Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 51

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 51
vakna þjóðernishreyfing, sem ennþá beinist mestmegnis gegn Rússum, sem nú ógna Kína á margan hátt, m. a. með þrásetu sinni í Mansjúríu. Ekki hefur það heldur aukið vin- sældir Rússa þar, að þeir hafa nýlega látið Ytri-Mongolíu — stóran hluta Kínaveldis — segja að fullu skilið við Kína og raunveru- lega innlimað hana í Sovietríkin. Þó er ástandið kannske lwað ískyggilegast við botn Miðjarðarhafsins. Deilan í Persíu milli Rússa og Persa um yfirráð í Aserbeisjan o. fl. er líkleg til þess að geta orðið upphaf mikilla tíðinda, þó að þau frestist eitthvað að þessu sinni. Egyptar heimta Breta þegar í stað úr Egyptalandi og keniur þar daglega til óeirða og blóðsúthellinga. Ástandið í Palestínu eða Gyðingalandi er slíkt, að ekki verður glögg- lega séð gegn hvorum hatur Gyðinga beinist frekar, Bretum eða Aröburn, og má segja, að algert hernaðarástand ríki á þeim slóðum. Arabaríkin treysta betur og betur sarntök sín og rnunu herbúast á laun af fullum krafti og hafa náið samband við Múliameðs- trúarmenn í Indlandi, sem eru mjög fjöl- mennir. Foringi Múhameðstrúarmanna í Indlandi liefur nýlega lýst því yfir, að Múhameðstrú- armenn slaki í engu á þeirri kröfu sinni, að í Indlandi verði stofnað sérstakt ríki Múhameðstrúarmanna — Pakhistan —. Það skuli kosta borgarastyrjöld i Indlandi, verði það ekki gert. Bretar hafa sent þrjá ráðherra þangað austur til að reyna að leysa Indlands- málið. Þegar þeir fóru af stað birtu erki- biskupinn af Kantaraborg og 9 aðrir biskup- ar áskorun til þjóðarinnar um að biðja til Guðs fyrir því að réttlátt samkomulag náist í Indlandsdeilunni. Það mun sýnilega ekki veita af því. Er það að vonum, að mörgum finnst ískyggilega horfa nú um friðinn í heirnin- um og þó er ekki ennþá liðið nema tæpt eitt ár síðan „seinni heimsstyrjöldinni“, sem svo er kölluð, lauk, með miklum hátíða- höldum og fagnaðarlátum. II. ÍHNGUM þeim, sem reynt hefur að kynna ■*“' sér sambandið á rnilli spádóma Biblí- unnar og Pýramidans rnikla annars vegar, og viðburðanna í stjórnmálum, fjármálum og félagsmálum yfirstandandi tírna hins veg- ar, kemur á óvart það ástand, sem nú er að skapast, og sem á eftir að leiða til hinna óumflýjanlegu lokaárekstra rnilli allra megin- landsþjóða Asíu og Evrópu annars vegar, undir forustu Rússa, og hins engilsaxneska og norræna kynstofns hins vegar, undir for- ustu Bandaríkjanna. Báðar þær heimssty'rjaldir, sem við nú höfum lifað ásarnt öllum þeim drepsóttum, hungursneyðum, byltingum og fjárkreppum, sem þeim hafa fylgt, og eiga eftir að fylgja, nú í ár —' 1946 — og næsta ár —■ 1947 —, eru aðeins þættir úr hinni rniklu heimsbylt- ingu, sem hófst 1914, og enn stendur yfir og endar ekki að fullu fyrr en 1953—1954, cða eftir að hún hefur staðið yfir í 40 ár. Af þessu tímabili eru enn eftir 8 ár, og á því tímabili fer fram stórkostlegasti og álirifamesti þáttur þessarar alheimsbyltingar. Á einum stað í mánaðarriti sínu árið 1945, segir Adam Rutherford svo um þessi næstu 8 ár: ,í málefnum heimsins munu gerast miklir atburðir á næstu 8 árum — 1945 til 1953 — og bendir Pýramidinn mikli á, að það tímabil muni verða byltinga- samt mjög. Meðal byltinga-atburða þess verður gjöreyðing páfavaldsins (l'he Vati- can) og mun hún nær en flesta grunar.“ Allir, sem við þessi mál fást, vita einnig að það vald, sem stendur á bak við alla byltingaratburði þessa tímabils, er eða verður höfðinginn yfir „Rós, Mesek og Tubal“, eða DAGRENNING 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.