Ský - 01.02.2008, Síða 69

Ský - 01.02.2008, Síða 69
1. tbl. 2008 | ský  fyrir ferðaþjónustu eins og bátsferðir, leiðsögn, gistingu og uppihald. Við rákumst stundum á Grænlendinga sem voru að renna fyrir fisk með spúnastöngunum sínum en fluguveiði hefur lítið verið stunduð í þessum ám. Flugan er sterkara agn þarna ef eitthvað er. Við sáum hreindýr á sveimi í fjarðarbotnum og heyrðum ótrúlegar sögur af hreindýraveiði frá leiðsögumönnum okkar sem voru þrautreyndir hreindýraveiðimenn. Hreindýraveiðin hefst þarna í september og er enginn kvóti á veiðidýrum en þó þarf leyfi til slíkra veiða. Auðvelt er fyrir áhugasama að nálgast slíka veiði í gegnum Flugfélag Íslands og samstarfsaðila þess á svæðinu. Öll umgjörð og þjónusta við veiðimenn þarna var fyrsta flokks. Leiðsögumennirnir skemmtilegir, fróðir um landhætti og veiðislóð. Við gistum á Hótel Hans Egede í Nuuk og vorum yfirleitt komnir heim á hótel um kvöldmatarleytið, gjörsamlega búnir en alsælir með veiðina og árnar sem við veiddum í. Á hótelinu er fyrsta flokks veitingastaður og notalegur bar með einstöku útsýni yfir Nuuk. sky, Árnar eru margar hverjar vatnsmiklar og geyma ótrúlegt magn af bleikju. Hér er kastað á fossbrotið í einum af efstu stöðunum í á sem gaf m.a. um níu punda nýgengna sjóbleikju. Pálmi Gunnarsson og dóttir hans Ragnheiður skemmtu sér vel við þurrfluguveiðar í fjallavatni upp til heiða.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.