Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 46
46 heilsa Helgin 14.-16. ágúst 2015 Spænsk eggjakaka 500 gr. glænýjar íslenskar kartöflur 1 laukur 150 ml. af extra virgin olífuoliu 3 tsk. fersk steinselja 6 egg Hvítlaukur fyrir þá sem vilja Salt og pipar 1. Skerðu niður kartöflurnar niður í þunnar sneiðar. Í klassísku útgáfunni er hýðið alltaf skrælt af en það er mun hollara að halda því með. Skerðu laukinn niður í mjög þunnar sneiðar. 2. Hitaðu olíuna í pönnu. Mikilvægt er að nota góða pönnu sem kartöflurnar festast ekki við. Hentu kartöflunum og lauknum í heita olíuna og láttu eldast við hægan hita í 30 mínútur. Þeir sem eru hrifnir af hvítlauk geta hent nokkrum rifjum á pönnuna með lauknum. Mikilvægt er að hræra reglulega, þar til kartöflurnar verða mjúkar. 3. Láttu olíuna leka af kartöflunum og lauknum, sem fara í stóra skál. Geymdu olíuna sem verður afgangs. 4. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu svo við heitar kartöflurnar ásamt nægu salti, pipar og steinselju. Settu olíuna sem var afgangs á litla pönnu og helltu öllu saman í heita olíuna. Nú er mikilvægt að velja pönnu vel, sem ekkert festist við og sem létt er að lyfta. Þegar eggin eru næstum gerð í gegn skellir þú diski ofan á pönnuna og smellir eggjakökunni á diskinn, sem þú svo setur öfuga aftur á pönnuna og lætur hana liggja þar, þar til hún er tilbúin. Kostir kartöflunnar Nú er tími íslensku kartöflunnar genginn í garð. Það ætti að þýða kartöflurétti í öll mál því nýuppteknar kartöflur, með hýðinu, eru algjört hollustufæði. Kartöflur hafa því miður fengið á sig hálfgert óorð eftir alla kolvetnislausu matarkúrana. Margir telja þær vera fitandi og næringarsnauðar en svo er alls ekki. Kartöflur eru meinhollar og næringarmiklar, ríkar af trefjum, stein- efnum og vítamínum. Gegn háum blóðþrýstingi Bananar eru þekktir fyrir að halda blóð- þrýstingnum jöfnum sökum þess hversu ríkir þeir eru af pótasíum. En kartöflur eru enn ríkari af þessu steinefni sem samkvæmt rannsóknum lækkar blóð- þrýstinginn. Góðar fyrir beinin Steinefnin í kartöflum, járn, magnesíum, kalk og sink, gera kraftaverk fyrir beinin. Vörn gegn krabbameini Rannsóknir sýna að lektín, sem er tegund prótíns sem kartöflur eru ríkar af, virkar sem vörn gegn óæskilegum frumubreytingum. Gegn of háu kólesteróli Trefjaríkt fæði lækkar kól- esteról og kartöflur eru stútfullar af trefjum. Kartöflur eru enn trefjaríkari sé hýðið borðað líka. Góðar fyrir hjartað B6 vítamínrík fæða hefur löngum verið sögð vörn gegn hjartasjúkdómum en þar að auki eru kartöflur ríkar af pótasíum, trefjum og C vítamíni, sem allt saman verndar hjartað. Heilbrigð húð Kartöflur eru mjög ríkar af C vítamíni, sem er besta næringin sem collagen fær og því algjör hrukkubani. Hrá kartafla inniheldur um 79 % af kolvetnum, 12 % af prótínum, 3 % af fitu og 5 % af trefjum. Kartöflur eru mjög ríkar af C-vítamíni, B-6 vítamíni, fólinsýru, riboflavíni, þíamíni og niacini. Einnig eru þær ríkar af steinefnum, sérstaklega kalíum en einnig fosfór, joði, járni, kalki, kalíum, magnesíum, natríum, selen, sinki, kopar, krómi, mo- lýbden, kóbolti, kadmíum og blýi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.