Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 37
Droplaugarson — í hinum stórmerku grein-
um sínum í tímaritinu Helgafelli: „Uppruni
íslenzkrar skáldmenntar." Vil ég benda
þeim, er þetta lesa, á að afla sér þeirra rit-
gerða og lesa þær vandlega með sérstöku
tilliti til þess máls, sem hér er flutt.
Ég tel rétt að taka hér upp í heilu lagi
þann kafla úr ritgerð Barða Guðmundsson-
ar, sem sérstaklega fjallar um „orms“-nöfnin
og uppruna þeirra.
Þar segir svo:
„Nú mun reynast hægara um vik að ræða
urn ætterni fjórða Austurlandsskáldsins,
Gríms Droplaugarsonar. Ætt hans er í Land-
námabók talin frá Þóri þiðranda, sem lík-
lega hefur heimkynni átt í Veradal í Þrænda-
lögum. Þaðan eiga þeir synir hans, Ketill
þrymur og Gaut-Atli, að hafa komið til ís-
lands. Þeir námu Lagarfljótsstrandir, og var
Grímur þriðji maður í beinum karllegg frá
Katli þrym. Ketill þrymur á tvo alnafna í
fornum sögum. Var annar þeirra Ketill
þryrnur í Njarðvík, sonarsonur hans. Um
hinn er getið í þættinum: „Hversu Noregur
byggðist", og á sá Ketill þrymur að hafa
búið í Þrurnu á Ögðum endur fyrir löngu,
því að hann er talinn fjórði rnaður frá Aust-
un'egskonunginum Nór, sem á að hafa lagt
Noreg undir sig. í sömu andrá, sem Ketils
þessa þryms er getið í ættartölunni frá Nór
konungi, er og nefndur Végarður „faðir
Veðrorms föður Vémundar gamla“. Nöfn
þessi beina huganum þegar að landnámsfrá-
sögninni um Ketil þrym, afa Gríms Drop-
laugarsonar. Þar segir: „Ketill fór utan og
var með Véþormi, syni Vémundar hins
gamla“. í Droplaugarsona sögu er nánar frá
utanlandsförinni skýrt og Véþormur nefnd-
ur þar Veðormur. í þessum ritum mæta
okkur aftur sörnu nöfnin: Ketill þrymur,
Veðrormur og Vémundur gamli. Þau eru
allt of fágæt til þess að um tilviljun geti
verið að ræða. Hvergi er getið frændsemi
milli vinanna Veðorms Vénmndarsonar og
Kctils þryrns landnámsmanns, en það má
auðsætt vera, að einhverju sinni hafa ættir
þeirra verið raktar upp til frændanna Ketils
þryms í Þrunm og Vémundar garnla Veðr-
ormssonar. Samhljóðan nafnanna í ættar-
tölunni frá Nór og frásögnunum af Katli
þiy'm sýnir, að þessu hefur verið þannig
varið.
í þættinum „Hversu Noregur byggðist"
er aðeins ein ættkvísl rakin frá Nór konungi
niður til landnámsmanna. Það er til bræðr-
anna á Akranesi, Bersasona. Lýkur henni
með Tungu-Oddi, dóttursyni Þormóðs. Þessi
undantekning er kynleg, en það' er nú svo,
að Reykhyltingar 13. aldar fóru með goðorð
Tungu-Odds, bjuggu í heimahögum hans og
voru frá honum komnir. Ættir annarra land-
námsmanna frá Nór lætur þáttarskrifarinn
sér nægja að rekja niður til Ketils þryms í
Þmnm, Vénmndar gamla, Ketils raums og
Hjörleifs konungs hins kvensama. í land-
námabók er Geirmundur heljarskinn talinn
þriðji maður í karllegg frá Hjörleifi, en Ingi-
mundur gamli annar frá Katli raum. Má nú
segja, að margt sé líkt með skyldum. Ættir
þeirra landnámsmanna, sem taldar hafa ver
ið frá Nór konungi, bera á sér óvenju skýr
einkenni austrænna menningarhátta.
Hérna höfurn við þá fimm ættbálka, sem
allir eiga að vera af sömu austnorrænu rót-
inni runnin. Menn nmnu yppta öxlum yfir
þeirri sagnfræði að tala um austnorræna rót
í sambandi við hinn ósannsögulega Nór kon-
ung. En látum okkur sjá. Frá 9. og 10. öld
eru kunn nokkur mannanöfn, sem enda á
„ommr“. Þau eru að því er E. H. Lind telur
í nafnabók sinni þessi: Hallormur, Ketil-
ormur, Ráðormur, Veðrornmr og Þórormur.
Það er fróðlegt að athuga, hvar þau koma
fyrir. Hallormur heitir tengdasonur Ingi-
mundar garnla og býr í Vatnsdal. Við Atla-
vík, heimkynni Graut-Atla, bróður Ketils
DAGRENNING 27