Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.04.1946, Blaðsíða 40
15. Jörundur. 16. Án hinn gamli. i']. Egill vendilkráka. 18. Óttarr. 19. Aðils að Uppsölum. 20. Eysteinn. 21. Yngvarr. 22. Braut-Önundur. 23. Ingjaldur hinn illráði. 24. Ólafur trételgja. 25. Halfdán hvítbeinn Upplendingakon- ungur. 26. Goðröður. 27. Ólafur. 28. Helgi. 29. Ingjaldur, dóttursonur Sigurðar Ragn- arssonar loðbrókar. 30. Ólafur hinn hvíti. 31. Þorstcinn hinn rauði. 32. Ólafur feilan. 33. Þórður gellir. 34. Eyjólfur, er skírður var í elli sinni, þá er kristni kom til íslands. 35. Þorkell. 36. Gellir. 37. Þorgils, 38. en ek heita Ari. XIX. EGAR hinir fornu landnámsmenn á ís- landi höfðu um hríð notið hins óskoraða frelsis, og þegar landið tók mjög að byggj- ast, kom það í ljós, að nauðsynlegt var að stofna ríki í landinu, svo að allt endaði ekki hér í innbyrðis deilum og vígaferlum, er enginn fengi við ráðið. Þá var það, sem , hinir beztu menn“ íslenzkir tóku sig til og stofnuðu allsherjarríki á íslandi árið 930. Virðist svo sem þetta ríki hafi í fyrstu verið mjög laust í böndunum og verulegir örðug- leikar á því að rnenn gætu náð rétti sínum eða lög væru haldin. Kom þetta æ betur í ljós, er lengra leið frá stofnun Alþingis. Mátti ekki svo búið standa og þá er það, sem einn þeirra höfðingja, sem nefndur er í landvættasögu Snorra í Heimskringlu, — Þórður gellir úr Breiðafirði — tekur sér fyrir hendur að korna fram endurbótum á stjórn- arskipan landsins. Um þetta farast Konráð Maurer svo orð í bók hans: „Upphaf alls- herjarríkis á íslandi“: „Þá er eigi var liðið lengra en hér um bil 30 ár frá því er hin fyrstu allsherjar- lög voru samþykkt á íslandi, varð mikil breyting á stjórnskipan landsins og rnjög til framfara. Var hún í því fólgin, að sett var reglubundin þingaskipun og fylgdu því talsverðar breytingar á tilhög- un sjálfs þingsins.“ Þessar breytingar voru fyrst og fremst skipting landsins í fjórðunga með því, sem þar af leiddi og of langt yrði að rekja hér. Sá maðurinn, sem mest gekk fram á því að fá þessari breytingu komið á, var Þórður gellir úr Breiðafirði og er ástæðan sögð vera deila mikil út af Blund-Ketilsbrennu svo- kallaðri, rnilli höfðingfa í Borgarfirði og Þórðar gellis. Er því ekki að efa að Þórður gcllir hefur lagt fram rökstuddar tillögur á Alþingi um breytingar þessar. Var það til- laga Þórðar, að því er bezt verður séð, að landinu skyldi skipt í fjórðunga, en hverjum fjórðungi aftur í þrjú þing, þannig að alls vrðu rz höfuðþing í landinu. Fjórðungamir fengu nafn eftir áttum og voru nefndir: Austfirðingafjórðungur, Norðlendingafjórð- ungur, Vestfirðingafjórðungur og Sunnlend- ingafjórðungur. Hverjum fjórðungi var svo skipt í þrjú þing. Virðist svo sem þau hafi átt að vera þessi, samkvæmt fvrstu samþykkt Al- þingis eða tillögum Þórðar gellis um þinga- skipunina: Að vestan: Þorskaf/arðarþing á Vestfjörðum, Þórsnesþing urn Breiðafjörð og Snæfellsnes og Þverárþing um Borgarfjörð. (Það þing var líka nefnt Þingnesþing.) Að sunnan: K/alarnesþing á Reykjanesi og austur 30 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.