Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 14
S „Sluppu úr landi og engin sekt,“ sagði í fyr- irsögn fréttar í Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem greint var frá því að franskir ferðamenn sem staðnir voru að utanvega- akstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun í júlí væru farnir úr landi. Lögreglan náði ekki að hafa hendur í hári þeirra og var þeim því ekki gert að greiða sekt fyrir athæfið. Starfsmenn Landsvirkjunar höfðu staðið ökumann jeppa að því að aka hring eftir hring utan vegar þar sem hann skildi eftir sig djúp og ljót hjólför sem erfitt er að afmá. Afleitt er að menn komist upp með slíkt og það gefur vont fordæmi. Atvikið hafði vakið mikla athygli enda tóku starfsmenn Landsvirkjunar myndband af utanvegaakstr- inum, þar sem þekkja mátti bílinn og númer hans. Það lá því fyrir hverjir þarna voru á ferð þótt öku- maðurinn kysi að flýja af vettvangi þegar Landsvirkjunarmenn nálguðust hann. At- vikið var kært til lögreglunnar. Það hefði haft mikið fordæmisgildi að ná til brotamannsins, enda hefur utanvega- akstur aukist samhliða fjölgun ferðamanna um hálendið. Það kom fram í fyrrgreindri frétt að lögreglan hafði gert tilraunir til að hafa samband við jeppafólkið í gegnum síma en það skilaði engum árangri. Það hafði fengið jeppann afhentan á hóteli og þangað var honum skilað. Lögreglumaður sem við var rætt sagði að erfitt hefði verið að ná til fólksins nema sitja fyrir því á hót- elinu. Þegar ferðafólk skilaði hins vegar bílum til bílaleiga væri staðan önnur. Þá gæti lögreglan óskað eftir því að bílaleigan léti vita og mætt á staðinn. Hið sama hefði að sjálfsögðu átt að gilda um starfsfólk hótelsins – og hefði það ekki borið árangur hefði mátt stöðva fólkið á flugvelli við brottför frá landinu. Óþarft er hins vegar að gefast upp þótt náttúruníð- ingurinn hafi flúið vettvang og síðan land. Fyrir liggur hver var leigutaki bílsins svo hægt er að hafa upp á honum í heimaland- inu. Talsmaður bílaleigu, sem Morgunblað- ið talaði við, gaf enda lítið fyrir það að ekki væri hægt að rukka fólk þótt það væri farið úr landi. Sagði hann að bílaleigur þyrftu reglulega að fá erlendar lögfræðiskrif- stofur til að rukka viðskiptavini sem væru farnir af landi brott. Fram hefur komið að fjöldi ökumanna hafi verið staðinn að verki við utanvega- akstur og landverðir á hálendinu þurfi nær daglega að hafa afskipti af slíku háttalagi. Margir segjast ekki hafa vitað af reglum um utanvegaakstur eða ekki gert sér grein fyrir að þeir væru að aka utanvega. Það á að sönnu ekki við um þá sem gera sér að leik að spóla upp viðkvæman jarðveg, eins og var í tilfelli fyrrgreindra Frakka. Þar var um skemmdarverk að ræða, hvorki ókunnugleika né vanþekkingu, en vegsum- merki um utanvegaakstur geta varað í ár og áratugi. Brýnt er að gera erlendum ökumönn- um sem hingað koma í náttúruskoðun grein fyrir reglum um akstur á hálendis- vegum og að akstur utan þeirra sé bann- aður – að viðlögðum sektum. Bót var að því fyrir nokkrum árum þegar trygginga- félög, ráðuneyti og bílaleigur settu upp upplýsingaskilti við hálendisvegi og komu upplýsingum í bílaleigubíla. Þá var nýtt kynningarefni unnið af ýmsum hagsmuna- aðilum í vor og dreift í flesta bílaleigubíla og til þeirra sem komu til landsins með ferjunni Norrænu. Það hefur þegar borið árangur en betur má ef duga skal. Öllum sem ferðast um viðkvæmt hálendi Íslands, fjörur og aðra staði verður að vera ljóst að utanvegaakstur er bannaður og að við brotum sé brugðist með sektum sem menn finna fyrir. Fræðslan er nauðsyn og flest- ir fara eftir reglum en svartir sauðir geta verið í stórum hópi. Tilkynna þarf um brot þeirra og til þeirra þarf að nást. Sektir, sem allir eru upplýstir um að beitt verði, hafa forvarnargildi. Beita þarf hörðu í baráttu gegn utanvegaakstri Ná þarf náttúruníðingum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. POTTAPLÖNTU ALLAR POTTAPLÖNTUR 20-50% AFSLÁTTUR ÚTSALA Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss Friðarli lja 1.4992.149 Orkide a 1.9992.769 Þykkbl öðunga r 499 749 Kaktus ar 499 749 Ástarel dur 799 1.599 VERÐDÆMI VERÐDÆMI VERÐDÆMI VERÐDÆMI VERÐDÆMI Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 14 viðhorf Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.