Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Page 28

Fréttatíminn - 21.08.2015, Page 28
Sumir halda áfram að drekka eins og þeir séu barnlausir þrátt fyrir að hafa eignast fjöl- skyldu og það getur verið stórt vandamál. Flókið líf nútímafólks veldur hjónaskilnuðum Hlutfall hjónaskilnaða á Íslandi er svipað og í nágrannalönd- unum. Þegar ástæður skilnaða eru greindar vekur athygli að hér á landi reynist mörgum erfitt að forgangsraða tíma milli heimilis, vinnu og frístunda. Nútímafólk er of upptekið að eignast dýr tæki og keppast um að klífa fjöll og hlaupa maraþon – en gleymir að hlúa að hjónabandinu. U m 40 prósent hjónabanda enda með skilnaði á Íslandi, sem er svipað hlutfall og í nágrannalöndunum. Helsta ástæða skilnaða er sú sama hér og annars staðar, fólk á ekki langur samleið, vex hvort í sína áttina og finnur til ástleysis. Ágreiningur um forgangs- röðun tíma milli heimilis, vinnu og frístunda er þekkt vandamál hjá pörum en Edda Hannesdóttir sálfræðingur, sem gerði fyrstu ís- lensku rannsóknina á ástæðum skilnaða hér á landi árið 2013, segir það koma á óvart hversu hátt það hlutfall sé á Íslandi þegar spurt er um ástæðu skilnaðar. Næstum helmingur kvenna nefnir það sem helstu ástæðu skilnaðar og um 30 prósent karla. Edda, líkt og aðrir viðmælendur Fréttatímans, telur mikið álag vera á ungu fólki á Íslandi, jafnvel meira en annars staðar. Sú upplifun er í samræmi við niðurstöður alþjóð- legrar kynhlutverkakönnunar frá árinu 2013 þar sem fram kom að ís- lenskir foreldrar vinna meira en for- eldrar á Norðurlöndunum og upplifa sig oftar undir álagi. Þóra Kristín Þórsdóttir félagsfræðingur sagði í samtali við Fréttatímann fyrr í vetur að margir samverkandi þættir yllu foreldrum kvíða og álagi á Íslandi og nefndi lág laun, vetrarfrí barna, lélegar almenningssamgöngur og starfsdaga leikskóla sem dæmi. Einnig benti hún á að hér væri fæðingarorlofið styttra en á hinum Norðurlöndunum og að Ísland væri eina landið á Norðurlöndunum þar sem það væri á ábyrgð foreldranna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta valdi foreldrum miklu álagi og að því þurfi stjórn- völd að huga. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sál- fræðingur bendir á að það sé ekki aðeins erfitt að láta vinnu og heimili ganga smurt fyrir sig, pressan komi úr fleiri áttum. Auk þess að vinna mikið þá séu Íslendingar mjög upp- teknir af efnislegum gæðum og að koma vel fyrir út á við, en það kosti okkur bæði tíma og peninga, sem við kannski eigum ekki til. Fólk gerir of miklar kröfur til sín Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræð- ingur hjá Kvíðameðferðarstofunni, veitir fólki aðstoð við að takast á við kvíða og streitu sem oft er komin til vegna of mikils álags, erfiðleika með að standa undir eigin kröfum og annarra og samþætta hin ýmsu hlutverk í lífinu. „Íslendingar vinna meira en aðrir Norðurlandabúar,“ segir Sóley. „Það veldur álagi og gerir það að verkum að barnafólk hefur minni tíma með börnunum. Lífið er orðið svo flókið í dag því það eru gerðar miklar kröf- ur til okkar á svo mörgum sviðum. Við eigum að vera í formi, mennta okkur, vinna úti, helst eiga starfs- frama og hugsa um ung börn, allt á sama tíma. Við vitum að við ættum að vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyldunni en það er hægara sagt en gert að fylgja því eftir, enda eiga margir þess ekki kost fjárhags- lega.“ Sóley segir pressuna koma úr fleiri áttum en vinnunni. „Íslend- ingar leggja að mínu mati of ríka áherslu á efnisleg gæði, eru uppteknir af nýjustu tækjum og tækni, góðum húsa- kynnum. Það fer mikill tími og orka í að vinna fyrir þessu öllu. Þá held ég að lík- amsræktaræði Íslendinga á undanförnum árum sé farið að snúast upp í andstæðu sína, þegar enginn er maður með mönn- um nema hafa klifið tiltekinn fjölda fjalla á árinu eða hlaupið maraþon. Þó vil ég auðvitað taka fram að hófleg líkamsrækt er aðeins af hinu góða og vinnur gegn streitu. Það er auðvitað sammannlegt að eltast við það sem telst eftirsóknarvert hverju sinni en stundum þurfum við að staldra við og spyrja okkur að því hvers vegna við séum að gera þessa hluti. Í sumum tilvikum er þetta aðeins gert til að vekja aðdáun annarra eða forðast að- finnslur.“ Sóley segir streituna sjálfa ekki endi- lega vera skaðlega, heldur fari fólk oft að gera óheppilega hluti undir miklu álagi sem geti haft slæm áhrif. Hluti eins og að fresta verkefnum út í hið óendanlega, vinna lengur fram eftir, borða óhollt og óreglulega eða drekka áfengi á kvöldin til að ná sér niður.“ „Við reynum að komast að því hvað það er sem veldur álaginu, hvort það séu ytri þættir eins og of mörg verkefni í vinnunni eða hvort það séu innri streituþættir, eins og að krefjast of mikils af sjálfum sér. Að halda barnaafmæli með prinsessuþema sama dag og þú hleypur maraþon, þó það sé líka mikið að gera í vinnunni, gæti ver- ið eitt dæmi um það. Fólk á það til að gera allt of miklar kröfur til sjálfs síns og það getur verið mjög streituvaldandi. Hluti af meðferð gegn streitu getur ver- ið að eflast í að setja vinnu og öðrum ut- anaðkomandi verkefnum mörk, sætta sig betur við það sem erfitt er að hafa áhrif á, endurskoða hugarfar og kortleggja hvað skipti fólk máli í lífinu. Við höldum að lífið snúist um að gera sem mest en gleymum oft í hraðanum að njóta lífsins og bara vera, frekar en að gera. Fólk þarf að spyrja sig hvort stundaskrá þess endurspegli þau gildi sem það vill lifa í samræmi við.“ Erfiðleikar byggja á skorti á sam- skiptum Benedikt Jóhannsson sálfræðingur hefur starfað um árabil fyrir fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hann vinnur mikið með ungu fjölskyldufólki sem er undir álagi við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf. „Við erum með fjölskylduráðgjöf fyrir alla sem hana vilja en það leita mest til okk- ar pör með ung börn og unglinga. Algeng- ast er að þetta séu pör á aldrinum 25 til 45 ára, þessi tími þegar álagið á fjölskylduna er sem mest. Þetta fólk vill fá aðstoð við að stilla sambandið inn á að vera með börn því álagið er oft miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir, ég tala nú ekki um þegar það koma tvö eða þrjú börn á skömmum tíma. Þá reynir sérstaklega mikið á verka- skiptingu því í flestum tilfellum eru báðir foreldrar á vinnumarkaði.“ Benedikt segir viðtalstímana aðallega snúast um að hjálpa fólki við að tala sam- an. „Við trúum á samtalið. Erfiðleikar í fjölskyldum byggjast í langflestum tilfell- um á skorti á samskiptum. Fólk er ekki nógu vel samstillt, hvort sem það eru pör eða foreldrar og unglingar, og við vinnum eins og nokkurs konar umræðustjórar við að hjálpa fólki að stilla sig saman. Oft á tíðum er það reiði sem kemur í veg fyrir að fólk geti talað saman sem gerir það að verkum að það fýkur upp um leið og sam- talið hefst.“ Annað stórt vandamál hjá ungum fjöl- skyldum segir Benedikt vera áfengis- drykkju. „Sumir halda áfram að drekka eins og þeir séu barnlausir þrátt fyrir að hafa eignast fjölskyldu og það getur verið stórt vandamál. En samtalið er alltaf lyk- ilatriðið hvert sem vandamálið er.“ Erfitt að samræma vinnu og fjöl- skyldulíf Edda Hannesdóttir, sálfræðingur hjá Sál- fræðingum Höfðabakka, gerði fyrstu ís- lensku rannsóknina á ástæðum skilnaða. Hún segir mikið álag vera á ungu fólki í dag. „Margar rannsóknir hafa verið gerðar á samræmingu vinnu, fjölskyldu og heim- ilisstarfa en sú samræming reynist oft og iðulega erfið meðal hjóna og sambúðar- fólks. Þetta snýst um hið daglega líf; hver sækir börnin, hver fer í ræktina, hver sér um heimilisinnkaupin og uppvaskið. Þetta veldur ágreiningi ef ekki er hugað að þessum málum fljótt í sambandi.“ Hún segir vandamál fólks í flestum til- fellum tengjast hegðun og tilfinningum og því geti aðkoma sérfræðinga verið mjög árangursrík. „Það kemur mjög mikið af fólki til mín um fertugt sem finnst það ekki lengur eiga neitt sameiginlegt. Þetta er í lang- flestum tilfellum vegna þess að parið hefur ekki ræktað sambandið sökum tímaleysis og finnst það því ekki lengur eiga samleið. Öll orkan hefur farið í að stofna fjölskyldu og koma upp heimili og á sama tíma er verið að koma sér áfram á vinnumarkaði. Í flestum tilfellum vinna báðir aðilar fullan vinnudag og þetta er of mikið álag. Fólk hreinlega gleymir hvort öðru en staldrar svo við um fertugt þegar hlutirnir byrja aðeins að róast og áttar sig á því að nándin er farin. Og þá veltir það oft upp spurningunni; „Vil ég hafa þetta svona til frambúðar? Er ég á réttum stað?““ Halla Harðardóttir halla@fréttatíminn.is Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli. Vertu með fallegar neglur, alltaf ! Nailner penninn við svepp í nögl. Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS Áfengisvandi: Margir nefna áfengis- og vímuefnanotkun sem orsök skilnaðar, konur í 40% tilfella og karlar í um 20% tilfella. Benedikt Jóhannsson sál- fræðingur segir áfengisnotkun vera algengt vandamál hjá ungum pörum sem séu að koma upp heimili. Fólk átti sig ekki á ábyrgðinni sem fylgi fjölskyldu og haldi áfram að stunda barina, oft í óþökk makans. Edda Hannesdóttir, sál- fræðingur hjá Sálfræð- ingum Höfðabakka. Benedikt Jóhannsson sál- fræðingur hjá fjölskyldu- þjónustu kirkjunar Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíða- meðferðarstofunni. „Fólk hreinlega gleymir hvort öðru en staldrar svo við um fertugt þegar hlutirnir byrja aðeins að róast og áttar sig á því að nándin er farin.“ 28 úttekt Helgin 21.-23. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.