Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 72
72 ský | 1. tbl. 2008
Kvikmyndafréttir
Hin Boleyn-
stúlkan
Ævi Hinriks 8. Englands-
konungs og samband hans við
margar eiginkonur hefur verið
vinsælt efni í kvikmyndum
og sjónvarpi og er skemmst
að minnast sjónvarpsseríu
sem fékk góðar viðtökur og
var sýnd hér á landi. Ein
af þekktari eiginkonum
konungsins var Anne Boleyn.
En það eru ekki margir sem
kannast við systur hennar
Mary, en um hana fræðumst
við í The Other Boleyn
Girl, sem var frumsýnd í
Bandaríkjunum í lok febrúar.
Ekki er sagan í myndinni
sannleikanum samkvæmt þar
sem hún er byggð á skáldsögu
eftir Philippu Gregory.
Í myndinni eru systurnar
látnar berjast um hylli Hinriks
konungs með dyggum
stuðningi foreldra sinna.
Sagnfræðinn segir okkur að
önnur þeirra, Anna, varð
fyrir valinu, en spurningin er
hversu mikill sigur það var
fyrir hana, þar sem hún lét líf
sitt undir fallöxinni.
Margir munu ætla að það
sé að bera í bakkafullan lækinn
að gera enn eina kvikmyndina
um eiginkonur Hinriks VIII
og á sú skoðun fyllilega rétt
á sér. Það sem aftur á móti
gerir að verkum að beðið var
eftir The Other Boleyn Girl
með nokkrum spenningi er að
handritshöfundurinn er einn
sá heitasti í þeim bransa í dag,
Peter Morgan. Hann skrifaði
handritið að The Queen og
The Last King of Scotland,
auk þess sem eftir hann
liggur einnig handritið að
sjónvarpsmyndinni Longford,
sem hirti nokkur Golden
Globe verðlaun á dögunum.
Leikstjórinn, Justin Chatwick,
er ekki eins þekktur, en hann
er breskur og er The Other
Boleyn Girl fyrsta kvikmyndin
sem hann leikstýrir. Reynsla
hans kemur úr sjónvarpinu,
þar sem hann hefur leikstýrt
fyrir BBC nokkrum þekktum
sjónvarpsseríum.
Í hlutverkum systranna
eru þær Scarlett Johansson,
sem leikur Mary, sem ekki fær
kónginn, og Natalie Portman,
sem leikur Önnu. Í hlutverki
Hinriks er Eric Bana.
21
Einhvern rámar sennilega í
þann atburð þegar nokkrir
snillingar úr MIT háskólanum
í Bandaríkjunum fóru til Las
Vegas og náðu sér í milljónir
dollara. Um heimsfrétt var
að ræða enda ekki á hverjum
degi sem hægt er að spila
til sigurs í Las Vegas með
stærðfræðiformúlur að vopni.
21 segir frá þessum atburði,
hvernig prófessor snillinganna
æfði fimm nemendur sína
til að sigra í spilavítum í Las
Vegas. Aðalpersónan er einn
nemandinn sem á ekki fyrir
skólagjöldum og fær hann
aðra til liðs við sig. Í hlutverki
prófessorsins er Kevin Spacey,
sem tók sér frí frá farsælu
leihússtjórastarfi við Old Vic
leikhúsið í London, til að leika
í þessari mynd. Og einhvern
veginn hef ég á tilfinningunni
að þetta hlutverk sé eins og
skapað fyrir hann..
Konungar
götunnar
Lítið hefur farið fyrir Keanu
Reeves að undanförnu og
hefur ekki komið kvikmynd
með honum síðan The Lake
House fyrir tveimur árum. Í
apríl verður ráðin bót á því
en þá verður frumsýnd Street
Kings, þar sem Reeves leikur
lögreglumann sem á erfitt
með að fóta sig í lífinu eftir
að eiginkona hans lést. Þegar
hann fær það verkefni að
komast að því hverjir drápu
einn félaga hans verður hann
að taka sig taki svo ekki fari
eins fyrir honum. Þeir eru ekki
af verri endanum mótleikarar
Reeves í Street Kings. Hugh
Laurie, sem leikið hefur
hinn fúllynda lækni House
við miklar vinsældir, leikur
yfirmann í lögreglunni
og óskarsverðlaunahafinn
Forest Whitaker leikur
lögreglumann. Leikstjóri er
David Ayer, sem leikstýrði
hinni ágætu Harsh Times fyrir
fáeinum árum.
August Rush
Tónlistin skipar háan sess í
August Rush, tilfinninga-
þrungnu drama. Í myndinni
segir frá kynnum Louis og
Lyle, sem eru á mikilli uppleið
í tónlist, hann leikur á gítar,
hún á selló. Ástin blómstrar
um tíma og Lyla verður ófrísk.
Hún lendir í bílslysi og henni
er sagt að barnið hafi dáið.
Þessi atburður hefur mikil
áhrif á líf þeirra og þau hætta
í tónlistinni. Það sem þau vita
ekki er að barnið, sem var
drengur, dó ekki heldur var
sett á munaðarleysingjahæli
og kemur fljótt í ljós að
drengurinn hefur einstaka
tónlistarhæfileika. Í hlut-
verkum elskendanna eru
Jonathan Rhys Meyers og
Keri Russell, sonur þeirra er
leikinn af Freddie Highmore.
Robin Williams leikur
einnig veigamikið hlutverk í
myndinni. Leikstjóri er Kirsten
Sheridan, sem er dóttir hins
þekkta leikstjóra Jims Sheridan
(My Left Foot, In the Name
of the Father). Kirsten var
tilnefnd til óskarsverðlauna
árið 2002 fyrir handritið að
In America, sem hún skrifaði
með föður sínum og systur,
Naomi Sheridan. August Rush
verður frumsýnd hér á landi 7.
mars. sky,
1.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LU
3
45
61
10
/2
00
6
Safety on board
During take-off and landing seat belts must be securely fastened
and seats and tables in an upright position. Seat belts must also
be used at all times when the seat belt sign above the seats is
illuminated. Air Iceland also recommends that passengers use
the seat belts at all times when sitting in their seats. Smoking is
not permitted in domestic air services and on flights between
Iceland and other European destinations. Above the passenger
seats in the Fokker 50 you will find closed overhead
compartments for your hand baggage.
Electronic devices in the passenger cabin
The use of portable telephones, walkie-talkies, remote controlled
toys and other devices specifically designed to transmit radio
signals is strictly forbidden at all times as radio waves could
affect the very sensitive navigation equipment and digital
computers used in modern aircraft. The use of portable tape
recorders, CD players, lap-top computers, video cameras and
electronic games is limited to the cruising phase of the flight and
forbidden during takeoff and climb as well as descent and landing
phases of the flight. Please show consideration for your fellow
passengers and only use these devices with earphones and
switch off the sound effects of computer games. The use of
heart pacemakers, hearing aids and other devices required for
medical reasons is of course not restricted.
Service on board
Air Iceland crews will do their utmost to make your flight as
pleasant and comfortable as possible. You can call a cabin
attendant by using the call button above your seat. On the
domestic routes Air Iceland offers complimentary coffee, tea,
water and soft drinks for children.
Öryggi um borð
Við flugtak og lendingu er ætíð skylt að hafa sætisbeltin spennt
og sætisbök og borð í uppréttri stöðu. Einnig er skylt að hafa
sætisbeltin spennt þegar kveikt er á viðeigandi upplýsingaskiltum
fyrir ofan sætin. Mælt er eindregið með því að farþegar hafi
sætisbeltin ætíð spennt. Reykingar eru hvorki leyfðar í
innanlandsflugi né í flugi milli Íslands og annarra Evrópulanda.
Fyrir ofan farþegasætin í Fokker 50 eru lokaðar hillur fyrir
handfarangur.
Rafeindatæki í farþegarými
Notkun farsíma, „labbrabbtækja“, fjarstýrðra leikfanga og annarra
tækja sem sérstaklega eru hönnuð til að senda frá sér útvarps-
bylgjur, er ætíð stranglega bönnuð um borð í flugvélum Flugfélags
Íslands. Notkun ferðasegulbandstækja, geislaspilara, fartölva,
sjónvarpsmyndavéla og leiktækja er aðeins leyfð í láréttu farflugi
flugvélanna og þar með bönnuð í klifurflugi, lækkunarflugi og
aðflugi til lendingar. Notið þessi tæki aðeins með heyrnartólum.
Ætíð skal vera slökkt á hljóðgjafa leiktækja. Notkun hjartagang-
ráða, heyrnartækja og annarra tækja, sem farþegi þarf að notast
við af heilsufarsástæðum, er að sjálfsögðu án takmarkana.
Þjónusta um borð
Áhafnir Flugfélags Íslands leggja sig fram um að gera farþegum
ferðina sem ánægjulegasta. Með því að ýta á hnapp fyrir ofan
sætið getur farþegi kallað á flugfreyju eða flugþjón. Í boði er kaffi,
te, vatn og svaladrykkir fyrir börnin.
Welcome on board Velkomin um borð
flugfelag.is / Sími 570 3030
Hofsjökull
Torfajökull
Tindfjallajökull
Skjálfandi
Þjórs
á
Tungnafellsjökull
Vaglaskógur
Laxá
Eiríksjökull
Destinations / Áfangastaðir
NARSARSSUAQ
Grænland
FÆREYJAR
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
KULUSUK
Grænland
CONSTABLE POINT
Grænland
NUUK
Grænland
1. Kevin Spacey leikur prófessor við MIT háskólann í 21, sem leiðbeinir nemendum sínum um leyndardóma fjárhættuspils.
2. Scarlet Johansson og Natalie Portman í hlutverkum systranna, Mary og Önnu Boleyn. 3. Keanu Reeves í hlutverki
lögreglumanns í Street Kings. 4. Freddie Highmore leikur unga tónlistarsnillinginn í August Rush.
2.
3.
4.