Ský - 01.02.2008, Qupperneq 71

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 71
Ferski prinsinn Will Smith fæddist í Philadelphiu 25. september 1968. Móðir hans er kennari og faðirinn sölumaður. Þau skildu þegar Smith var þrettán ára gamall. Hann á þrjú systkini, eldri bróður og yngri tvíbura. Strax í grunnskóla byrjaði hann að rappa með félögum sínum og undir nafninu Fresh Prince stofnaði hann ásamt vini sínum, Jeff Townes, dúettinn DJ Jezzy Jeff and The Fresh Prince. Síðar bættist við í hópinn Clarence Holmes, sem gekk undir nafninu Ready Rock C, og dúettinn varð tríó. Þeir félagar vöktu strax athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu og 1988 fengu þeir fyrstu Grammy-verðlaunin sem veitt voru fyrir rapp. Ekki varð tríóið langlíft og reyndi Will Smith fyrir sér sem sjálfstæður rappari, en hafði ekki erindi sem erfiði að því sinni. Það er svo árið 1991 sem sjónvarps- stöðin ABC tryggir sér Will Smith og felur handritshöfundum það verkefni að búa til gamanþátt þar sem aðalpersónan er Fresh Prince. Úr varð mjög vinsæl sjónvarps- sería, The Fresh Prince of Bel Air, þar sem Will Smith þótti sýna ótvíræða hæfileika sem leikari. Serían gekk til ársins 1996 og á þessum árum haslaði Smith sér völl aftur á tónlistarsviðinu og frá honum komu sólóplötur sem náðu metsölu. Í kjölfar vinsælda sjónvarpsseríunnar fóru kvikmyndatilboðin að streyma til hans. Fyrsta kvikmyndin þar sem hann lék stórt hlutverk var Six Degrees of Separation, þar sem mótleikari hans var Donald Suther- land. Ekki vakti sú mynd mikla athygli. Það sama er ekki hægt að segja um næstu kvikmynd hans, Independence Day, sem í dag er ein af vinsælustu kvikmyndum allra tíma. Independence Day var gerð 1996 og hefur ferill Will Smiths í kvikmyndum verið síðan samfelld sigurganga. Tvisvar hefur hann verið tilnefndur til óskars- verðlauna, fyrir leik í aðalhlutverki, eru það myndirnar Ali og Hitch. Um muninn á að vera rappari og leikari segir Smith: „Þetta er tvennt ólíkt. Þegar verið er að rappa þá ertu þú sjálfur, en í kvikmyndum ertu alltaf að túlka aðra persónu og þegar þú ert búinn að setja þig í hlutverkið ertu orðin önnur persóna.“ Fjölskyldan og áhugamál Sjálfsagt hafa fáir leikarar sem hafa náð jafnlangt og Will Smith tekið jafnafdráttar- lausa afstöðu til fjölskyldulífsins: „Ég er þeirrar trúar að maður og kona eigi að vera saman og stofna fjölskyldu. Í mínum huga er það hreinasta form hamingjunnar.“ Will Smith og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa verið gift í tíu ár. Hann á að baki stutt hjónaband með Sheree Zam- pino og áttu þau saman einn son, Willard Smith, kallaður Trey, sem er nú15 ára. Þegar hann er minntur á fyrra hjóna- band sitt út frá ummælum sínum um fjölskyldulífið, viðurkennir hann að hann hefði átt að vinna betur í þeim málum: „Hjónabandið var ekki svo slæmt, en ég var ekki tilbúinn.“ Will Smith kynntist núverandi eigin- konu sinni við gerð sjónvarpsseríunnar The Fresh Prince of Bel Air. Jada Pinkett, eins og hún hét þá, kom í prufu fyrir fyrir hlutverk, sem hún fékk ekki, en grunnurinn var lagður að nánara sambandi. Will Smith og Jada Pinkett Smith eiga tvö börn saman, Jaden Christopher Smith, 9 ára og Willow Smith, 7 ára, sem bæði hafa leikið hlutverk á móti föður sínum, Jaden lék son hans í Pursuit of Happyness og Willow lék dóttur hans í I am Legend. Will Smith er liðtækur golfari eins og sjá má í I am Legend þar sem hann æfir sveifluna af palli á herskipi. Golfáhugann fékk hann þegar hann lék í Legend of Bag- ger Vance, dularfullan kylfusvein. Hann er einnig liðtækur skokkari og hefur tekið þátt í góðgerðarhlaupum. Einhver sagðist hafa tekið eftir því að Will Smith sé eitthvað á hlaupum í öllum sínum kvikmyndum. Þá segist Smith vera hálfgert tækjafrík: „Ég var alltaf góður í reikningi og ég er viss um að ef ég hefði ekki orðið söngvari og leikari væri ég að vinna í tölvu- eða sjónvarps- bransanum, væri sjálfsagt gaurinn sem fann upp fjarstýringuna.“ sky, Will Smith Will Smith í myndinni I am Legend.Will Smith ásamt syni sínum Jaden Smith í Pursuit of Happyness. Texti: Hilmar Karlsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.