Ský - 01.02.2008, Qupperneq 28
2 ský | 1. tbl. 2008
getur komið manni í gott skap, hjálpað manni að gráta þegar
það á við og verið hreinsandi fyrir sálina.“
Dísella segir að tónlistin gefi sér vissa lífsfyllingu. ,,Það er
mikilvægt að geta gert að atvinnu það sem skiptir mann máli og
í mínu tilfelli er það tónlist.“
En ætli tónlistin taki eitthvað frá Dísellu? ,,Já, því miður,“
segir hún. ,,Fjölskylduna. Ég sakna þeirra allra svo mikið og það
er erfitt að vera alltaf í burtu á afmælisdögum og hátíðardögum.
Ég kem reglulega heim en það er skrýtið að vera ekki lengur með
í öllu. Svo þarf ég líka að ferðast mikið sem er auðvitað gaman
og áhugavert en það er samt erfitt að skilja karlinn og hundana
eftir. Það gerir okkur líka erfitt að plana fjölskyldulífið.“
Gæsahúðarsnillingur
Disella er beðin um að lýsa röddinni. ,,Tæknilega er ég ,,lýrísk
kólóratúra“ sem þýðir að ég er ,,hár sópran með hreyfigetu“. Ég
hef oft heyrt að ég hafi silfurlitan eða gylltan tón - ég get alveg
verið sammála því.“
Draumahlutverkið er Madame Butterfly eftir Puccini. ,,Það er
svo fallegt verk en ég er enn of ,,létt“ raddlega hvað það hlutverk
varðar. Ef ég verð einhvern tímann svo heppin að fá tækifæri til
að syngja það yrði það eftir svona 15 ár í fyrsta lagi.“
Dísella segir að Puccini sé ,,gæsahúðarsnillingur“ og að
þessi ópera sé hlaðin ,,gæsahúðaratvikum“. ,,Það er líka viss
tilfinning að syngja þess konar tónlist. Maður fær kannski ekki
gæsahúð en það er næstum eins og maður geti hellt betur úr sér
tilfinningalega fyrir hlutverkið og það er alveg svakalega mögnuð
tilfinning.“
Samkeppnin er hörð. Dísella bendir á að mikið sé um
hæfileikaríka söngvara og að óperuhúsin geti leyft sér að velja
nákvæmlega það sem þau leita að - alveg niður í hæð söngvarans.
,,Maður verður að muna að taka ákvarðanir þeirra ekki
persónulega.
Tónlistarheimurinn er harður og stundum kjánalegur. En ég
hef verið mjög heppin hingað til og get ekki kvartað.“
Eftir að sýningum á Satyagraha lýkur mun Dísella koma fram
á skemmtiferðaskipi sem siglir um Karíbahafið.
Draumarnir
Tengdaforeldrar Dísellu eru frá Haítí en Teddy fæddist og ólst
upp í Bandaríkjunum. ,,Við erum mjög góð saman - algjörar
andstæður, ekki bara í útliti, og það er gott mál. Hann er besti
vinur minn, frábær húmoristi og drengur góður.“
Dísella segir að þau hjón vinni mjög mikið. ,,Teddy kennir á
píanó á hverjum degi og þarf síðan að finna tíma til að æfa sig
sjálfur á píanóið í fjóra til fimm klukkutíma á dag. Ég er alltaf
að læra og æfa mig og þar sem ég er ekki ennþá búin að finna
góðan umboðsmann þá svara ég alls kyns tölvupósti daglega í
sambandi við sönginn. Við finnum samt alltaf tíma á hverjum
degi til þess að ,,gera ekki neitt“ saman - hvort sem það er að
fara í göngutúr með hundana, elda, borða, spjalla eða hlæja.
Við elskum mat - matur, vín og góður félagsskapur er áhugamál
okkar. Svo erum við miklir dýravinir.“
Hjónin fara í göngutúr með hundana á hverjum morgni.
,,Það er uppáhaldstími dagsins. Það er svo gott að vera úti í
ferska loftinu og leika sér. Þetta er líka svo mikilvæg stund fyrir
mig bara til þess að muna að taka vinnuna mína ekki allt of
alvarlega. Þetta er svo harður bransi og það er auðvelt að tapa
glórunni í smámunasemi en þá er svo yndislegt að fara bara
út með hundana og kasta bolta hvort sem gengur vel eða illa
í tónlistinni. Það virðist alltaf vera jafnspennandi fyrir þessa
yndislegu hunda. Draumurinn er að bæta hestum inn í myndina
og svo auðvitað börnum.“
Draumurinn hvað varðar starfið er að hafa atvinnu af því að
syngja bæði í óperuhúsum og á tónleikum. ,,Ef þetta væri algjör
draumur myndi ég geta búið alltaf á einum stað og þyrfti ekki að
ferðast eins mikið en það er erfitt að skilja karlinn og hundana
alltaf eftir.“ sky,
Dísella með systrum
sínum þeim Ingibjörgu
og Þórunni.
Dísella