Ský - 01.02.2008, Síða 22
22 ský | 1. tbl. 2008
í Skífunni á Laugaveginum. Þegar ég spyr hana hvort
fólk verði vandræðalegt við að biðja hana um að finna
diskinn með henni sjálfri segir hún að það sé jafnmisjafnt
og kúnnarnir eru margir. Sumum virðist finnast þetta
hálfvandræðalegt en svo er fólk líka ófeimið við að biðja
hana um að árita diskinn sem það var að kaupa. Hún
segist hafa gaman að og finnst þetta sjarmerandi fylgifiskur
velgengninnar.
Lay Low var fengin til að sjá um tónlistina í leikritinu
Ökutímum eftir Paulu Vogel sem María Reyndal leikstýrði:
„Ég fékk það hlutverk að sjá um tónlistina og að lokum
fór það svo að ég var fengin til að spila og syngja „live“ á
hverri sýningu. Ég var haldin miklum sviðsskrekk fyrst en
hann skánaði aðeins, þótt hann hyrfi ekki alveg.“
Hvaðan færðu innblástur?
„Hann fæ ég héðan og þaðan. Ýmist frá fjölskyldu og
vinum; sögum og atvikum. Lífinu sjálfu.“
Aðspurð hvaða söngvara eða söngkonu hún myndi helst
vilja líkjast segir hún:
„Ég vil ekki líkjast neinum sérstaklega. Það tónlistarfólk
sem mér finnst vera flott finnst mér vera það flott að það
er ekki séns að ég gæti líkst því. Á maður ekki bara að
reyna að líkjast sjálfum sér? En líklega líkist maður fullt af
fólki og það er allt í lagi! Nú hlusta ég t.d svolítið á Jolie
Holland. Ég var að fá plötuspilarann minn í lag og ég
hlusta núna mikið á gamlar plötur og nýt þess í botn.“
Ertu orðin „heimsfræg“ á Íslandi? Verðurðu vör við
að fólk horfi á þig úti á götu og sé að reyna að koma
fyrir sig hvar það hefur séð þig áður?
„Það eru allir frægir á Íslandi. Það er nóg að mæta einu
sinni í Kastljósið og þá kannast einhver við mann.“
Þegar ég spyr hana hvort hún verði fyrir einhverju
áreiti, t.d. á skemmtistöðum eða símaöt, svarar hún:
„Nei nei, ekkert til að tala um. Það er ekkert áreiti,
frekar það að ég lendi oftar í spjalli við ókunnugt fólk,
sem er nú bara fínt og gott. Ég held ég hafi aldrei fengið
símaat.“
Lay Low giftist ung en er nú skilin og vinnur
með fyrrverandi manninum sínum, Magnúsi Öder, í
hljómsveitinni Benny Crespo’s Gang: „Sú hljómsveit er
að verða þriggja ára, ég kom fljótlega inn í samstarfið og
spila á hljómborð og gítar auk þess sem ég syng aðeins. Ég
kann jafn vel við mig í hljómsveitinnni og í sólóferlinum.
Tónlistin með Benny Crespos Gang er ólík því sem ég er
að gera á sólóferlinum og það er bara fínt.“
Hún vill helst halda einkalífinu fyrir sig en segir að
til að vinna með fyrrverandi maka sínum sé best að góð
vinátta haldist:
„Ég hugsa ekki um hann sem fyrrverandi maka heldur
bara sem góðan vin sem er gaman að vinna með. Það er
alltaf gaman að geta unnið eitthvað með vinum sínum.“
Aðspurð hvort hún sé á lausu segir hún svo vera og að
draumamakinn sé - eins og hjá flestum öðrum „einlægur,
traustur og heiðarlegur.“
Framtíðardraumarnir eru jarðbundnir eins og svo margt
hjá þessari hæfileikaríku ungu konu: „Vera hamingjusöm
og sátt, hvar og hvernig sem ég er.“ sky,
Lay Low
STUNDUM BEÐIN
UM ÁRITUN Í VINNUNNI