Ský - 01.02.2008, Qupperneq 38
3 ský | 1. tbl. 2008
hann skjól síðustu árin en lést nýlega vegna nýrnabilunar,
sem kunnugt er.
Síðustu árin snerist Fischer gegn hinni hefðbundnu
skák, taldi hana byggjast um of á tölvutækni og
utanbókarlærdómi. Hann þróaði þá sérstakar reglur fyrir
slembiskák, „random chess“, sem hann taldi eiga sér
framtíð. Jafnframt vann hann að þróun skákklukku sem
var óvenjulega mikið útfærð, en þær skákklukkur sem
nú eru notaðar í alþjóðlegum skákmótum eru byggðar
á hugmyndum hans. Fischer hafði látið SEIKO smíða
eintak af klukku sinni og vann að fullkomnun hennar.
Margar sögur eru af Fischer og hafa sumar mótast
nokkuð í tímanna rás. Hann mun hafa haft hærri
greindarvísitölu en Einstein og hefði getað orðið
vísindamaður á heimsmælikvarða, t.d. í eðlisfræði, ef hann
hefði lagt það svið fyrir sig. En hann helgaði skákinni líf
sitt og með demonískri einhyggju tókst honum að höndla
kjarna listarinnar. Framan af sögðu menn að hann hefði
stúderað skák á nóttunni, gjarnan spilað tónlist á meðan,
en sofið á daginn. Því þótti mörgum sem í honum mætti
vel skynja muninn á gáfum og þekkingu. Þetta breyttist
reyndar þegar hann eltist.
Sú saga er sögð að þegar Fischer kom til Íslands 16
ára gamall, var farið með hann í útsýnisferð um borgina.
Neðan við eina aðalgötuna var gróðrarstöð með nafninu
Alaska. Þar var skilti sem benti niður eftir og á stóð Alaska.
Þegar ekið var framhjá sneri snillingurinn höfðinu og
sagði: Svo þarna liggur vegurinn til Alaska. Þetta þótti
mönnum benda til að honum væri ekki ljóst að hann
væri á eyju í miðju Atlantshafi en aldrei varð ljóst hvort
snillingurinn var að grínast.
Frægt dæmi er þegar hann reyndi að hringja í Friðrik
Ólafsson, íslenskan stórmeistara, talaði við unga stúlku
sem ekki talaði ensku og gat daginn eftir endurtekið
setningar úr samtalinu á íslensku þannig að Íslendingar
skildu hvað barnið hafði sagt. Þó skildi hann ekki orð í
íslensku. Þetta kallast „phonetic memory“.
Árið 1970 tefldi hann á hraðskákmóti í Júgóslavíu.
Alls tefldi hann 22 skákir þar sem hver keppandi hafði
5 mínútur. Meðal keppenda voru margir af sterkustu
skákmeisturum heimsins, Tal, Petrosjan, Smyslov,
Kortsnoj og fleiri. Fischer er sagður hafa notað aðeins um
tvær og hálfa mínútu af umhugsunartíma sínum í hverri
skák en hann sigraði, varð langefstur, 4½ vinningi fyrir
ofan galdramanninn Tal. Eftir mótið komu fréttamenn
að og Fischer stóð upp og sýndi þeim allar skákir sínar á
sýningarborði, mundi allar hraðskákirnar og sumar þeirra
voru ævintýralega vel tefldar.
Fischer var kunnur fyrir strangar kröfur sínar til aðstæðna
við skákborðið og var hann því nokkurs konar ógnvaldur
skipuleggjenda skákmóta. Einkum voru kröfur hans um
góða lýsingu og hljóðvist á skákstað harðar en einnig um
allt keppnisfyrirkomulag. Um tíma tefldi hann ekki frá
sólarlagi á föstudegi til sólarlags á laugardegi. Á Íslandi
gerði hann athugasemdir við skákborðið og skákmennina
sem nota átti. Hann taldi borðið of stórt, stærð mannanna
miðað við reitina ekki rétta, litamun svartra reita og hvítra
ekki góðan, of mikið líf í lit reitanna og litamun taflmanna
og reita ekki réttan. Þessu var auðvitað breytt. Hann valdi
á endanum úr sextán mismunandi taflborðum. Lýsingin
á skáksviðinu í Reykjavík 1972 var með dimmer og unnt
var að stilla hana allt frá gríðarlegri birtu á sviðinu, sem
gat verið nær óbærileg, niður í myrkur og allt þar á milli.
Spurt var bara: hvernig viltu hafa þetta.
Þegar Fischer kom til Reykjavíkur í febrúar 1972
til þess að líta á aðstæður fyrir heimsmeistaraeinvígið
Bobby Fischer og Boris Spassky í hinu sögulega heimsmeistaraeinvígi í Laugardalshöll sumarið 172.
Skák