Dagrenning - 01.04.1946, Page 40

Dagrenning - 01.04.1946, Page 40
15. Jörundur. 16. Án hinn gamli. i']. Egill vendilkráka. 18. Óttarr. 19. Aðils að Uppsölum. 20. Eysteinn. 21. Yngvarr. 22. Braut-Önundur. 23. Ingjaldur hinn illráði. 24. Ólafur trételgja. 25. Halfdán hvítbeinn Upplendingakon- ungur. 26. Goðröður. 27. Ólafur. 28. Helgi. 29. Ingjaldur, dóttursonur Sigurðar Ragn- arssonar loðbrókar. 30. Ólafur hinn hvíti. 31. Þorstcinn hinn rauði. 32. Ólafur feilan. 33. Þórður gellir. 34. Eyjólfur, er skírður var í elli sinni, þá er kristni kom til íslands. 35. Þorkell. 36. Gellir. 37. Þorgils, 38. en ek heita Ari. XIX. EGAR hinir fornu landnámsmenn á ís- landi höfðu um hríð notið hins óskoraða frelsis, og þegar landið tók mjög að byggj- ast, kom það í ljós, að nauðsynlegt var að stofna ríki í landinu, svo að allt endaði ekki hér í innbyrðis deilum og vígaferlum, er enginn fengi við ráðið. Þá var það, sem , hinir beztu menn“ íslenzkir tóku sig til og stofnuðu allsherjarríki á íslandi árið 930. Virðist svo sem þetta ríki hafi í fyrstu verið mjög laust í böndunum og verulegir örðug- leikar á því að rnenn gætu náð rétti sínum eða lög væru haldin. Kom þetta æ betur í ljós, er lengra leið frá stofnun Alþingis. Mátti ekki svo búið standa og þá er það, sem einn þeirra höfðingja, sem nefndur er í landvættasögu Snorra í Heimskringlu, — Þórður gellir úr Breiðafirði — tekur sér fyrir hendur að korna fram endurbótum á stjórn- arskipan landsins. Um þetta farast Konráð Maurer svo orð í bók hans: „Upphaf alls- herjarríkis á íslandi“: „Þá er eigi var liðið lengra en hér um bil 30 ár frá því er hin fyrstu allsherjar- lög voru samþykkt á íslandi, varð mikil breyting á stjórnskipan landsins og rnjög til framfara. Var hún í því fólgin, að sett var reglubundin þingaskipun og fylgdu því talsverðar breytingar á tilhög- un sjálfs þingsins.“ Þessar breytingar voru fyrst og fremst skipting landsins í fjórðunga með því, sem þar af leiddi og of langt yrði að rekja hér. Sá maðurinn, sem mest gekk fram á því að fá þessari breytingu komið á, var Þórður gellir úr Breiðafirði og er ástæðan sögð vera deila mikil út af Blund-Ketilsbrennu svo- kallaðri, rnilli höfðingfa í Borgarfirði og Þórðar gellis. Er því ekki að efa að Þórður gcllir hefur lagt fram rökstuddar tillögur á Alþingi um breytingar þessar. Var það til- laga Þórðar, að því er bezt verður séð, að landinu skyldi skipt í fjórðunga, en hverjum fjórðungi aftur í þrjú þing, þannig að alls vrðu rz höfuðþing í landinu. Fjórðungamir fengu nafn eftir áttum og voru nefndir: Austfirðingafjórðungur, Norðlendingafjórð- ungur, Vestfirðingafjórðungur og Sunnlend- ingafjórðungur. Hverjum fjórðungi var svo skipt í þrjú þing. Virðist svo sem þau hafi átt að vera þessi, samkvæmt fvrstu samþykkt Al- þingis eða tillögum Þórðar gellis um þinga- skipunina: Að vestan: Þorskaf/arðarþing á Vestfjörðum, Þórsnesþing urn Breiðafjörð og Snæfellsnes og Þverárþing um Borgarfjörð. (Það þing var líka nefnt Þingnesþing.) Að sunnan: K/alarnesþing á Reykjanesi og austur 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.