Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 14
skulu þeir tjalda gegnt samfundatjaldinu hringinn í kring.“ Er af þessu ljóst, að sérhver hinna 12 ætt- kvísla ísraelsmanna liefur átt sitt sérstaka ættarmerki. Ættkvíslir ísraels voru 12, eins og kunnugt er, og var þeim samkvæmt boði Móse raðað þannig upp á leið þeirra frá Egyptalandi, að þær mynduðu ferhyming, en inni í fcrhyrningnum var tjaldbúðin. Ættkvíslunum var skipt þannig niður, að þrjár voru að norðan, þrjár að austan, þrjár að sunnan og þrjár að vestan. Þegar nánar er að gætt sést, að þó að hver ættkvísl eigi að tjalda hjá sínu merki, eru hverjar þrjár ættkvíslir sarnan um eitt aðalmerki, sem reist er fyrir franran „kanrp“ eða herbúðir hverra þeirra þriggja ættkvísla, sem saman eiga að vera. Biblían segir frá þessu á þenn- an veg: „Að austanverðu, gegnt upprás sólar, (skal vera) merki Júda eftir hersveitum þeirra“. Var Júdaættkvíslin í niiðju, en sitt til hvorrar handar voru ættkvíslir íssakars og Sebúlons. Þessar þrjár ættkvíslir voru saman í austur-herbúðunum og áttu þær allar að fylkja sér um merki Júda-ætt- kvíslar. „Að sunnanverðu skal nrerki Rúbens herbúða vera“, segir því næst, og með honum voru í herbúðum Símons og Gads ættkvíslir. „Að vestanverðu skal merki Efraims herbúða vera eftir hersveitum þcirra,“ segir þar næst, og að vestanverðu voru með honum Benjamíns og Manasse ættkvíslir, en merki Efraims blakti yfir Jreim herbúðum. „Að norðanverðu skal merki Dans her- búða vera,“ segir að lokum og með hon- um voru í herbúðum ættkvíslir Assers og Naftali. Af þessari upptalningu sést að ísraelsmenn hafa haft fjögur aðal hermerki, er þcir fylktu liði sínu undir, og þessi hermerki voru merki fjögra aðal ættkvíslanna: Rúbens, Efraims, Dans og Júda. Biblían segir ekki berum orð- um neins staðar hver voru tákn eða merki hverrar ættkvíslar, en arfsagnir Gyðinga taka Jrar af öll tvímæli. 1 hinni ágætu bók dr. Edersheims prófessors, „Bibelhistorie“, I. bindi, er sagt greinilega frá skipun herbúð- anna hjá ísraelsmönnum og hver hin fjögur aðalhermerki ísraelsmanna voru samkvæmt arfsögn Gyðinga, en sjálfur var dr. Eders- heim stórlærður, kristinn Gyðingur. Sam- kvænrt frásögn lians voru hin fjögur aðal- hermerki þcssi: Að austan var merki Júda ættkvíslar, en það var ljónsmynd á Ijósrauð- um grunni. Að suniian var merki Rúbens, en það var maniisliöfuð á dökkrauðum grunni. Að vestan var Efraims merki, en það var nautsliöfuð á Ijósbláum grunni, og að norðan var Dans merki, en það var fl/úgandi örn á ljósgulum grunni. Hér koma þá enn á ný öll sömu merkin og hjá Esekiel og í Opinberunarbókinni og hér eru auk þess tekin af öll tvímæli um það, hvernig þeim er raðað upp. Ef við nú berum þetta saman við land- vættasögu okkar í Heimskringlu, þá sést: 1. Að hjá Snorra er „risinn“, sem auðvitað er ekki annað en stór maður, að sunnan- verðu — á Vikarskeiði — og verndar Suðurlandið. Hjá ísraelsmönnum var merki Rúbens — mannsmerkið — einnig að sunnanverðu og hlutverk hersveita hans var að vernda suðurarm herbúð- anna. 2. Hjá Snorra er „nautið“ eða griðungurinn að vestanveiðu — á Breiðafirði — og verndar sérstaklega vesturlandið. Hjá Israelsmönnum var merki Efraims — nautsmerkið — einnig að vestanverðu og hersveitir lians liöfðu það hlutverk að vernda herbúðirnar að vestanverðu. 8 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.