Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 55

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 55
losna undan öllum þeirra áhrifum og komast í þess stað undir „vernd“ Rússa. Merkur stjörnuspámaður hefur sagt: „Næst þegar Norðurlönd verða her- nurnin, kemur innrásin úr norð-austri.“ — Margt er ólíklegra en svo verði. Ennþá skilja ekki þjóðir þessa heims, að hið eina, sem eftirsóknar er vert, er frelsið, og að það er hið mikla hlutveik hins engiJsaxneska og norræna kynstoíns, að færa öllum þjóðum heimsins frelsi. Og eins og allar þjóðir Evrópu hrópuðu, á árunum 1939—1943, á hjálp hinna engil- saxnesku þjóða til að frelsa sig undan of- beldi Hitlers og Þjóðverja, svo munu þær þá einnig hrópa á hjálp frá þeim sömu engilsaxnesku stórveldum til þess að losa sig undan oki Rússa, sem í engu verður minna en ok Hitlers. Síðari hluti þessa 9 ára tímabils verður hnignunar og hrunstímabil kommúnismans. Þá munu fara fram úrslitaátökin milli „höfð- ingjans yfir Rós, Mesek og Tubal“ og „ísraelsþjóðarinnar“ — þ. e. hinna engilsax- nesku bræðraþjóða. En þar til þetta verður, á tvennt eftir að gerast og fyrr en það hefur gerzt verður ekki um nein endalok að ræða. VII. ESEKIELS spádómsbók, 38. og 39. kapí- tula, er sagt frá uppgangi og hruni Soviet- ríkjanna. Þar er, í upphafi 38. kap., lýst liðsafnaði „Gógs“ og sagt að hann muni hafa mikinn her. Sérstaka athvgli vekur það, sem sagt er í 5. versi, en þar stendur: „Pers- ar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim.“ Þeir, sem hér eru kallaðir „Pút- menn“, eru þeir þjóðflokkar, sem nú búa í Egyptalandi. Blálendingar eru Libyubúar. Til höfuðorustunnar milli Rússa og engil- saxnesku þjóðanna kemur því ekki fyrr en Rússar hafa náð Persíu á sitt vald, Egypta- land hefur gerzt bandalagsríki þeirra og Libya hefur verið aflient Rússunr sem unr- boðsstjórnarsvæði. Það athyglisveiða er, að einmitt allt þetta er nú á döfinni. Ýmsir ætla að það verði ófriðarefni með Rússum og Bretum, ef Persía verður rússneskt lepp- ríki. Valdi því olían í Persíu, sem Bretar liafa nú leiguréttindi á. En menn verða að gæta þess, að það er aðeins spursmáJ unr ár seni oJían hefui nokkia veruJega þýðingu. Við tilkomu kjarnorkunnar og hagnýtingu henn- ar til iðnaðar og orkugjafar minnkar kapp- hlaupið unr olíuna. Er því ekki útilokað að Bretar geti vel yfirgefið hin persnesku olíu- héruð fyrr en varir. Hið annað, sem á eftir að gerast, er full- komin sameining hinna engilsaxnesku þjóða. Unr þá sameiningu er talað í 37. kap. hjá Esekiel og hún sögð alveg fyrir. En er hún nú ekki einmitt að hefjast? Mesti áhrifanraðurinn, senr nú er uppi með engilsaxneska kynstofninum, Winston Churchill, hefur nýlega í ræðu, sem liann flutti í Bandaríkjunum, hvatt til þessarar sameiningar. Hann sagði þar, að það væri höfuðnauðsyn að allar enskumælandi þjóðir gengju í mjög náið bandalag, svo náið, að þær tækju upp sanreiginlegan ríkisborgara- rétt, sameiginleg hermál og veittu hver ann- arri fjárhagsaðstoð eftir þörfunr. Hann sagði ennfremur, að þessa væri fvrst og fremst þörf vegna þess hve allt væri óvíst nreð stefnu Rússa í franrtíðinni. Rússar væru nú, sagði Churchill, búnir að byggja „járnvegg“, sem næði frá Stettin við Eystrasalt til Trieste við Adriahaf og austan við þann vegg væru þeir einráðir. Þar væri ekkcrt lýðræði og ekkert útlit fyrir að það yrði upp tekið. Alveg er það dásamlegt, hversu vel þetta kemur heim við lýsingu Esekiels spámanns. Annars vegar hin rnikla liðssöfnun „Gógs“, „höfðingjans yfir Rós, Mesek og Tubal“, — þ. e. Sovietríkjanna, — sem allir hafa nú DAGRENN I NG 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.