Áframhaldið varð á þessa leið: 41. Bc4—fl c5—c4 42. Kgl—g2 Kg8—g7 43. g3—g4 Bh6—g5 44. Hdl—d6 Be6Xd7 Frh. á bls. 390. Á næstu síðu er myndgáta, sem lesendur geta spreytt sig á yfir jólin. Aðra skýringu þarf ekki að gefa á gátunni en þá, að úr henni á að lesa setningu, sem snertir íþróttir. Ákveðið er að veita tvenn verð- laun fyrir rétta ráðningu og verð- ur dregið milli réttra ráðninga. 1. verðlaun: Allt um írþóttir frá upphafi (tveir árgangar) og frí áskrift fyrir III. árg. ritsins. 2. verðlaun: Frí áskrift fyrir næsta ár. 398 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.