Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 36
Ólaf feilan, föður Þórðar gellis. Eftir að Þor- steinn konungur var veginn, flýði Auður djúpúðga, móðir hans, burt úr Skotlandi og með henni Ólafur feilan. Fór hún fyrst til Orkneyja, þá til Færeyja og loks til íslands og nam land við Breiðafjörð. Þar fæddist Þórður gellir, sonur Ólafs feilans, er varð einn merkasti höfðingi sögualdarinnar. Móðurætt Þórðar gellis er og mjög merk. Ólafur feilan átti Álfdísi hina bareysku, dótt- ur Konáls Steinmóðarsonar, en sá Steinmóð- ur var sonur Ölvis barnakarls. Sést af þessu að þessir þrír höfðingjar, sem nú eru nefndir, Eyjólfur Valgerðarson, Þóroddur goði og Þórður gellir eru allir ná- frændur og allir afkomendur Bjöms Hrólfs- sonar frá Ám á Gautlandi, en sá Bjöm átti Hlíf Ingjaldsdóttur Fróða sonar konungs í Danmörku. Voru þeir Fyjólfur Valgerðarson og Þórður gellir afkomendur Evvindar aust- manns, en Þóroddur goði kominn frá Þrándi mjögsiglanda, bróður Fyvindar, eins og hér er rakið, samkvæmt ættartölum Landnámu og Njáls sögu. Þessir þrír höfðingjar eiga ættir sínar upphaflega í Suður-Svíþjóð og á Bretlandseyjum, en eins og svnt var fram á áður, var það einmitt á þeim sldðum, sem afkomendur hinna fornu fsraeísmanna sett- ust að. Það er og athvglisvert, að einmitt landvættir þær, sem við þessa höfðingja eru tengdar, risinn, sem virðist vera tengdur Þór- oddi goða, fuglinn, sem virðist tengdur Fyjólfi Valgerðarsyni, og nautið, sem virðist tengt Þórði gelli, eru nákvæmlega sömu ver- umar eða merkin og í Biblíunni greinir frá. Viðurnefni Þórðai, „gcllir", sem merkir naut eða griðungur, talar og sínu máli í þessu sambandi. Er ekki að efa, að ætt lians hefur talið nautsmerkið sér nátengt og nantið ætt- arfylgju sína. í landvættasögu sinni orðar Snorri það þannig, er hann segir frá heim- sókn hvalsins á Breiðafjörð: „Þar fór móti honum griðungur mikill ok óð á sæinn út og tók at geíía ógur- liga.“ Er ekki að efa, að með þessu orðalagi vill Snorri minna á sambandið milli Þórðar gellis og landvættarinnar við Breiðafjörð. Brodd-Helgi úr Vopnafirði, sá sem er full- trúi „drekans“ eða ormsins í sögu Snorra, kemur þá að lokum til athugunar. Brodd- Helgi var sonur Þorgils sonar Þorsteins hvíta landnámsmanns, en afi Þorsteins livíta var Öxna-Þórir, sem talinn er verið hafa bróðir Ölvis barnakarls. Er þetta sama ættin ogstend- ur í annan legg að Þóroddi goði í Ölfusi og Þórði gelli. En móðurætt Brodd-Helga er enn athyglisverðari með tilliti til þeirrar tilgátu, sem verið er að reyna að færa nokkrar líkur að í þessari ritsmíð. Móðir Brodd-Helga var Ásvör Þórisdóttir úr Atlavík við Lagarfljót, en Þórir var sonur Gaut-Atla landnáms- manns, er nam syðri strönd Lagarfljóts og bjó í Atlavík. Gegnt honum við fljótið nam land Ketill þrymur, bróðir hans, og bjó á Arnheiðarstöðum. Bræður þessir voru synir Þóris þiðranda í Veradal í Noregi. Drop- laugarsona-saga segir frá þessum bræðrum. Þar segir, að þeir „váru fémenn miklir; fóru jafnan til annara landa með kaupeyri ok gerðust stórríkir." Frá einni ferð þeirra segir Droplaugarsona saga á þessa leið: „Þeir váru úti lengi ok tóku Konunga- hellu um haustit og settu þar upp skip sitt; en síðan keypti hann (þ. e. Ketill þrymur) sér hesta ok reið austr í Jamta- land við tólfta mann til þess manns, er Veðormr hét. Hann var höfðingi mikill, en vinátta góð va'r með þeim Katli. Veð- ormr var llögnvaldsson, Ketils sonar ' raums. Veðormr átti þrjá bræðr; hét einn Grímr, annar Guttormr, þriði Ormarr.“ Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður hef- ur tekið þessa grein af ætt Brodd-Helga til rækilegrar athugunar — í sambandi við Grím 26 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.