Ský - 01.02.2008, Side 36

Ský - 01.02.2008, Side 36
3 ský | 1. tbl. 2008 BOBBY FISCHER: Snillingur, einfari og sérvitringur N ýlega lést í Reykjavík fyrrverandi heimsmeistari í skák, Robert J. Fischer. Margir eru þeirrar skoðunar að Fischer hafi verið sterkasti skákmeistari sem komið hefur fram þótt erfitt sé að bera skákmeistara saman þegar þeir hafa ekki teflt hver við annan og lifað á mismunandi tímabilum. Flestir telja þó að afrek Fischers séu einstæð og saga hans verði aldrei endurtekin, einkum þegar litið er til þess umhverfis sem raunveruleikinn bjó einvígi hans við Spassky í Reykjavík 1972. Einvígið varð einn þátturinn í kalda stríðinu. Sovét- ríkin höfðu gert skák að þjóðaríþrótt og töldu mikilvægt að sýna fram á yfirburði kommúnismans fram yfir kapítalismann með því að skara fram úr í skák, þessum leik andans, hugarflugsins og gáfna. Sovétríkin báru af í öllum skákkeppnum og frá 1948 hafði engum utan Sovétríkjanna tekist að ná því marki að tefla um heimsmeistaratitilinn í skák fyrr en Fischer kom fram á sjónarsviðið. Hann kom Texti: Guðmundur G. Þórarinsson • Myndir: Ýmsir

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.