Allt um íþróttir - 01.02.1952, Side 15

Allt um íþróttir - 01.02.1952, Side 15
eyri, bar Svavar sigur úr býtum. Því verður að telja, að Svavar hafi verið sterkari á þessari vegalengd s.l. sumar. Eiríkur Haraldsson keppti aðeins einu sinni í 1500 m., út í Noregi og náði þar 4:19.6, sem er ágætur tími á okkar mæli- kvarða, ekki sízt sé tekið tillit til þess, að þetta er fyrsta sumarið, sem Eiríkur æfir hlaup. Þá er Egg- ert Sigurlásson. Hann náði tíma sínum í fimmtarþraut meistara- mótsins og hljóp svo létt, að ég held, að enginn hafi efazt, sem á horfði, að hann gæti betur, við góða samkeppni. En hvernig, sem á því stóð, keppti Eggert aðeins tvisvar á þessari vegalengd á ár- inu, í seinna skiftið á meistara- móti Vestmannaeyja, í roki og rigningu, en þá sigraði hann Rafn Sigurðsson. — Auk þess hlupu þeir Eggert og Rafn svo míluhlaup, miðsumars, og sigraði þá sá fyrr- nefndi á 4:37.2, en Rafn fékk 4:42.2. Annars er Rafn mjög skemmtilegur hlaupari og óspor- latur. Hann er vel liðtækur hvar sem er, allt frá 100 m. (11.5) upp í 3000 m. hindrunarhlaup og 5000 metra. Þá kemur Hörður Hafliðason, sem ekki er nú nema svipur hjá sjón móts við það, þegar hann var upp á sitt bezta. Bergur Hallgrímsson er nýr maður, sem ekki væri að undra, þótt ætti eftir að láta heyra betur til sín í náinni framtíð. Hann sýndi það á 5 km. meistaramótsins, að hann á bæði þrek og baráttuvilja í ríkum mæli, þótt stíl hans sé í ýmsu ábótavant. Þá er og Torfi Ásgeirsson. úr Í.R. með 4:26.4. Hann er þróttmikill, en nokkuð þungur og þarf því að æfa vel. 3000 metra lilaup: Kristján Jóhannsson, Umf. SkíSi . 9:06.2 Stefán Gunnarsson, Á............9:17.0 Finnbogi Stefánsson, Umf. Mýv. . 9:25.6 Halldór Pálsson, Umf. Dalbúinn . 9:31.2 Magnús Helgason, Týr ...........9:42.2 Bergur Hallgrímsson, Umf. Skr. . 9:42.4 fíafn Sigurðsson, Týr...........9:42.8 HörSur HafliSason, Á............9:44.8 Torfi Ásgeirsson, f.fí..........9:45.6 Stefán GuSmundsson, Umf. T.stóll 9:46.6 Hér erum við komnir í ríki Kristjáns Jóhanssonar og sami framfarablærinn er yfir því og 1500 metrunum. Kristján Jóhanns- son tók miklum framförum og ætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma að fara undir 9 mín. á næsta sumri. Það getur Stefán líka, ef hann sýn- ir sama vilja og þrótt, eins og þeg- ar hann setti metið í 10 km. Ann- ars eru flestir á þessari skrá ungir menn. Tími þeirra Finnboga og Halldórs er frá Meistaramóti Norð- urlands, en þar sigraði Finnbogi. Magnús Helgason er ungur Vest- mannaeyingur og virðist vera ágætis langhlauparaefni. Hann er léttur og hefur góðan fótaburð. Vel er hugsanlegt, að ef hann get- ur haldið áfram æfingum atvinnu sinnar vegna (er sjómaður), þá verði hann innan skamms orðinn í hóp okkar beztu 5 og 10 km,- hlaupara. Bergur Hallgrímsson er algerlega andstæð tegund, að lík- amsvexti, en sterkur vel og ákaf- lega þolinn, og er enginn efi á, að IÞRÓTTIR 17

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.