Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 14

Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 14
M Merk lög voru samþykkt á Alþingi í vor um leigu skráningarskyldra ökutækja en þau gilda um leigu á ökutækjum í atvinnuskyni án ökumanns og einnig um einkaleigur. Með lagasetningunni er einstaklingum heimilt að leigja út tvö skráningarskyld ökutæki með milligöngu sérstakra einkaleiga. Þessi lög skapa nauðsynlega umgjörð fyrir þá einstak- linga sem kjósa að leigja einkabíla sína, til að nýta fjárfestingu sína betur og greiða með leigutekjunum niður kostnaðinn við rekstur bílsins. Lagasetningin er viður- kenning á deilihagkerfi sem útbreitt er orðið hvort heldur er hérlendis eða ytra hvað varðar nýtingu á fjárfestingu einstaklinga, leigu á einka- bílum og íbúðum, auk þess sem íbúða- og jafnvel bíla- skipti hafa færst í vöxt. Mikil- vægt var að Alþingi brást skjótt við hvað varðaði leigu einkabíla með þessum hætti og skapaði grundvöll slíkrar starfsemi. Þá hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðað frumvarp sem ætlað er að koma skikki á heimagistingu sem einkum fer í gegnum vefsíðuna Airbnb en þar gefst fólki kostur á að skrá íbúðir sín- ar til leigu fyrir ferðamenn. Þessi þjónusta nýtur vinsælda og æ fleiri Íslendingar leigja húsnæði sitt í gegnum síðuna – og nýta sér sömu þjónustu ytra. Verði frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráð- herra að lögum verður fólki leyft að leigja út heimili sitt og eina fasteign að auki í allt að átta vikur á ári. Lagasetningunni er ætlað að auðvelda skráningu heimagistingar fyrir þá sem þegar leigja heimili sín til ferðamanna hluta úr ári, eða hafa hug á því, fækka leyfis- lausum og óskráðum gististöðum og draga úr svartri atvinnustarfsemi. Slík lagasetning er hugsuð til að einfalda regluverk ferðaþjónustunnar og veitir ekki af vegna þeirrar ævintýralegu fjölgunar er- lendra ferðamanna sem sækja okkur heim. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað en um leið hefur mjög færst í vöxt að einstak- lingar leigi ferðamönnum herbergi eða íbúð- ir, einkum á mesta annatímanum. Talið er að yfir 60% íbúða sem leigðar eru ferðamönnum séu án starfsleyfis. Með einföldum reglum og kvaðalítilli skráningu aukast líkur á að þessi starfsemi komi upp á yfirborðið, verði lögleg og um leið sjálfsögð þjónusta. Sölvi Melax, einn stofnenda jafningja- leigunnar VikingCars, fagnar lagasetningu vegna ökutækjaleigunnar, enda í fyrsta sinn sem lög hérlendis heimila nútíma deilihag- kerfi. Hann bendir á að nýting einkabíla sé afar lítil en með slíkri leigu megi bæta nýt- ingu bílaflotans. Þá sé umhverfisvænt að nýta betur sérhvern bíl í stað þess að fjölga þeim til að mæta toppum í eftirspurn. Ör- yggi fylgir því að leyfishafa er gert skylt að bílarnir sem leigðir eru séu ætíð í góðu ásigkomulagi, hljóti gott viðhald og eftirlit og fullnægi kröfum sem gerðar eru um þá í lögum eða reglugerðum, eins og segir í lög- unum, en leyfishafi skal einnig gæta að því að ökutækin séu í ásigkomulagi sem tekur mið af árstíma og færð. Deiliþjónusta, eins og húsaleiga í gegn- um Airbnb, gerir fólki kleift að ferðast með ódýrari hætti en ella og er jákvæð þróun, en nauðsynlegt er að setja þjónustunni ákveðinn ramma með lagasetningu, enda geta fylgt henni ákveðnir vankantar. Mikill og tíður gestagangur getur haft ónæði í för með sér fyrir nágranna. Það verður því að taka tillit til þeirra. Mun betra er þó að starfsemin sé uppi á borðum fremur en neðanjarðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hlýtur því að endurflytja frumvarp sitt um endurskoðun á of flókn- um reglum sem nú gilda um heimagistingu þegar þing kemur saman á ný í haust en ráð- herrann stefnir að einföldun leyfisveitinga sem gerir rekstrarumhverfi slíkrar starfsemi einfaldara, einkum fyrir smærri aðila, þ.e. að reksturinn verði eingöngu tilkynningaskyld- ur en ekki leyfisskyldur. Netið hefur skapað nýjan heim og er deili- hagkerfið hluti þeirrar þróunar. Sú þróun verður ekki stöðvuð en hún þarf að vera í réttum farvegi. Lagasetning vegna leigu íbúða og ökutækja Viðurkenning á deilihagkerfi Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM STÆRÐIR 14-28 Jakki Stærðir 14-28 Verð: 13990 PATNAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFEN 9 OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16 Upplýsingar og bókanir hjá Trex og á vefnum: www.trex.is Heillandi rútuheimur! Ferð á Busworld 15. - 18. október 2015 Nú er um að gera að bóka sig strax í ferð á einn af helstu viðburðum ársins í rútugeira- num, rútusýninguna Bus- world í Kortrijk í Belgíu. Trex - Hópferðamiðstöðin býður í fyrsta sinn upp á ferð á sýninguna á hagstæðu verði. Verð á mann kr. 97.900 á mann í tvíbýli. Trex - Hópferðamiðstöðin ehf Hestthálsi 10 110 Reykjavík s. 587 6000 info@trex.is 14 viðhorf Helgin 21.-23. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.