Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 9
endur — voru reknir í tvo hliðardilka við aðalréttina og bíða nú þar til næstu kosninga sjálfum sér til minnkunar og skapraunar, en þeir, sem blekkinganet- in lögðu svo lævíslega, glotta sigri hrós- andi. Þeim hefur tekizt með prettum að halda velli eitt kjörtímabilið enn. Það er ekki lítill ávinningur fyrir þá kjósendur, sem voru orðnir óánægðir með línudans kommúnista, og ætluðu nú að taka rögg á sig og yfirgefa hinn fjarstýrða flokk, að hafa lent í doríu, sem hengd er aftan í línuskip komm- únista og kastast þar til og frá í storm- um og stórsjóum stjórnmálanna. Höfðu þeir hugsað sér, að svona mundi fara? Hinir eru nærri því betur farnir, sem engum komu á þing og geta nú látið fyrirtæki sitt lognast út af við lítinn orð- stír eftir hina misheppnuðu tilraun sína. „SÁ, SEM ÞYKIST STANDA, GÆTI SÍN AÐ HANN EKKI FALLI.“ Þessi orð hinnar helgu bókar komu mér í hug, þegar úrslit kosninganna 1953 voru kunn orðin, og mér varð hugsað til Framsóknarflokksins. Fyrir kosningarnar var Framsókn eini flokk- urinn, sem með réttu gat státað af því, að hann gengi óklofinn til kosninga. Leiðtogar flokksins munu og hafa gert sér vonir um að flokkur þeirra kæmi með ekki óverulegum sigri út úr kosn- ingunum. Alþýðuflokkurinn var sjálf- um sér sundurþykkur innbyrðis, þótt hann gengi ekki opinberlega klofinn til kosninganna. Þjóðvarnarflokkurinn var fyrst og fremst klofningur út úr komm- únistaflokknum og Lýðveldisflokkurinn var af öllum talinn klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum. En engu slíku var til að dreifa hjá Framsókn. Hún var ó- klofin, a. m. k. á yfirborðinu, og for- ustumenn flokksins, sem auðvitað var ekki ókunnugt um nýkommúnistana innan flokksins og sundrungarstarf þeirra þar, munu hafa gert sér vonir um að þeir létu a. m. k. ekki til skarar skríða að þessu sinni. En útkoman úr kosningunum varð samt sú, þegar á allt er litið, að Fram- sóknarflokkurinn einn tapaði þingsæt- um, og fylgi hans hrakaði í nokkrum kjördæmum. Breytingin á þingmannahópnum varð raunverulega engin önnur en sú, að tveir þingmenn Framsóknar fluttust yfir til Sjálfstæðismanna. Kommúnist- ar hafa áfram 9 þingmenn eins og þeir höfðu, (þ. e. 7 kommúnista -j- 2 þjóð- varnarmenn). Alþýðuflokkur hefur 6 þingmenn eins og áður, en Framsókn, sem hafði 18 þingmenn hefur nú 16, og Sjálfstæðiflokkurinn, sem hafði 19 hefur nú 21 þingmann. Á þessu undarlega fyrirbæri er að- eins ein skýring til og hún er sú, að nýkommúnistar í Framsókn hófu nú uppreisn sína innan flokksins og kusu sinn rétta flokk — Þjóðvamarflokkinn — í flestöllum kjördæmum. í grein minni, í 1. hefti Dagrenningar 1953, „Nýkommúnisminn á íslandi“, benti ég á þessa hættu. Þar segir m. a.: „Hér á íslandi hófu nýkommúnistar skipulagða „innrás“ í tvo stjómmálaflokka nokk- uð samtímis, eða um það bil, sem þjóð- varnarliðið fyrra hvarf undir yfirborð- ið eftir hina velheppnuðu „general- prufu“ kommúnista við Alþingishúsið 1949. Mestur hluti þeirra leitaði inn í Framsóknarflokkinn og hefur búið þar öfluglega um sig í flokksfélögunum í Reykjavík, hjá Sambandinu og fyrir- DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.