Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 51
vakna þjóðernishreyfing, sem ennþá beinist
mestmegnis gegn Rússum, sem nú ógna Kína
á margan hátt, m. a. með þrásetu sinni í
Mansjúríu. Ekki hefur það heldur aukið vin-
sældir Rússa þar, að þeir hafa nýlega látið
Ytri-Mongolíu — stóran hluta Kínaveldis —
segja að fullu skilið við Kína og raunveru-
lega innlimað hana í Sovietríkin.
Þó er ástandið kannske lwað ískyggilegast
við botn Miðjarðarhafsins. Deilan í Persíu
milli Rússa og Persa um yfirráð í Aserbeisjan
o. fl. er líkleg til þess að geta orðið upphaf
mikilla tíðinda, þó að þau frestist eitthvað
að þessu sinni.
Egyptar heimta Breta þegar í stað úr
Egyptalandi og keniur þar daglega til óeirða
og blóðsúthellinga. Ástandið í Palestínu eða
Gyðingalandi er slíkt, að ekki verður glögg-
lega séð gegn hvorum hatur Gyðinga beinist
frekar, Bretum eða Aröburn, og má segja,
að algert hernaðarástand ríki á þeim slóðum.
Arabaríkin treysta betur og betur sarntök
sín og rnunu herbúast á laun af fullum
krafti og hafa náið samband við Múliameðs-
trúarmenn í Indlandi, sem eru mjög fjöl-
mennir.
Foringi Múhameðstrúarmanna í Indlandi
liefur nýlega lýst því yfir, að Múhameðstrú-
armenn slaki í engu á þeirri kröfu sinni,
að í Indlandi verði stofnað sérstakt ríki
Múhameðstrúarmanna — Pakhistan —. Það
skuli kosta borgarastyrjöld i Indlandi, verði
það ekki gert. Bretar hafa sent þrjá ráðherra
þangað austur til að reyna að leysa Indlands-
málið. Þegar þeir fóru af stað birtu erki-
biskupinn af Kantaraborg og 9 aðrir biskup-
ar áskorun til þjóðarinnar um að biðja til
Guðs fyrir því að réttlátt samkomulag náist
í Indlandsdeilunni. Það mun sýnilega ekki
veita af því.
Er það að vonum, að mörgum finnst
ískyggilega horfa nú um friðinn í heirnin-
um og þó er ekki ennþá liðið nema tæpt
eitt ár síðan „seinni heimsstyrjöldinni“, sem
svo er kölluð, lauk, með miklum hátíða-
höldum og fagnaðarlátum.
II.
ÍHNGUM þeim, sem reynt hefur að kynna
■*“' sér sambandið á rnilli spádóma Biblí-
unnar og Pýramidans rnikla annars vegar,
og viðburðanna í stjórnmálum, fjármálum
og félagsmálum yfirstandandi tírna hins veg-
ar, kemur á óvart það ástand, sem nú er að
skapast, og sem á eftir að leiða til hinna
óumflýjanlegu lokaárekstra rnilli allra megin-
landsþjóða Asíu og Evrópu annars vegar,
undir forustu Rússa, og hins engilsaxneska
og norræna kynstofns hins vegar, undir for-
ustu Bandaríkjanna.
Báðar þær heimssty'rjaldir, sem við nú
höfum lifað ásarnt öllum þeim drepsóttum,
hungursneyðum, byltingum og fjárkreppum,
sem þeim hafa fylgt, og eiga eftir að fylgja,
nú í ár —' 1946 — og næsta ár —■ 1947 —,
eru aðeins þættir úr hinni rniklu heimsbylt-
ingu, sem hófst 1914, og enn stendur yfir
og endar ekki að fullu fyrr en 1953—1954,
cða eftir að hún hefur staðið yfir í 40 ár.
Af þessu tímabili eru enn eftir 8 ár, og á
því tímabili fer fram stórkostlegasti og
álirifamesti þáttur þessarar alheimsbyltingar.
Á einum stað í mánaðarriti sínu árið 1945,
segir Adam Rutherford svo um þessi næstu
8 ár:
,í málefnum heimsins munu gerast
miklir atburðir á næstu 8 árum — 1945
til 1953 — og bendir Pýramidinn mikli
á, að það tímabil muni verða byltinga-
samt mjög. Meðal byltinga-atburða þess
verður gjöreyðing páfavaldsins (l'he Vati-
can) og mun hún nær en flesta grunar.“
Allir, sem við þessi mál fást, vita einnig
að það vald, sem stendur á bak við alla
byltingaratburði þessa tímabils, er eða verður
höfðinginn yfir „Rós, Mesek og Tubal“, eða
DAGRENNING 41