Fréttatíminn - 21.08.2015, Side 6
Vertu eins og
heima hjá þér
79.990 kr. 99.990 kr.
ELLY
Þriggja sæta sófi.
Litir: Ljósgrár, grár
og Town dökkgrár.
Stærð: 183 x 82 x 85 cm
ELLY
Stóll. Litir:
Ljósgrár, grár
og Town dökkgrár.
Stærð: 83 x 82 x 85 cm 54.990 kr. 69.990 kr.
PASO DOBLE
Tungusófi. Hægri eða vins
tri tunga.
Grátt eða brúnt slitsterkt á
klæði.
Stærð: 306 × 156 × 80 cm
Reykjavík og Akureyri
www.husgagnahollin.is
Húsgagnahöllin 50 ára
Eftir hálfrar aldar farsæla s
ögu kynnum við endurnýja
ða og
glæsilega verslun með stó
rauknu vöruúrvali. Við þök
kum
þjóðinni samfylgdina og tr
austið í fimm áratugi. Fagn
aðu
þessum tímamótum með o
kkur og gerðu einstök kau
p.
Vertu eins og
heima hjá þér
299.990 kr. 369.990 kr.
Nýtt blað er komið í dreifingu
http://www.youblisher.com/p/1196290-Husgagnahollin-agust-2015/
www.husgagnahollin.is
558 1100
Það er stöðug og
íþyngjandi áminning
fyrir barnið að bera
nafn brotamannsins.
U mboðsmanni barna bárust á síðasta ári tvær ábendingar þar sem Þjóðskrá Íslands tók
ekki tillit til óska stálpaðra barna um
kenninafnbreytingu jafnvel þó börnin
greindu frá því að þau hefðu verið beitt
kynferðisofbeldi af hálfu þess foreldris
sem þau eru kennd við. Þetta kemur
fram í ársskýrslu Umboðsmanns barna
fyrir árið 2014 sem er nýkomin út. Þar
segir að embættinu hafi borist „nokkr-
ar ábendingar um að ekki hefði verið
tekið tillit til vilja barna sem óskuðu
eftir að breyta nafni sínu.“
Umboðsmaður barna ritaði Þjóð-
skrá bréf í október á síðasta ári þar sem
bent var á að kenninöfn barna skipti
ekki síður máli fyrir sjálfsmynd þeirra
en eiginnöfn enda vísi þau oftast til
tengsla við móður og/eða föður. Slíkt
geti haft jákvæð áhrif á barnið en í
sumum tilfellum upplifi börn það á nei-
kvæðan hátt að vera kennd við tiltekið
foreldri. „Þá geta komið upp aðstæður
þar sem foreldri hefur brotið gegn
barni með alvarlegum hætti og það er
stöðug og íþyngjandi áminning fyrir
barnið að bera nafn brotamannsins,“
segir í bréfinu. Samkvæmt gildandi lög-
um um mannanöfn getur Þjóðskrá sam-
þykkt breytingu á kenninafni barns þó
sá sem barnið er kennt við sé andvígur
því ef sérstaklega stendur á og telja
verður að nafnbreytingin verði barninu
til verulegs hagræðis. Umboðsmaður
barna hefur fengið ábendingar um að
Þjóðskrá túlki þessi lög afar þröngt,
ekki í samræmi við réttindi barna sam-
kvæmt Barnasáttmálanum og óskaði
eftir skýringum.
Í svari Þjóðskrár segir að það sé ekki
hlutverk stofnunarinnar að leggja mat á
eða taka afstöðu til þess hvort barn hafi
orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu
foreldris þegar ekki liggi fyrir dómur
eða annars konar sönnun um sekt for-
eldris. Þetta gagnrýnir umboðsmaður
barna og segir ljóst að í sakamálum sé
allur vafi metinn sökunaut í hag og því
þurfi mikið til að koma til að hægt sé
að sakfella í slíkum málum. „Er því mat
umboðsmanns barna að rétt sé að meta
allan vafa börnum í hag þegar tekin er
afstaða til þess hvort nafnbreyting geti
talist barni til verulegs hagræðis.“
Umboðsmaður barna óskaði enn-
fremur eftir upplýsingum frá Þjóðskrá
um hversu mörg börn 12 ára og eldri
hefðu frá árinu 2009 óskað eftir breyt-
ingu á kenninafni en fékk þau svör að
þær upplýsingar væru ekki til. Þjóð-
skrá sagðist hins vegar reiðubúin, ef
umboðsmaður barna óskar sérstaklega
eftir því, til að hefja söfnun á umrædd-
um upplýsingum. Samkvæmt svörum
frá umboðsmanni barna hefur vegna
anna hjá embættinu ekki verið tekin af-
staða til þess hvort formleg beiðni um
slíkt verður send.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Heilbrigðismál HeilbrigðisráðHerra ræddi jáeindaskanna á ríkisstjórnarfUndi
Rannsóknir í jáeindaskanna gætu orðið tvö þúsund á ári
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð-
herra kynnti kaup á jáeindaskanna fyrir
Landspítala á fundi ríkisstjórnarinnar
í gær, fimmtudag. Eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum hyggst Íslensk erfða-
greining færa þjóðinni jáeindaskanna
að gjöf. Gjöfin, sem Kári Stefánsson
kynnti fyrr í mánuðinum, nemur allt að
5,5 milljónum Bandaríkjadala og nær
hún til kaupa og uppsetningar á tækinu
sem nýtist til að mynda við rannsóknir á
krabbameinssjúklingum.
Í máli heilbrigðisráðherra kom fram
að sjúklingum sem sendir eru frá Íslandi
til rannsókna í jáeindaskanna Rigsho-
spitalet í Kaupmannahöfn samkvæmt
samningi við Sjúkratryggingar Íslands
fjölgar ár frá ári. Árið 2012 voru 29
sjúklingar sendir héðan til rannsókna í
jáeindaskannanum við Rigshospitalet í
Kaupmannahöfn, árið 2014 voru þeir 87
og nú er áætlað að á þessu ári verði þeir
á bilinu 140 til 160. Heildarkostnaður við
hverja rannsókn að meðtöldum kostnaði
vegna ferða og uppihalds nemur 400-500
þúsund krónum. Ef áætlanir danskra
heilbrigðisyfirvalda um þörf fyrir rann-
sóknir með jáeindaskanna þar í landi eru
heimfærðar á Ísland má áætla að þörfin
hér sé allt að 2000 rannsóknir á ári, seg-
ir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.
„Talið er að ávinningurinn af notkun
jáeindaskanna sé það mikill, m.a. vegna
betri meðferðar og færri legudaga, að
beinn sparnaður sé meiri en nemur
heildarkostnaði við notkun hans. Undir-
búningur að uppsetningu jáeindaskanna
við Landspítala er hafinn og leggur
heilbrigðisráðherra áherslu á að koma
honum í notkun eins fljótt og mögulegt
er. Uppsetning skannans kallar á tölu-
verðar framkvæmdir þar sem hann þarf
um 250 fermetra húsnæði sem uppfyllir
strangar kröfur um geislavarnir,“ segir
ennfremur.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra vill koma jáeindaskanna
Kára Stefánssonar í notkun eins
fljótt og mögulegt er.
börn UmboðsmaðUr barna gagnrýnir Þjóðskrá íslands
Þjóðskrá neitar brota
þolum um nafnabreytingu
Þjóðskrá Íslands hefur tvisvar hafnað beiðnum stálpaðra barna um að breyta kenninafni sínu þó
þau hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu þess foreldris sem barnið er kennt við. Ef við-
komandi foreldri er mótfallið nafnbreytingunni og ekki liggur fyrir sakamál telur Þjóðskrá það
ekki sitt að taka afstöðu. Umboðsmaður barna gagnrýnir þessa framkvæmd harðlega og hvetur
Þjóðskrá til að setja hagsmuni barna í forgang.
Það getur verið íþyngjandi
fyrir barn að vera kennt við
foreldri sem hefur beitt það
ofbeldi. Ljósmynd/NordicPhotos/
GettyImages
6 fréttir Helgin 21.-23. ágúst 2015