Ský - 01.02.2008, Page 21

Ský - 01.02.2008, Page 21
1. tbl. 2008 | ský 21 Þ egar ég spyr Lovísu hvernig sviðsnafnið Lay Low hefði orðið til, svarar hún því til að hún og vinkona hennar hafi dottið niður á þetta nafn þegar hún var að velta fyrir sér að taka sér sviðsnafn. Aðspurð hvort nafnið komi til vegna þess að hún vilji ekki láta mikið fyrir sér fara segir hún svo ekki vera. Ég held áfram að spyrja hana út í nöfn; hún heitir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir svo ég spyr hvers vegna ekkert föðurnafn fylgi: „Pabbi minn er ættaður frá Sri Lanka, en er fæddur og uppalinn í Bretlandi. Eftirnafnið hans er Ganeshalingam og þar af leiðandi fannst mér einfaldlega auðveldara að kenna mig við mömmu þó við pabbi séum mjög náin.“ Aðspurð hvort hún hafi verið músíkölsk sem barn, segist hún hafa verið eins og flest önnur börn með tónlist; hún byrjaði að læra á blokkflautu, síðar á píanó sem hún lærði á í fimm ár. Síðan færði hún sig yfir á rafmagnsbassa og bassa og að lokum á kassagítarinn sem hún er þekkt fyrir í dag. Um sönginn segir hún: „Ég var alveg viss um að ég gæti ekki sungið og þorði ekki að reyna það fyrr en eftir tvítugt. Ég hafði verið í kór Laugarnesskóla í smátíma en fannst ég ekki vera nein söngkona.“ Lay Low á mörg systkin, bæði hálfsystkin og stjúpsystur. Eina samfeðra hálfsystur, tvö sammæðra systkin og að auki eina stjúpsystur. Alvöru íslensk fjölskylda! „Systkini mín sem eru sammæðra eru að læra á gítar og á píanó. Það er ljóst að tónlistin er mikil í báðum ættum. Eftirlætistónlistarfólk hennar á gelgjuskeiðinu voru Whitney Houston og Take That, auk fyrrnefnds Michaels Jacksons og danssporanna hans. Í dag segist hún halda upp á alls kyns tónlist, t.d. gamla kántrýtónlist, en segist samt ekki vera alæta á tónlist: „Það er fullt af tónlist sem ég hef enga lyst á!“ Langaði þig alltaf að vinna við tónlist? „Þetta er nú að vissu leyti draumur að rætast óvænt hjá mér. Ég þorði aldrei beint að trúa því að ég gæti unnið við tónlist. En það hefur tekist upp á síðkastið, sem er rosafínt. Þegar hún er ekki að syngja, semja og spila tónlist sjálf vinnur hún við að selja hana. Lay Low vinnur Lay Low LAY LOW

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.