Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 15
3- Hjá Snorra er hinn gríðarstóri fljúgandi fugl (Snorri kallar það hvorki örn né gamm) að norðanverðu — í Eyjafirði — og ver norðurlandið. Hjá ísraelsmönnum er merki Dans — fljúgandi örn — að norðanverðu og hlutverk lians er að verja herbúðirnar ’allri hættu úr norðurátt. 4. Hjá Snorra er „dreki“ fyrir Austurlandi — í Vopnafirði — og á liann að vernda það sérstaklega, en hjá ísraelsmönnum er rnerki Júdaættkvíslar — ljónið — að austan og hlutverk Júda hersveita að verj- ast hættunni úr austri, en auk þess var það merki borið í fylkingarbrjósti, þegar lagt var til orustu. Eins og menn sjá af þessu er það svo, að merki Rúbens — maðurinn —, merki Efraims — nautið —, og rnerki Dans — fljúg- andi fugl —, korna öll fyrir í landvættasögu Snorra og þau eru þar nákvæmlega í sörnu röð og rnerki þessara ættkvísla eru talin í Biblíunni. Hið eina, sem skilur, er það, að í stað ljónsmerkisins — merkis Júdaættkvísl- arinnar — er kominn „dreki“ hjá Snorra. Ef þetta frávik væri ekki, mundi enginn efast um að það væri sarna sagan, sem um væri að ræða hjá Snorra of í Biblíunni. En einmitt þetta frávik, að „drekinn" kemur í stað ljónsins", er fyrir mér það athyglisverð- asta við þessa landvættasögu okkar og það, sem gerir hana stórmerkilega í mínum aug- um. VII. AÐ er rétt að revna að gera sér grein fyrir því þegar í stað, hvers konar „dreki“ það er, sem Snorri talar um í sögu sinni í Heimskringlu. Óbreytt orð Snorra eru þessi: „Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðíur og blésu eitri á hann“ — þ. e. hvalinn. — Af þessu er þegar ljóst, að það er ekki fljúg- andi dreki, sem átt er við, heldur skríðandi dreki. Sést þetta bezt af því að allt, sem honuin fylgir, eru skriðdýr — „ormar, pödd- ur og eðlur“. — „Dreki“ þýddi líka til forna sama og orrnur og er ormur upprunalegra í norrænum málum að því er virðist. Orðið „dreki“ mun vera komið úr grísku og þýðir þar einnig slanga eða orrnur. Gleggst kemur drekanafnið og merking þess fram í skipaheitunum fornu. Herskip fornmanna voru oft nefnd „drekar“ og var „haus og hali“ — þ. e. bæði stefni skipsins, — útskornir. Oft eru skip beinlínis skírð ormsnafni, eins og sést t. d. á heitinu á hinu mikla skipi Ólafs Tryggvasonar, „Ormurinn langi“, og öðru kunnu skipsheiti úr fornöld, „Ormurinn skammi". Alfræðiorðabækur segja hiklaust, að „ormur“ sé eldra nafn á norrænum skipum en „dreki“. Það, sem þó tekur af öll tvímæli um það, að „drelcinn" hjá Snorra er „ormur“, er það, að hann og allt hans fylgdarlið spýr eitri. Hér er augsýnilega á ferðinni citurormur mikill, með öllu fylgdarliði sínu. Þetta er nú býsna athyglisvert, þegar þess er gætt, að slík dýr eru ekki og hafa aldrei verið til á íslandi. Um það hlýtur Snorra að hafa verið vel kunnugt. Má af þessu bezt s/á, að sagan ei aðkomin og upphafíega til orðin í lönd- um, þar sem menn þekkja vel til „eitraðra orma“ eða eiturslangna. Frásögn Snorra ber það því ótvírætt nreð sér, að „drekinn“, sem þar er sagt frá, er gríðarinikill eiturormur, sem skríður á kviðnum, en flýgur ekki, og er því flugdrekinn á skjaldarmerki okkar ekki rétt mynd af „drekanum“ í sögu Snorra. Hefur sú breyting orðið síðar að gera orm- inn að flugdreka, eða eftir að landvætta- sagan varð þjóðsaga alveg eins og fuglinn mikli, sem Snorri talar um, verður að „gammi“ í þjóðsögunni. Ég get ekki stillt mig um að benda á það hér, þó að það komi þessu efni ekki beint við, að þessi „dreki“ DAGRENNING 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.