Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 42
Endastöðin var í raun nýtt upphaf Þegar Svala Arnardóttir Breiðfjörð var rúmlega fertug og börnin vaxin úr grasi leið henni eins og lífinu væri lokið. Hún hafði hætt ung í skóla vegna lesblindu og skammaðist sín alla tíð fyrir það. Hún ákvað að taka fyrsta skrefið út úr skelinni og í átt að nýju lífi með því að fara í náms-og starfs- endurhæfingu hjá Hringsjá. Nú fjórum árum síðar hefur Svala ekki aðeins lært að lesa heldur starfar hún sem löggiltur bókari og sér að það sem hún hélt að væri endastöð var í raun upphaf, þökk sé Hringsjá. M arkmið mitt var að læra að lesa þegar ég byrjaði í Hringsjá. Aðallega til að geta lesið textann í sjónvarpinu,“ segir Svala og skellihlær. Hana grunaði ekki þá að fjórum árum síðar væri hún ekki aðeins búin að læra að lesa heldur yrði auk þess komin í vinnu sem löggiltur bók- ari, hjá Hringsjá. „Mér leið aldrei vel í skólakerfinu. Ég var alltaf óþekki og vitlausi krakkinn svo auðvitað var ég mjög brotin og með ekkert sjálfstraust. Ég varð algjört vandræða- barn og hætti 12 ára í skóla. Ég fór að vinna og átti börnin mín ung og svo bara leið tíminn. Ég var allt í einu komin yfir fertugt og börnin farin að sjá um sig sjál f og mér leið bara eins og lífið væri búið.“ Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Nám- skeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Auk námskeiða býður Hringsjá líka fullt nám í 3 annir. Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari framkomu og almennt vera til! Tölvur I Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. Tölvur II Tölvunotkun fyrir lengra komna. Mark- miðið er að efla færni í notkun gagn- legra forrita og vefsíðna. TÁT Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma. Tök á tilverunni Í Fókus Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti / ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD. Að ná fram því besta með ADHD ÚFF Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Úr frestun í framkvæmd Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á hringsja.is Skreið út úr skelinni Svala ákvað að stíga fyrsta skrefið í átt að nýju lífi með því að skrá sig í nám og fór í fullt þriggja anna nám hjá Hringsjá en nám- skeiðin þar eru sniðin fyrir einstaklinga sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi í langan tíma. Stuttu eftir að Svala hóf námið greindist hún með lesblindu. „Það var bara eins og það opnaðist nýr heimur fyrir mér. En ég lærði svo miklu meira en að lesa og reikna. Ég fékk sjálfstraustið til baka og sá í fyrsta sinn að ég er ekkert vitlaus, ég bara fékk aldrei tækifæri. Ég hefði ekki trúað því hvað það gerir mikið fyrir mann að læra eitt- hvað nýtt. Fólkið í Hringsjá hjálpaði mér að skríða út úr skelinni. Ég var orðin svo ein- angruð og skammaðist mín svo mikið fyrir að geta ekki lesið en í dag skammast ég mín bara ekki neitt!” Skemmtilegra að lifa í dag Eftir að hafa klárað námið hjá Hringsjá fór Svala á skrifstofubraut í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem hún dúxaði og hélt svo beina leið í bókaranám við sama skóla þaðan sem hún útskrifaðast sem löggiltur bókari í vor. Stuttu eftir útskrift fékk Svala símtalið sem hún segir hafa látið alla sína drauma ræst. „Hringsjá hringdi í mig og bauð mér vinnu sem bókari. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég var svo glöð. Ég er búin að vera að vinna sem bókari núna síðan í vor og mér líður ennþá eins og mig sé að dreyma. Ég er búin að finna mig. Ég hafði verið að vinna á kassa, við þrif og sem barþjónn en það er auðvitað allt annað að vinna við eitthvað sem maður hefur lært. Mér finnst ég núna vera að gera eitthvað sem skiptir máli. Svo er bara allt annað að fara í gegnum lífið læs, ekki bara á texta heldur líka á tölur. Ég er orðin fjármála- læs sem þýðir að ég skil loksins það sem er verið að segja í fréttunum. Það gefur manni auðvitað sjálfstraust. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að lifa í dag. Hringsjá gaf mér nýtt líf. Það er bara ekkert flóknara en það.“ Unnið í samstarfi við Hringsjá Mér finnst bara miklu skemmti- legra að lifa í dag. Hringsjá gaf mér nýtt líf. Það er bara ekkert flóknara en það. Fyrir fjórum árum kunni Svala Arnardóttir Breið- fjörð ekki að lesa. Í dag er hún komin í draumavinnuna sem löggiltur bókari hjá Hringsjá. Mynd/Hari 42 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.