Ský - 01.02.2008, Qupperneq 35

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 35
1. tbl. 2008 | ský 35 Það er stundum hægara sagt en gert að finna rétta titilinn til að setja við nafn viðmælanda, sérstaklega hjá þeim sem koma víða við - viðmælandi Skýja hún Guðrún Þórsdóttir eða Gunna Þórs eins og hún er kölluð er dæmi um slíka manneskju. Eitt er þó víst, Gunna er ein þeirra sem leggur lóð sitt á vogaskál- arnar í fjölbreyttu menningar- og mannlífi á Akureyri og þessa dagana eru fjölmörg verkefni í deiglunni hjá henni, m.a. skipu- lagning á Akureyri International Music Festival eða AIM Festival sem fram fer á Akureyri aðra helgina í júní og Akureyrar- vöku sem er í lok ágúst og er endapunktur- inn á Listasumri á Akureyri. En hvernig kom það til að Gunna, sem áður bjó í höfuðborginni og var eins og grár köttur í miðborgarmenningunni ákvað að söðla um og setjast að á Akureyri? Þökk sé ástinni og akademíunni, maður- inn minn er héðan og var að hefja nám við Háskólann á Akureyri þegar við kynnt- umst. Var eitthvað sem að kom þér á óvart í mannlífinu á Akureyri? Þegar kona flytur úr fjöldanum á höfuð- borgarsvæðinu í bæjarfélag sem telur um sautján þúsund íbúa þá á kona alveg eins von á því að það sé mun minna um að vera en í höfuðborginni en ég hef komist að því að svo er ekki. Ef við tökum t.d. allrahanda menningu sem ég hef verið svolítið viðloð- andi þá eru opnanir í galleríunum í Lista- gilinu mjög tíðar og krafturinn og eljan í listafólki hér er hreint með ólíkindum. Ég þori nánast að fullyrða að hlutfallslegur fjöldi gallería á Akureyri er heimsmet! Mig langar líka til að nefna hversu mikil snilld það er þegar listamennirnir taka sig til og opna allir sýningar sama dag og ný sýning opnar í Listasafninu á Akureyri. Þá verður allt í einu til listahátíð, þar sem upplagt er að rölta á milli sýninga af öllum stærðum og gerðum og fara svo á kaffihúsi. Næsta listahátíð af þessu tagi er einmitt 15. mars þegar sýningin Bæ bæ Ísland opnar í Lista- safninu. Það sem hefur líka komið mér á óvart svona burtséð frá menningunni það er hversu mikil útivistarparadís Akureyri er, hér er stutt upp á hálendið, á sumrin sé ég beljurnar jórtra við bæjarmörkin og hér eru margar mjög flottar gönguleiðir. En hvað með framboð af tónlist á Akureyri, þú hlýtur að fylgjast vel með í þeim efnum svona með tilliti til þess að vera að skipuleggja tónlistar- hátíðina AIM festival? Jú jú, ég reyni að fylgjast með þó svo að kollegi minn hann Baldvin Esra sé ekki alltaf sama sinnis, ég er alltof mikil vinnu- kona til að gleyma mér í að hlusta og spekúlera. Ég læt þeim það eftir listrænu stjórnendum AIM, þeim Pálma Gunnars- syni og Jón Hlöðveri Áskelssyni enda eru þeir upphafsmenn AIM Festival. Það verður að segjast að þróunin í tónlistargeiranum hefur verið ótrúleg hér síðustu ár. Það er nánast sama hvað smekk á tónlist fólk hefur, popp, rokk, djass, blús, klassík, pönk...bara nefndu það, það er alltaf eitthvað í boði. Svo verður auðvitað þvílík breyting fyrir t.d. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þegar Menningarhúsið Hof verður tilbúið og það sama gildir auðvitað um AIM festival. Ég vil líka meina að hér á Akureyri sé einn mest sjarmerandi tónleikastaður landsins en það er Græni hatturinn sem á engan sinn líkan! Talandi um tónlist, er enginn beygur í skipuleggjendum AIM festival að standa fyrir alþjóðlegri tónlistarhátíð á ekki stærri stað en Akureyri? Nei af hverju ættum við að vera hrædd við að standa fyrir alþjóðlegum viðburði á Akureyri, við erum reynslunni ríkari því í ár er AIM hátíðin haldin í þriðja sinn og undirbúningshópurinn stækkar. Hér er líka allt sem prýðir góða ferðaþjónustu. Flug- félag Íslands sér um að greiða fluggötuna (Gunna brosir) og ég get nefnt sem dæmi að á ekki stærri stað eru 5 hótel, 12 gisti- heimili, 200 orlofsíbúðir og 2 tjaldsvæði, þannig að gisting er ekki vandamál. Það er líka ótrúleg flóra af veitingastöðum, skyndi- bitastöðum og kaffihúsum og svo er ég persónuleg mjög hrifin af áherslunni sem lögð hefur verið á að kynna Mat úr héraði, það að fara út að borða undir merkjum Local food er nærandi upplifun. Sumsé allt til alls bæði fyrir ferðamanninn og okkur sem búum hér í sælunni segir Gunna Þórs menningar- og mannlífsáhugamanneskja með meiru og brosir breitt. sky, Ástin og akademían náðu mér norður Ljósmyn d : R Ag n H iL d u R A ð AL s te in s d ó tt iR Guðrún Þórsdóttir leggur lóð sitt á vogaskálarnar í fjölbreyttu menningar- og mannlífi á Akureyri. Guðrún Þórsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.