Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 20
Þá er þarna ennfremur sagt, að þeirn hafi
verið fenginn bústaður í Hala, sem þá ætti
að vera borg eða hérað í Medíu. Við það
nafn er eftirfarandi athugasemd í biblíu-
þýðingu hins stórlærða brezka Biblíufræð-
ings Ferrar Fentons:
„Khalakh er hérað það, sem nú er
nefnt Aserbeisjan í Persíu og er merking-
in í orðinu „land eldanna“. Um þetta
hérað rennur enn í dag á, sem Gosan
nefnist, og fellur hún út í Kaspíahafið
norð-vcstanvert á svæði því, sem nú til-
lieyrir Rússurn og telst til borgarinnar
Baku.“
Urn það verður því tæpast lengur deilt,
að hinar tíu ættkvíslir ísraels, er Assyríukon-
ungur herleiddi þaðan, hafa verið fluttar alla
leið austur að Kaspíahafi og fengið þar til
ábúðar hrjóstrugt og erfitt fjallaland.
Menn verða nú að gera sér þess glögga
grein, að með þessari herleiðingu ísraels-
manna norður og austur undir Kasípahaf
hvarf Ísraelsríki hið forna að fullu og öllu
úr sögunni og hefur aldrei við sögu komið
síðan undir því nafni og svo gjörsamlega
týnd hefur þessi forna menningarþjóð verið,
að hcnnar er síðan varla getið í sagnritum.
Sá stórkostlegi og ófyrirgefanlegi misskiln-
ingur hefur aftur á móti komizt inn í sögu-
kennslu síðari tíma, og er það mestmegnis
sök kaþólsku kirkjunnar, að Gyðingar séu öll
hin forna ísraelsþjóð. En það er auðvitað
alveg rangt og þarf ekki annað en lesa heim-
fararsögu Gyðinganna í Esra- og Nehemia-
bók til þess að ganga úr skugga um, að það
voru aldrei aðrar ættkvíslir en Júdaættkvísl
og Benjamínsættkvísl, ásamt nokkru af
Levítum — Levísættkvísl —, sem heirn kom
aftur úr herleiðingunni til Babylonar, þ. e.
fólkið úr Júdaríki. — Gyðingar eru aðeins
ein af 12 ættkvíslum ísraels, og sú ættkvísl-
in, sem aldrei hefur týnzt að fullu.
Jósefus sagnritari Gyðinga, sem skráði
Gyðingasögu sína um yo e. Kr., tekur af
öll tvímæli í þessu efni. Hann segir: „Það
eru aðeins tvær ættkvíslir í Asíu og Evrópu
undirgefnar Rómverjum, en hinar tíu ætt-
kvíslirnar eru handan við Eírat og eru geysi-
fjölmennar.“ Það er vitað að Gvðingar nú
á dögum telja sig aðallega vera afkomendur
Júda — enda kallaðir „Júðar“ á mörgum
málum, — og aðeins óverulega blandaðir af
öðrum ættkvíslum Israels, og þá helzt Benja-
míns- og Levís-ættkvíslum.
XI.
T TÉR skal ekki lengur dvalið við Júda-
A A ættkvíslina né sögu hennar, því að
ætlunin var að reyna að fylgja, ef unnt væri,
ferli hinna tíu ættkvíslanna, sem Assyríu-
konungur flutti austur að Kaspíahafi á tíma-
bilinu 726—675 f. Kr. En slóð þeirra hefur
ekki reynst auðrakin, þar til nú á síðustu ára-
tugum, að tekizt hefur að bregða ofurlítilli
birtu á veg þeirra.
Ein af mörgum apokryfiskum bókum
Gyðinga lieitir Esdrasbók. Ekki er hún til á
íslenzku og ég hef ekki séð hana nema á
ensku. í 2. Esdrasbók, 13. kap. 40.—45.
standa þessar merkilegu setningar:
„Þetta eru hinar tíu ættkvíslir, sem
herleiddar voru úr sínu eigin landi á dög-
um Hósea konungs og Salmanasar As-
syríukonungur flutti þá yfir vötnin og
Jieir komu í annað land. En Jieir réðu
það með sér, að þeir skvldu vfirgefa
fjölda heiðingjanna og fara burt í fjar-
lægt land, þar sem aldrei hefðu menn
búið, svo að Jieir gætu haldið þar lög sín,
sem Jieir höfðu aldrei haldið í þessu
landi. Og þeir fóru út í Efrat, þar sem
áin er mjó, og hinn Hæsti gerði krafta-
verk fyrir þá og stöðvaði fljótið, unz þeir
voru komnir yfir um. En í það land var
langan veg að fara eða í hálft annað ár,
14 DAGRENNING