Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.09.2015, Page 38

Fréttatíminn - 04.09.2015, Page 38
38 bílar Helgin 4.-6. september 2015  ReynsluakstuR toyota avensis Wagon Ódýr í rekstri og auðveldur í akstri Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði Basel Torino Roma BERLÍN – SAGA STRÍÐANNA 5.–8. NÓV. Svavar Gestsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, er fararstjóri. Hann býr yfir hafsjó af fróðleik um Berlín og söguna sem umlykur borgina. Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is VERÐ FRÁ 112.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli. Toyota Avensis hefur verið fjölskylduflaggskip Toyota frá því hann kom fyrst á markað árið 1997. Sem er ekki að undra því hann er vel útbúinn og öruggur, ódýr í rekstri og auðveldur í akstri. Bíllinn fékk andlitslyftingu í sumar sem gerir hann að enn fýsilegri kosti fyrir fólk sem vill praktískan og þægilegan fjölskyldubíl. Þ að er eitthvað svo auðvelt að keyra Toyota Avensis. Minn-ir mig á einn besta bíl sem ég hef haft aðgang að, en það var To- yota Corollan hennar ömmu. Einn þægilegasti bíll sem ég hef keyrt, svo laus við alla stæla, léttur í stýri, mjúkur í akstri og öruggur á veg- inum. Ég hélt að þessi tilfinning tengdist því frekar að bílprófið var á þeim tíma nýkomið í höfn, frekar en hönnun bílsins. En þessi tilfinning kom aftur í Avensis-inum. Kannski er þetta einhver Toyota-tilfinning, sem gerir það að verkum að þeir sem hafa eitt sinn átt Toyotu fá sér alltaf aftur Toyotu. Öruggur fjölskyldubíll Avensis-inn hefur verið einn helsti fjölskyldubíll Toyota síðan árið 1997 en hefur fengið nokkrar andlits- lyftingar síðan þá, nú síðast í júní 2015. Nýtt og ferskt útlitið, bæði að innan og utan, minnir meira á nýjan Yaris eða Auris en gamla Avensis- inn, hann er með LED dag- og aftur- ljós, farþegasætin eru þægilegri en áður og nýr öryggisbúnaður er sam- kvæmt framleiðanda einn sá örugg- asti á markaðinum. Stóðst öll próf daglegs amst- urs Ég notaði bílinn í næstum heila viku sem gaf mér tækifæri til að prófa hann við allar aðstæður, þ.e enda- laust skutl með börnin, að sitja föst á Miklubrautinni á leið frá vinnu, við matarinnkaup með tilheyrandi pokahlaðningum, í sundferð í út- hverfin og í stæðaleggingum við heimili mitt í miðbænum. Ég náði auðveldlega að fikta mig í gegnum margmiðlunarskjáinn þar sem ég sat föst á Miklubrautinni og skottið er nógu rúmgott fyrir sunddót og innkaupapoka. Hönnuðurinn fær líka extra-stig í kladdann fyrir að bæta við hólfum undir gólfið í skott- inu fyrir lausa hluti, mjög sniðugt. Svo er einfalt að fella aftursætin nið- ur, sem mynda þannig flatan gólfflöt sem væri hægt að sofa á því hann er svo sléttur. Börnunum leið vel í aft- ursætinu en fannst að útsýnið gæti verið betra. Þetta er reyndar galli í mjög mörgum bílum nú til dags, þ.e að aftursætisgluggarnir séu svo mjóir að þeir sem hafa ekki náð fullum vexti nái hreinlega ekki að sjá vel út. En það er óhætt að segja að bíllinn hafi staðist öll þessi próf hversdagsleikans með framúrskar- andi árangri. -hh toyota avensis Wagon Staðlaður öryggis- búnaður Stöðugleikastýring Spólvörn Viðvörunarkerfi fyrir loftþrýsting í hjólbörðum SRS loftpúðar ABS hemlakerfi Eyðsla frá 4,2 l/100 Afl upp í 197 din hö CO2 frá 108 g/km -Bílar í sama flokki Mazda6, Ford Mondeo, Volkwa- gen Passat, Opel Insignia, Cotroën C5, Peugeot 508, Skoda Oktavia. Kostir Góður bíll fyrir gott verð Sparneytinn Rúmgóður Léttur í akstri -Gallar Lítið útsýni úr aftur- sætum Verð frá 3.970.000 ( 6 gírar sjálf- skiptur)

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.