Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 21
og þetta land var kallað Ar-Sareth. Síðan dvöldu þeir þar lengi fram eftir.“ Vafasamt er nú hversu rnikinn trúnað má á það leggja, sem hér er sagt, en þó er aug- ljóst af þessu, að Gyðingar hafa — um 200 f. Kr., þegar Esdrasbók er talin vera skráð, — fylgzt nokkuð með þessum frændum sín- um úr Ísraelsríki. Má af þessu ráða, að ísra- elsmenn — þ. e. hinar tíu ættkvíslir — hafa yfirgefið þær stöðvar, sem þeir upphaflega voru fluttir til, og líklega hafa þeir þá sætt góðu færi, því að þeir virðast hafa farið í einum miklum leiðangri, allir saman, burtu úr Mediumanna landi og til lands þess, senr þá var kallað Ar-Sareth. Ekki er það ágreiningslaust, livar land það eða hérað hefur verið, sem Ar-Sareth er kall- að, en flest bendir til þess að það sé svæðið norðan og vestan við Svartahaf og enn í dag er þar á, sem Sareth heitir. Fleira kemur þar einnig til, sem síðar mun að vikið. Mestu sönnunina fyrir þessum þjóðflutn- ingum er þó að finna hjá Herodot, hinum mikla, gríska sagnritara, Sem uppi var skömmu eftir að þjóðflutningar þessir fóru fram. í 4. og 7. bók Herodots er sagt frá því, að á síðari helmingi 7. aldar (650—600) f. Kr., — samkvæmt tímatali liinna lydisku og medisku konungsríkja — hafi stór þjóð, sem áður bjó fyrir sunnan ána Araxes í Persíit — þ. -e. í héraðinu Aserbeisjan — fluttzt í stórhópum inn í Evrópu og sest að norðan við Svartahaf, — einmitt á svæði því, þar sem áin Sareth rennur enn í dag. Herodot kallar þessa þjóð ekki ísraelsmenn, heldur nefnir hann hana Skýþa, sem talið er að merki „ferðamenn“. Þess var nú tæpast að vænta, að nokkrum dvtti það í hug að þessi þjóð, sem almennt hlaut nafnið Skýþar í síðari tíma sögu Evrópuþjóða, væri hinir fornu ísraelsmenn. Enda fór það svo, að engum datt það í hug í um það bil 2500 ár. Árið 1846 tókst hinum heimsfræga forn- leifafræðingi Breta, Sir Ilenn' Rawlinson, að lesa úr rúnaristununr á Behistun-klcttin- um í Persíu. Á þeim kletti eru rúnaristur á þrem málurn: Babylonisku, forn-persnesku og súsisku: Darius rnikli Persakonungur lét höggva þær í klettinn árið 514 f. Kr. og segir þar m. a. frá þjóð einni, senr Persar áttu í höggi við og nefnd er Sakar. Þetta er stór þjóð að því er virðist, ákafiega herská og harðfeng. Á Behistunklettinum er þessi þjóð, sem kölluð er Sakar í persneska textanum, kölluð Ghirnri í babvloniska textanum. En nú er það vitað frá óyggjandi fornum heim- ildum, að Babyloníumenn kölluðu ísraels- menn — hinar tíu ættkvíslir — einmitt þessu nafni, — Gimri — meðan þeir dvöldu í út- legðinni í Assyríuríki. Af þessu er ljóst, að Gimrar og Sakar eru sarna þjóðin — þ. e. ísraelsmenn hinir fornu. Auk þess segja grísk fornrit/að Skýþar séu sarna þjóðin og Persar kalla Saka. Er þá augljóst, að Skýþar, Sakar og Ghimrar eru nöfn á einni og sömu þjóð — þ. e. hinum fornu ísraelsmönnum. Það styður enn þessa skoðun, að einmitt á þeim tíma, sem þjóðflutningar Skýþaþjóðarinnar fóru fram — frá 650—600 — stóð upplausn Assyríuríkis sem hæst. Dr. Lewellyn Thomas, enskur sagnfræð- ingur, kemst svo að orði urn þessa þjóðflutn- inga: „Þessir þjóðflutningar til Evrópu áttu sér stað urn það levti, sem liið mikla Assyríu- ríki var á fallanda fæti fyrir hinu nýja heirns- veldi Babylonar. ísrael greip hið hentuga tækifæri til undankomu inn í Evrópu." Að lokum skal á eitt atriði drepið enn, sem er mjög athyglisvert í þessu sambandi og sem styður verulega þá tilgátu, að þjóðir þær, sem bjuggu norðan og vestan Svarta- hafs á öldunum næstu fyrir og eftir Krists- fæðingu, hafi verið hinir fornu ísraelsmenn. Rússneskir fornleifafræðingar hafa fundið og rannsakað fjölda legsteina og gamalla DAGRENNING 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.