Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 12

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 12
12 ský | 1. tbl. 2008 áhugamaður um þess konar tónlist. Hann sinnti starfinu af trúmennsku þó hann væri stundum alveg að því kominn að sofna af leiðindum við trommusettið. Hann reyndi að vera búinn að pakka trommunum niður áður en ballið var búið til að komast sem allra fyrst heim. Þetta óðagot var ekki vel séð af dansstjóra hússins, sem fannst pjakkurinn alveg geta beðið þar til ballið var búið. Bíladellan Þó svo að tónlistin lægi í loftinu átti Ragnar sér annað áhugamál. Hann var með ólæknandi bíladellu og hefur ekki enn fengið lækningu við þeirri sýki. Faðir hans hafði starfað sem bifreiðastjóri hjá Steindóri fyrstu árin sín í Reykjavík og átti alltaf ameríska bíla sem hann notaði til að ferðast með fjölskylduna og hljómsveitina um landið. Ragnar fékk stundum að taka í bíla föður síns bæði innanbæjar í Reykjavík og úti á landi áður en hann hafði aldur til. Þegar Ragnar var 14 ára greip Siggi pólití hann á bíl föður síns í bænum. Hann fór beina leið með Ragnar heim til föður hans og bað Bjarna um að fela lyklana svo strákurinn væri ekki að aka innanbæjar á bílnum. Bjarni skynjaði að sjálfsögðu hvert stefndi hjá Ragnari og keypti hálfkassabíl af Graham-Page gerð, árgerð 1927, handa syni sínum áður en hann fékk bílprófið. Bíllinn var kominn til ára sinna og engin glæsikerra en dugði ágætlega. Á þessum bíl þjösnuðust Ragnar og félagar hans og fóru stundum á rúntinn, þó að bílinn væri ekki fagur. Ragnar vildi miklu frekar láta sjá sig á bílum föður síns og fékk þá stundum lánaða. Þegar hann vantaði skotsilfur bauðst hann til að aka fólki heim eins og hver annar leigubílstjóri. Snemma beygðist krókurinn því hann starfaði við leigubílaakstur samhliða söngnum árum saman og starfrækti um árabil eigin bílaleigu. Ragnar hefur verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að eiga glæsilegar bifreiðar, helst amerískar drossíur sem hann telur jafnnauðsynlegar og góða hljóðnema. Nýlega eignaðist hann einn slíkan sem hann keypti beint frá Bandaríkjunum. Hver ykkar er söngvarinn? Þegar Ragnar var á átjánda ári starfaði hann um tíma sem trommuleikari í hljómsveit Stefáns Þorleifssonar og seinna með harmonikuleikaranum Rúti Hannessyni. Hann ferðaðist um Hljómsveit Svavars Gests 11. Gunnar Pálsson t.v., Ragnar, Reynir Jónasson og Svavar í hvarfi aftan við hann, Elly Vilhjálms og Örn Ármannsson. Hljómsveit Ragnars í sviðinu í Súlnasal í ágúst 172. Árni Sheving lengst til vinstri, Ragnar, Grettir Björnsson með tambúrínu, Ómar Ragnarsson, Helgi Kristjánsson og Reynir Jónasson. Raggi Bjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.