Fréttatíminn - 11.09.2015, Síða 56
56 matur & vín Helgin 11.-13. september 2015
Þ að virðast vera jól eða páskar í hverri viku fyrir bjóráhuga-fólk á Íslandi. Fjórir frábærir
bjórbarir keppast nú um að færa því
gæða handverksbjór og fleiri bæt-
ast við innan tíðar, samanber opnun
Bryggjunnar sem fjallað var um í
Fréttatímanum í síðustu viku.
Í þessari viku verða tveir skemmti-
legir viðburðir á bjórbörunum Mikk-
eller & Friends og Skúla Craft Bar þar
sem boðið verður upp á gæðabjóra
sem alla jafna fást ekki hér á landi.
Í dag, föstudaginn 11. septem-
ber, verður svokallað Chicago Tap
Takeover á Mikkeller-barnum við
Hverfisgötu. Þá verða í boði veigar
frá míkró-brugghúsum í Chicago og
nágrenni. Miðvestur-svæði Banda-
ríkjanna hefur verið áberandi í
uppgangi handverksbjóranna og
að þessu sinni verða í boði bjórar
frá nokkrum af þeim brugghúsum
sem Mikkeller hefur bruggað með
í gegnum tíðina. Þarna verða bjórar
frá 18th Street-brugghúsinu, Half
Acre, Off Color og Spiteful Brewing,
alls 15 tegundir á krana. Auk þess
verður talsvert úrval af sjaldgæfum
bjórum á flösku.
Á miðvikudaginn í næstu viku, 16.
september, eiga svo Freyr Rúnars-
son og hans fólk á Skúla sviðið. Þá
mæta bruggarar frá hinu frábæra
brugghúsi Arizona Wilderness með
tíu kúta af bjórum sínum og kynna
fyrir áhugasömum. Arizona Wild-
erness var valið besta nýja brugghús
veraldar á Ratebeer.com árið 2013.
„Þessi eftirsótti bjór frá besta
brugghúsi veraldar 2013 er aðeins
fáanlegur á krana á brewpöbbnum
þeirra í Gilbert og kannski á sér-
stökum bjórhátíðum á stöku stað.
Það er því nánast ómögulegt að
komast í bjórinn þeirra. Ég setti
mig þrátt fyrir þetta í samband við
Jonathan í upphafi árs því mig lang-
aði bara svo roooosalega mikið að
smakka þennan geggjaða bjór en
hafði bara ekki tíma eða tök á því
að ferðast til Arizona. Úr varð að
þeir félagar Patric og Jon ætla að
kíkja á Skúlann okkar með bjórinn
sinn, akkúrat tveim árum eftir að
þeir opnuðu brugghúsið sitt. Þeir
munu sem sagt mæta á barinn með
heila 10 kúta af þeirra geggjuðustu
bjórum og spjalla um ástríðu sína,
bjórinn og náttúruna,“ segir Freyr
Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Ekta handgert pasta útbúið
samkvæmt suður-ítölskum hefðum
Orecchiette
Spaghetti
Tagliatelle
Gnocchi di patate
Gnocchetti pasta
Strozzapreti
Maccheroni
Ekta handgert pasta útbúið
samkvæmt suður-ítölskum hefðum
Orecchiette
Spaghetti
Tagliatelle
Gnocchi di patate
Gnocchetti pasta
Strozzapreti
Maccheroni
Ekta handgert pasta útbúið
samkvæmt suður-ítölskum hefðum
re chiette
paghetti
Tagliatelle
Gnocchi di patate
Gnocchetti pasta
Strozzapreti
Maccheroni
Gnocchi
Orecchiette
Spaghetti
Viku ilboð
2 fyrir 1
Ekta handgert pasta
útbúið samkvæmt
suður- Ítölskum hefðum.
Laugarásvegur 1 / 104 Reykjavík
massimoogkatia@gmail.com / Sími: 588 9898
Bjór ErlEnd Brugghús kynna Bjóra sína í rEykjavík
Bjóráhugafólk getur kynnt
sér gæðaveigar sem alla jafna
fást ekki hér á landi á tveimur
af bruggbörum borgarinnar.
Í kvöld eru það bjórar frá
Chicago og nágrenni á Mikk-
eller-barnum og í næstu viku
heimsækja bruggarar frá
Arizona Wilderness Skúla
Craft Bar. Það var valið besta
nýja brugghús veraldar fyrir
tveimur árum.
Frábærar heimsóknir á Skúla og Mikkeller
Arizona Tap
Takeover
Þeir Íslendingar sem
voru á CBC-bjórhátíðinni
í Kaupmannahöfn í vor
ættu að kannast vel við
bjóra Arizona Wilderness
og geta vottað að þetta er
gæðastöff. Á Skúla verður
þetta í boði:
1. American Presidential
Stout, Barrel Aged, 11%
imperial stout BA
2. Superstition Coffee Stout,
5.7% stout m. kaffi og vanillu
3. Santa Theresa Enkel,
5.2% belgian blond
4. Table Top Saison, 4.4%
saison
5. The New Brood Belgian
Quad, 9.2%
6. Barley Wine Barrel Aged,
9.8% Barley Wine BA
7. Woolsey in The Wild Barrel
Aged, 5.8% tunnuþroskaður
súrbjór með appelsínum
8. Pine Mountain Sour Pale,
5.7% súr pale ale
9. De Kofa Extra Pale, 6.7%
belgískur pale ale
10. Pusch Ridge Porter,
5.8% klassískur porter
Innihald
1/2 bolli þurrt hvítvín,
til dæmis Sauvignon
Blanc
1/2 bolli hvítvínsedik
1/4 bolli brún sinn-
epsfræ
1/4 bolli gul sinnepsfræ
1/2 teskeið salt
Leiðbeiningar
1. Setjið allt í litla skál
og hrærið saman. Lokið
með plastfilmu og látið
standa við stofuhita í
tvo daga.
2. Setjið sinnepið í
blandara og blandið
í stutta stund þar til
réttri áferð er náð. Rétt
er að vara við því að
áferðin verður vart eins
og um verksmiðjufram-
leiðslu væri að ræða.
Setjið í hreina krukku
og geymið í ísskáp allt
að þrjá mánuði. Ef það
er einhver afgangur.
Búðu il þitt eigið sinnep
d ijon-sinnep sækir einkenni sín til hvítvíns-
ins sem er notað ásamt
ediki til að bleyta upp í
sinnepsfræjunum. Mau-
rice Grey og Auguste
Poupon færðu okkur
Dijon-ið en að búa það
til heima er næstum því
jafn auðvelt og kaupa
það út í búð. Og þar
sem Mallé virðist vera
eina tegundin sem fæst
í kjörbúðum hér á landi
er ekki verra að prófa
eitthvað nýtt, svona inni
á milli.
Þessi útgáfa af gróf-
korna Dijon-sinnepi er
frábær með kartöflusal-
ati eða með hverskonar
pylsum. Ef þú nælir þér
í bratwurst-pylsur úr
Pylsumeistaranum við
Laugalæk ertu í sér-
staklega góðum málum.
Mikilvægt er að
bleyta fræin í tvo daga
áður en öllu er blandað
saman og þú getur byrj-
að að gúffa í þig. Þá er
gott að hafa í huga að
því lengur sem sinnepið
er geymt í ísskápnum,
þeim mun bragðminna
verður það.