Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 30
þjóð, sem kallar sig Dani. Hún stofnsetur
þar ríki og lýkur með því að leggja undir
sig allt Jótland og alla Suður-Svíþjóð. Á Jót-
landi bjuggu þá fyrir Jótar nyrst og Frísar
sunnar og stöktu Danir hvorum tveggja að
mestu í burt, er stundir liðu og fóru Jótar
yfir til Bretlandseyja og Frísar til Hollands.
Virðist svo sem Danir og Frísar liafi verið
frændur og fylgzt eitthvað að á ferðurn sín-
um. Við Dansigflóann er lón mikið, sem
nefnist Frisahóp eða Frísa-lón, og vitað er
með fullri vissu, að Frísar bjuggu á lands-
svæði Jdví, sem var vestan og sunnan Jót-
landsskaga og á eyjunum þar út af, sem enn
í dag heita Frísaevjar.
Af Frísum eru Hollendingar konmir og
eru þeir því náfrændur Dana og annarra nor-
rænna þ>jóða.
Dans nafnið er enn í dag tengt við Dan-
rnörku, og eru Danir sú þjóðin á Norður-
löndurn, sem í árdaga okkar nýrri sögu ber
höfuð og herðar yfir allar aðrar þjóðir á
Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Virðist
mér margt benda til þess að Danir þeir, sem
lögðu undir sig Jótland og eyjarnar í sund-
inu milli Jótlands og Svíþjóðar, séu hin
gamla Dans-ættkvísl, er áður hjó í Dacíu eða
Daníu — suður við Dóná, enda fær Dan-
mörk í fyrstu nákvæmlega sama nafnið
meðal rómverskra þjóða, þegar hún kemur
þar fyrst við sögur, og er kölluð Dacía. Geta
menn sannfært sig um að þetta sé rétt
með þ>ví að fletta upp í alfræðiorðabók Dana
sjálfra, Salmonsens Lexikon, orðinu Dacía.
Þessi skoðun styðst við umrnæli rnargra
fornra sagnfræðinga, sem ekki verða rakin
hér að neinu ráði að þessu sinni. Þó skal
á J>að bent, að í hinu forna sagnriti „Vetus
Chronicon IIolsatiæ“ (bls. 54) er beinlínis
sagt að Danir þeir, sem byggðu Danmörku,
hafi verið af Dans-ættkvísl ísraelsmanna. (A.
Ruth.: Israel-Britain, bls. 41.)
Verður þetta nú ekki lengra rakið að sinni,
en hér skal á það rninnt, að í 49. kap. í 1.
Mósebók, þar sem tilfærð eru blessunarorð
Jakobs vfir hvern einn af sonum hans áður
cn hann andast, segir svo um Dan: „Dan
mun rétta hluta þjóðar sinnar sem hver öiin-
ur ísraels ættkvísl. Verði Dan liöggormur á
veginum og naðra í götunni." För Dans
gegnurn Evrópu hefur alveg sérstaklega líkzt
leið höggormsins, þar sem hann hefur farið
í ótal krókum og hlykkjum yfir landið frá
einu hafinu til annars, en þó jafnan skilið
far eftir sig — þ. e. nafn ættföður síns á
sundunr, ám, borgum og löndum. En Dans-
ættkvíslin hefur og að öðru levti verið „högg-
ormur á veginum". Hún hefur flutt orms-
merkið — drekamerkið — til Evrópuþjóða,
því að óhætt er að fullyrða, að þaðan er
það komið fvrst og fremst, enda kemur það
fyrst frarn hér á Norðurlöndum á víkinga-
skipum þeim, senr Danir og Norðmenn nota
á víkingaferðum sínum, og til Rómverja er
það komið frá Dakíum — forfeðrum Dana
— eins og áður er sagt.
XVII.
ÉR að frarnan hefur nú verið rakið
nokkuð, hvernig þeir menn hugsa sér
að verið hafi í aðaldráttum för ísraelsmanna
frá heimkynnum þeirra í Egyptalandi og Pale-
stínu og til landa þeirra í Evrópu, sem afkorn-
endur ísraelsmanna nú byggja. Er þó samt
sem áður ennþá eftir að finna hið beina sam-
band, ef það er til, milli sjálfrar sögunnar
um landvættirnar og þessa fólks. Verður nú
hér að lokunr vikið að því atriði.
Þegar Snorri Sturluson hefur skrásett sög-
una um för hvalsins og móttöku landvætt-
anna, bætir hann við:
„Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólf-
ur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir
í Breiðafirði og Þóroddur goði í Ölfusi."
Nú mundi margur vafalaust freistast til
að varpa frarn þessari spurningu:
24 DAGRENNING