Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 36
F lugskólinn er fyrir alla sem vilja læra að fljúga og það geta allir lært að fljúga,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, mark- aðsstjóri Flugskóla Íslands. „Við erum með tveggja daga kynningar- námskeið á náminu fyrir 14 – 16 ára unglinga sem endar með flugferð. Ég mæli eindregið með þessu fyrir þá sem eru að velta flugnáminu fyrir sér.“ Tækifæri í ferðaþjónustu Einkaflugmannsnámið er fyrsta skrefið í átt að atvinnuflugmanns- námi og einu skilyrðin til að taka prófið er að vera orðin 16 ára. Bók- legi hluti námsins er 12 vikur og svo bætast við 45 flugtímar með kenn- ara. Hulda Birna segir það algengt að áhugasamir krakkar byrji 15 ára í tímum og taki svo sólóprófið á 16 ára afmælisdaginn. „Fjölmargir taka einkaflugmannspróf án þess að ætla sér í atvinnuflugmannsnám og það er algengt að fólk með próf sé í flugklúbbum þar sem er aðgangur að litlum vélum. Margir sem eru í þessu sameina með fluginu áhuga- mál og vinnu en svo er líka það fólk sem lítur á þetta sem sport.“ Hulda Birna segir aukinn ferða- mannastraum vera sóknarfæri fyrir flugmenn. „Með sífellt stækkandi ferðaiðnaði aukast tækifæri þeirra sem eru með flugmannspróf. Ég veit til þess að flugfélög með litlar vélar, eins og Norðurflug, anna ekki eftir- spurn í flugferðir með ferðamenn. Það eru aukin tækifæri fyrir flug- menn.“ Hægt að starfa hvar sem er Nám í atvinnuflugmennsku veitir alþjóðleg réttindi svo hægt er að vinna hvar sem er í heiminum. Skil- yrði fyrir inngöngu í námið er að hafa einkaflugmannspróf og að vera orðinn 18 ára. Hulda Birna segir skólann þó alltaf mæla með því að taka stúdentspróf áður. „Stærðfræð- in og eðlisfræðin eru frekar þung í náminu og við höfum séð það að nemendum sem eru með stúdents- próf gengur betur og þeir sem eru ekki með stúdentspróf þurfa að taka inntökupróf í stærðfræði og eðlis- fræði. Atvinnuflugmannsnámið er í raun á háskólastigi því það er hægt að fá námslán frá LÍN til að leggja stund á það. Þetta er tveggja anna bóklegt nám sem byggist upp á því að nemandinn mæti hingað í sínum einkennisbúningi á hverjum degi og flugmenn þurfa að ná yfir 8 í meðal- einkunn til að ná. Það þýðir ekkert að kunna ekki hluta af efninu, það er nauðsynlegt að vera með góða þekkingu í öllu sem við kemur flug- inu. Og svo þarf auðvitað að taka flugtímana.“ Stelpur fá frekar vinnu en strákar Hulda Birna segir ásóknina í flug- nám alltaf haldast frekar jafna en þörfina fyrir flugmenn sífellt vera að aukast. „Flugmannahópurinn í Evrópu er farinn að eldast og það vantar endurnýjun í stéttina. Fram- tíðin fyrir flugmenn er mjög björt og þá sérstaklega fyrir stelpur. Það vantar allsstaðar fleiri stelpur í þetta nám og núna hafa öll helstu flugfélögin sett sér þá stefnu að auka hlut þeirra í stéttinni. Það er mikið auglýst eftir þeim og flug- félögin eru farin að borga flugnám undir þær, t.d. í Bretlandi. Þann- ig að stelpur hafa mikið forskot á strákana núna því þær eru valdar fram yfir strákana, núna á meðan verið er að jafna út kynjahlutfall- ið. Það sækja sífellt fleiri stelpur um hjá okkur og í fyrra var kynja- hlutfallið í jafnt í fyrsta sinn,“ segir Hulda Birna en á hverju ári er tek- inn inn einn 25 manna bekkur sem hefur alltaf verið fullsetinn. -hh Eftirspurn eftir flug- mönnum er að aukast Hulda Birna Baldursdóttir, markaðsstjóri Flugskóla Íslands, segir mikil tækifæri liggja í flugnámi og þá sérstaklega fyrir stelpur. Erlend flugfélög taki konur fram yfir karla í ráðningum til að jafna hlut kynjanna í stéttinni. Hún segir síaukinn ferðamannastraum á Íslandi auka eftirspurn eftir einkaflugmönnum en eitt það besta við starfið sé að það veiti möguleika á atvinnu langt út fyrir landsteinana. Hulda Birna Baldursdóttir, markaðsstjóri Flugskóla Íslands, segir aukinn ferðamannastraum kalla á fleiri flugmenn. Kynjahlut- fallið í atvinnuflugmannsnáminu var jafnt í fyrsta sinn í fyrra. Oddný Kristjánsdóttir þjóðbúningasaumakennari, Halldóra Arnórsdóttir útsaums- kennari, Marianne Guckelsberger tóvinnukennari og Margrét Valdimarsdóttir, for- maður Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Spennandi hand- verksnámskeið Þ eir sem heillaðir eru af hand-verki vita að gaman er að læra eitthvað nýtt og spennandi. Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða þar sem fléttast saman þjóðlegar hefðir og nýjungar. Heimilisiðnaðarskólinn er hvað þekktastur fyrir vönduð þjóðbún- inganámskeið þar sem nemendur sauma fullbúin upphlut, peysuföt, herra- eða barnabúning á 11 vikna námskeiði. Það jafnast fátt á við að spóka sig um á þjóðbúningi sem maður hefur sjálfur saumað. Slíkt verk er mikil og vandasöm vinna en mjög skemmtileg. Ekki má gleyma þriggja ára námskeiðaröð í gerð faldbúnings en slík námskeið eru í boði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fjölmörg önnur námskeið tengjast þjóðbúningum, til að mynda möttul- saumur, baldering, knippl, útsaumur í peysufatabrjóst, gerð undirpilsa, svuntuvefnaður, sauðskinnsskógerð og víravirki. Prjón, hekl og útsaumur er sívin- sælt. Í boði eru námskeið fyrir byrj- endur en þeir sem þegar kunna hand- tökin eiga kost á að kynnast nýjum aðferðum og viðfangsefnum. Örnám- skeið slógu í gegn hjá Heimilisiðnað- arskólanum í sumar en það eru nám- skeið sem aðeins eru eitt skipti og vara 2-3 klukkustundir. Þessi nám- skeið eru kjörin fyrir þá sem vilja læra eitthvað nýtt í góðum félags- skap án þess að binda sig til langs tíma. Myndhekl, rússneskt hekl, lá- réttar lykkjur, tvöfalt prjón, tvennt í einu á einn prjón, vettlingar sem koma á óvart og fyrst á réttunni svo á röngunni eru á meðal örnámskeiða. Útsaumur hefur notið vaxandi vin- sælda og er hvítsaumur, svartsaumur og gamlar íslenskar útsaumsgerðir á meðal þess sem í boði er á 2-4 kvölda námskeiðum. Af klassískum námskeiðum má nefna jurtalitun, tó- vinnu, spjaldvefnað, leðursaum og tálgun í tré. Kappkostað er að bjóða upp á nýjungar en á meðal þeirra að þessu sinni eru námskeið í sápugerð, tálgun ýsubeina og gimb. Hægt er nálgast dagskrá haustsins á www.heimilisidnadur.is auk þess sem námskeiðin eru kynnt á facebo- ok síðu félagsins. Þeir sem heldur vilja nálgast bækling geta komið á skrifstofuna í Nethyl 2e eða leitað upplýsinga í síma 551 5500. Unnið í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. 36 skólar og námskeið Helgin 14.-16. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.