Ský - 01.02.2008, Page 56

Ský - 01.02.2008, Page 56
5 ský | 1. tbl. 2008 NEPAL Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Bjarni Grímsson. L jósmyndarinn Bjarni Grímsson fór með fjölskyldu sinni til Nepal um páskana í fyrra til að heimsækja vini þeirra, Christopher og Enkhe. „Það vill svo vel til að þau búa þar níu mánuði á ári og þau buðu okkur að heimsækja sig yfir páskana. Það er ekki hægt að afþakka svoleiðis boð.“ Bjarni segir að landið sé mjög fallegt og íbúarnir yndislegir. „En því miður varð maður einnig var við mikla fátækt.“ Bjarni var með myndavélina tiltæka hvert sem hann fór og myndaði í gríð og erg þannig að mörg listaverkin eru komin úr framköllun. „Ég lagði áherslu á að grípa augnablik hvers og eins og kynnast því hvernig fólk lifir í svona þjóðfélagi. Ljósmyndirnar eiga það sameiginlegt að fanga blákaldan veruleikann og daglegt líf í Nepal. Ferðin gaf mér ný og spennandi ævintýri á hverjum degi og þetta er í annað sinn sem ég kem til Asíu. Það sannaði sig svo hvað það er mikil upplifun að koma á svona stað. Það er ekki hægt að bera þetta saman við til dæmis Evrópu hvað varðar náttúruna, fegurðina og fólkið – svo maður tali ekki um veðrið.“ sky, Ferðalag

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.