Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 35
Hvers vegna setur Snorri þessa fjóra stór- höfðingja í samband við landvættirnar? Er það gert til þess að miða þessa sendiför Haralds Gormssonar við einhvern ákveðinn tíma? Ilefði þá ekki verið nóg að nefna ein- livcrn þeirra, t. d. Þórð gelli eða Þórodd goða, sem báðir voru mjög kunnir menn á Suður- og Vesturlandi? Ég tel að sú sé ekki ástæðan fyrir því, að þessir höfðingjar eru þarna nefndir. Konráð Maurer minnist á þetta í neðanmálsgrein í bók sinni „Upphaf allsherjaríkis á íslandi“. Þar segir: „Þá má nú sjá á þessari lýsingu, livernig menn hafa ætlað að fyíg/ur og verndar- guðir voldugra höfðing/a verði landið og sveit annarra vætta með þeim.“ Keniur hcr greinilega fram að Maurer telur landvættirnar vera „fvlgjur og verndarguði voldugra höfðingja“ og þá liggur auðvitað beint við að ætía að einmitt þessar verur, sem nefndar eru, — risinn, ormurinn, nautið og fuglinn — hafi á þeim tíma verið taldar vera ættarfylgjur þessara sérstöku höfðingja, sem Snorri telur upp í lok sögunnar. Er þessi tilgáta Maurers vafalaust alveg rétt. En þá verður næst fyrir liendi að athuga ætt og uppruna þessara höfðingja. Ey/bJfur Valgerðarson var afkomandi Helga magra. Hann var faðir Guðmundar ríka á Möðruvöllum og Einars Þveræings, sem mikið korna við sögu hér á söguöld- inni. Athyglisvert er það, að Evjólfur skuli vera kenndur við móður sína, þótt föðurætt lians sé ein hin göfugasta allra landnáms- ættanna. Eyjólfur var sonur Einars Auðuns- sonar rotins, hins göfugasta manns, en Auð- unn hafði átta Ilelgú Helgadóttur hins magra. Var Helgi magri, svo sem kunnugt er, sonur Eyvindar austmanns og Raföttu Kjarvalsdóttur Irakonungs. Var ætt Eyvind- ar austmanns öll austan úr Svíaríki, svo sem síðar verður nánar getið. Móðurætt Eyjólfs, sem hann er við kenndur, er í Njáls sögu rakin þannig: „Móðir Eyjólfs, föður Guð- mundar (ríka), var Valgerður Runólfsdóttir. Móðir Valgerðar hét Vilborg. Hennar móðir var Jórunn hin óborna, dóttir Ósvalds kon- ungs hins JieJga. Móðir Jórunnar var Bera dóttir /átmundar konungs hins helga.“ Er Eyjólfur Valgerðarson þannig 5. maður frá Játmundi heilaga Englakonungi, er síðar varð verndardýrlingur brezku konungsættar- innar. Eyjólfur Valgerðarson er því í aðra ættina kominn af höfðingjum í Suður-Sví- þjóð, en í liina af Englandskonungum. Hann er jDannig tvímælalaust af saxnesku kyni í móðurætt. Þóroddur goði bjó á Hjalla í Ölfusi. Hann var faðir Skafta lögsögumanns. „Þeir voru höfðingjar miklir fegðar og lögmenn miklir,“ segir í Njáls sögu. Þóroddur var í móðurætt kominn af Ölvi barnakarli, en um hann segir Landnáma: „Ölver barnakarl hét maður ágætur í Noregi; hann var víkingur mikill; hann lét eigi henda börn á spjótsoddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barna- karl kallaður.“ Þormóður skafti, afi Þórodds goða, var kvæntur Helgu dóttur Þrándar mjögsiglanda, en þeir Þrándur mjögsiglandi og Eyvindur austmaður voru hálfbræður. Voru báðir ætt- aðir austan úr Svíaríki. Eru Jreir Eyjólfur Valgerðarson og Þóroddur goði þess vegna náskyldir og ættaðir af sömu slóðum úr Svía- ríki. Þórður gelíir var sonur Þorsteins rauða. En Þorsteinn sá var sonur Ólafs hins hvíta og Auðar djúpúðgu. Þorsteinn rauði varð kon- ungur yfir miklum hluta Skotlands, að sögn Landnámu, en „Skotar sviku hann ok féll hann þar í orrostu,“ segir þar. Þotsteinn rauði kvæntist í Suðurevjum Þuríði, dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga magra. „Þau áttu mörg börn,“ segir Landnáma og nefnir til sex dætur, en aðeins einn son, DAGRENNING 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.