Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.09.2015, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 11.09.2015, Qupperneq 56
56 matur & vín Helgin 11.-13. september 2015 Þ að virðast vera jól eða páskar í hverri viku fyrir bjóráhuga-fólk á Íslandi. Fjórir frábærir bjórbarir keppast nú um að færa því gæða handverksbjór og fleiri bæt- ast við innan tíðar, samanber opnun Bryggjunnar sem fjallað var um í Fréttatímanum í síðustu viku. Í þessari viku verða tveir skemmti- legir viðburðir á bjórbörunum Mikk- eller & Friends og Skúla Craft Bar þar sem boðið verður upp á gæðabjóra sem alla jafna fást ekki hér á landi. Í dag, föstudaginn 11. septem- ber, verður svokallað Chicago Tap Takeover á Mikkeller-barnum við Hverfisgötu. Þá verða í boði veigar frá míkró-brugghúsum í Chicago og nágrenni. Miðvestur-svæði Banda- ríkjanna hefur verið áberandi í uppgangi handverksbjóranna og að þessu sinni verða í boði bjórar frá nokkrum af þeim brugghúsum sem Mikkeller hefur bruggað með í gegnum tíðina. Þarna verða bjórar frá 18th Street-brugghúsinu, Half Acre, Off Color og Spiteful Brewing, alls 15 tegundir á krana. Auk þess verður talsvert úrval af sjaldgæfum bjórum á flösku. Á miðvikudaginn í næstu viku, 16. september, eiga svo Freyr Rúnars- son og hans fólk á Skúla sviðið. Þá mæta bruggarar frá hinu frábæra brugghúsi Arizona Wilderness með tíu kúta af bjórum sínum og kynna fyrir áhugasömum. Arizona Wild- erness var valið besta nýja brugghús veraldar á Ratebeer.com árið 2013. „Þessi eftirsótti bjór frá besta brugghúsi veraldar 2013 er aðeins fáanlegur á krana á brewpöbbnum þeirra í Gilbert og kannski á sér- stökum bjórhátíðum á stöku stað. Það er því nánast ómögulegt að komast í bjórinn þeirra. Ég setti mig þrátt fyrir þetta í samband við Jonathan í upphafi árs því mig lang- aði bara svo roooosalega mikið að smakka þennan geggjaða bjór en hafði bara ekki tíma eða tök á því að ferðast til Arizona. Úr varð að þeir félagar Patric og Jon ætla að kíkja á Skúlann okkar með bjórinn sinn, akkúrat tveim árum eftir að þeir opnuðu brugghúsið sitt. Þeir munu sem sagt mæta á barinn með heila 10 kúta af þeirra geggjuðustu bjórum og spjalla um ástríðu sína, bjórinn og náttúruna,“ segir Freyr Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum Orecchiette Spaghetti Tagliatelle Gnocchi di patate Gnocchetti pasta Strozzapreti Maccheroni Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum Orecchiette Spaghetti Tagliatelle Gnocchi di patate Gnocchetti pasta Strozzapreti Maccheroni Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum re chiette paghetti Tagliatelle Gnocchi di patate Gnocchetti pasta Strozzapreti Maccheroni Gnocchi Orecchiette Spaghetti Viku ilboð 2 fyrir 1 Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður- Ítölskum hefðum. Laugarásvegur 1 / 104 Reykjavík massimoogkatia@gmail.com / Sími: 588 9898  Bjór ErlEnd Brugghús kynna Bjóra sína í rEykjavík Bjóráhugafólk getur kynnt sér gæðaveigar sem alla jafna fást ekki hér á landi á tveimur af bruggbörum borgarinnar. Í kvöld eru það bjórar frá Chicago og nágrenni á Mikk- eller-barnum og í næstu viku heimsækja bruggarar frá Arizona Wilderness Skúla Craft Bar. Það var valið besta nýja brugghús veraldar fyrir tveimur árum. Frábærar heimsóknir á Skúla og Mikkeller Arizona Tap Takeover Þeir Íslendingar sem voru á CBC-bjórhátíðinni í Kaupmannahöfn í vor ættu að kannast vel við bjóra Arizona Wilderness og geta vottað að þetta er gæðastöff. Á Skúla verður þetta í boði: 1. American Presidential Stout, Barrel Aged, 11% imperial stout BA 2. Superstition Coffee Stout, 5.7% stout m. kaffi og vanillu 3. Santa Theresa Enkel, 5.2% belgian blond 4. Table Top Saison, 4.4% saison 5. The New Brood Belgian Quad, 9.2% 6. Barley Wine Barrel Aged, 9.8% Barley Wine BA 7. Woolsey in The Wild Barrel Aged, 5.8% tunnuþroskaður súrbjór með appelsínum 8. Pine Mountain Sour Pale, 5.7% súr pale ale 9. De Kofa Extra Pale, 6.7% belgískur pale ale 10. Pusch Ridge Porter, 5.8% klassískur porter Innihald 1/2 bolli þurrt hvítvín, til dæmis Sauvignon Blanc 1/2 bolli hvítvínsedik 1/4 bolli brún sinn- epsfræ 1/4 bolli gul sinnepsfræ 1/2 teskeið salt Leiðbeiningar 1. Setjið allt í litla skál og hrærið saman. Lokið með plastfilmu og látið standa við stofuhita í tvo daga. 2. Setjið sinnepið í blandara og blandið í stutta stund þar til réttri áferð er náð. Rétt er að vara við því að áferðin verður vart eins og um verksmiðjufram- leiðslu væri að ræða. Setjið í hreina krukku og geymið í ísskáp allt að þrjá mánuði. Ef það er einhver afgangur. Búðu il þitt eigið sinnep d ijon-sinnep sækir einkenni sín til hvítvíns- ins sem er notað ásamt ediki til að bleyta upp í sinnepsfræjunum. Mau- rice Grey og Auguste Poupon færðu okkur Dijon-ið en að búa það til heima er næstum því jafn auðvelt og kaupa það út í búð. Og þar sem Mallé virðist vera eina tegundin sem fæst í kjörbúðum hér á landi er ekki verra að prófa eitthvað nýtt, svona inni á milli. Þessi útgáfa af gróf- korna Dijon-sinnepi er frábær með kartöflusal- ati eða með hverskonar pylsum. Ef þú nælir þér í bratwurst-pylsur úr Pylsumeistaranum við Laugalæk ertu í sér- staklega góðum málum. Mikilvægt er að bleyta fræin í tvo daga áður en öllu er blandað saman og þú getur byrj- að að gúffa í þig. Þá er gott að hafa í huga að því lengur sem sinnepið er geymt í ísskápnum, þeim mun bragðminna verður það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.