Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 23
það, sem áður var sagt, virðist lítill vafi á því leika, að þarna er um að ræða hina görnlu ísraelsmenn, undir nýju naíni. Auðvitað hafa þeir týnt ýmsu af hinni fornu menn- menningu sinni og trú sinni á Jahve hafa þeir að mestu gleymt. Henni voru þeir nú raunar búnir að týna að mestu áður en þeir voru fluttir á brott úr Israelsríki, ef marka má lýsingu þá, sem gefin er á atferli þeirra í II. Konungabókinni. Þar segir: „Þeir (þ. e. ísraelsmenn) yfirgáfu öll boð Jahve, Guðs sins, og gjörðu sér steypt líkneski, tvo kálfa, og þeir gjörðu asérur, féllu fram fyrir öllum himinsins her og dýrkuðu Baal. Þeir létu sonu sína og dætur ganga gegnurn eldinn, fóru með galdur og fjölkyngi og ofurseldu sig til að gjöra það, sem illt var í augum Jahve, til að egna hann til reiði. Þá reiddist Jahve ísrael ákaflega og rak þá burt frá aug- liti sínu, ekkert varð eftir nema Júdaættkvísl ein.“ En hvernig stendur þá á þessu nýja nafni þeirra, nafninu Sakar, sem Persar nota urn þá á þessum tímum? Til svars þeirri spurningu tel ég réttast að taka hér upp orðréttan kafla úr fyrsta kapí- tula hins mikla rits Adams Rutherfords, „Israel-Britain“, Jrar sem um þetta efni er rætt. Þar farast Rutherford svo orð: „Ymsar kvíslir hinnar miklu Skýþa- þjóðar höfðu sérstök nöfn, — jafnvel áður en Skýþar komu til Evrópu. Það er at- hugandi, að sumir fornir rithöfundar nota Skýþa-heitið aðeins um þá, sem bjuggu nálægt Svartahafi og liéldu nafninu í margar aldir, en aðrir sagnritarar nota nafnið almennt um alla þá þjóðflokka, sem kornnir voru af hinum upprunalegu Skýþum, en höfðu sérstök nöfn (önnur), svo sem Massagetar, Þursagetar, Getar, Brettar o. fl. En ein kvíslin hélt hinu upphaflega nafni Sakar, sem þýðir „synir ísaks". Á hebresku er í-ið í ísak borið mjög veikt og ógreinilega fram, þess vegna slepptu ýmsar erlendar þjóðir í- inu, sem var áherzlulaust, þegar þær báru frarn nafnið „Isak“, svo að það varð „Sak“. Latneska nafnið á ísakssonum varð því Sakæ, en Persar kölluðu Saka ekki aðeins Saka sjálfa, heldur alla þjóð- flokka Skýþa.“ Og enn segir sami höfundur: „Hinn nafnkunni Ptolemeus kallar suma Saka „Saxones" og frægasti sagn- ritari hinna fornu Engilsaxa, Sharon Turner, segir svo: „Saxar voru Skýþaþjóð og voru kall- aðir Saca, Sacki, Sachsen." Sagnaritarinn Albínus segir: „Saxar voru komnir af hin- um fornu Sökunr og voru, er frarn liðu stundir, nefndir Saxar.“ Seinna, þegar Sakar fluttust lengra norðvestur í Evrópu, voru þeir venjulega kallaðir „Saxonar" eða Saxar. Hin garnla engilsaxneska rót „sun“ er „son“ á nýensku og Saksun er því blátt áfrarn stytting úr ísaks-son, því að framburðurinn er hér um bil eins.“ í sambandi við þessa skýringu á orðinu Sakar eða Saxar verður manni á að rifja upp eitt af mörgum fyrirheitum Gamlatestament- isins, sem kemur svo einkennilega vel heirn við þessa uppgötvun sagnfræðinganna. í 21. kap. í. Mósabókar er sagt frá því, þegar Drottinn talar til Abrahams út af brottrekstri Hagar og ísmaels, sonar hennar. Þar stendur þetta: „Þá sagði Guð við Abra- ham: Lát þig ekki taka sárt til sveinsins og ambáttar þinnar, hlýð þú Söru í öllu því, er hún segir þér, því að afkomendur ísaks einÍT munu verða taldir nið/'ar þínii.“ í ensku og sænsku Biblíunni er síðasta málsgreinin dálítið öðru vísi þvdd en í ís- lenzku Biblíunni og er sú þýðing að líkind- um réttari. í sænsku Biblíunni stendur: „ty genom Isak er det som sed skal uppkallas efter dig“. í ensku Biblíunni stendur: „for DAGRENNING 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.