Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 22
minja á þessum slóðum. Prófessor Chowl-
son í Leningrad hefur flutt fjölmarga leg-
steina frá Krímskaga á fornminjasafnið í
Leningrad og rannsakað ekki færri en yoo
áletranir á þessum steinum, og 150 áletranir
á ýmsum grafhýsum þar um slóðir og eru
áletranirnar undantekningar lítið á fornri he-
bresku og margar hverjar hinar athyglisverð-
ustu. Á meðal þeirra elztu má nefna þessar
þrjár, sem frá er skýrt í ritinu „Oriental
Records":
Á legsteini einum frá Krím stendur þetta:
„Þetta er legsteinn prestsins Buki, sonar
ísaks. Megi hann hvílast í Eden til þess
tíma, er ísrael frelsast. (Dáinn) á 702. ári
útlegðar vorrar.“ — Þessi steinn ætti því að
vera frá 1. öld e. Kr. eða því sem næst.
Á öðrum legsteini frá Krím í sama safni
standa þessi orð:
„Rabbi Móses Leví dáinn á 726. útlegðar-
ári voru.“
Á þriðja legsteininum stendur:
„Levítinn Zadok, sonur Móse, dáinn 4000
árum eftir sköpun heims, á 785. ári útlegðar
vorrar.“
Samkvæmt hinu forna tímatali Gyðinga
og ísraelsmanna yfirleitt, telja þeir tímann
frá „sköpun heims“, sem þeir svo kalla, en
tímatal þeirra byrjar þá, samkvæmt okkar
reglu um tímatal, árið 3911 fyrir Krists fæð-
ingu. Levítinn Zadok, sem devr 4000 árum
eftir „sköpun heims" ætti þá að hafa andazt
88—89 e- Kr. Þetta kernur og vel heim við
útlegðartíma ísraels, sem þarna er gefinn
upp að vera þá orðinn 785 ár, því að eins
og kunnugt er fór herleiðing ísraelsmanna
til Medíu frarn á tímabilinu frá 726—675 f.
Kr., eða nákvæmlega á þeim tírna, sem til
er vísað á legsteininum.* Þessir eldgömlu
* Herleiðingin fór fram í hópum á 40 ára
löngu tímabili. Sá hópur eða sú ætt sem Levít-
inn Zadok hefur verið af, hefur þvi samkvæmt
þessu verið flutt í útlegðina um 700 f. Kr.
legstcinar í Suður-Rússlandi, sem enginn vafi
getur leikið á að eru frá hinum fornu ísraels-
mönnum, sanna svo vel sem verða má sagn-
irnar um för ísraelsmanna frá Medíu og norð-
ur fyrir Svartaliaf, eða til Skýþíu hinnar
miklu eða köldu eins og land þetta er nefnt
í fornum norrænum og íslenzkum ritum og
sögnum.
XII.
XjÆST er rétt að athuga ofurlítið hið ein-
kennilega nafn, sem Persar nota um
þennan þjóðflokk. Þeir kalla liann Saka, eins
og áður segir. Ekki er ólíklegt að Persar hafi
gefið þeim þetta nafn af því að þeir hafa
heyrt ísraelsmenn sjálfa kalla sig því, eða
einhverju, sem svipað hefur látið í eyrum
þeirra. Það er nú svo um flest þjóðanöfn,
sem fyrir koma í fornum ritum, að þau eru
þar meira eða minna afbökuð, af því að
hinir erlendu menn heyra orðin ekki rétt,
sérstaklega ef framburður orðanna er eitthvað
sérkennilegur eða erfiður.
Ef litið er á kort það í Encyklopediu Brit-
tanicu, sem fylgir þar kaflanum um Persíu,
og sýnir hið forna Persaveldi og þjóðflokka
þá, er það byggðu, sjást þar nvrst og austast
nöfnin Sakar og Massagetar. Sannar þetta
að svo er nú almennt litið á af sagnfræðing-
um, að þessir þjóðflokkar hafi átt þarna
heima. í kaflanum urn Persíu hina fornu
segir í þessari sörnu alfræðibók að nafnið
Skýþar, sem Herodot hefur varðveitt á þjóð-
unum í Suður-Rússlandi, sé án alls efa sam-
nefirið á þjóðflokkum þeim, sem komið hafi
austan úr Túran, og að „ræningjaflokkur sá,
sem Massagetar voru nefndir, hafi tvímæla-
laust verið af þessunr þjóðflokki“. Þá segir
ennfremur á sama stað, að Iranar kalli þenn-
an þjóðflokk — Mas'sagetana — Daha, sem
þýðir „óvinir“ eða ræningjar, en Persar nefni
þá Saka og Grikkir Skýþa.
Þegar þetta er nú allt borið saman við
16 DAGRENNING