Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 16
Síamstvíburarnír Bræðurnir fræ^u, sem urðu hændur oé eignxíSust 22 hörn Þér hafið eflaust heyrt um Síamství- burana, sem í byrjun síðustu aldar vöktu mikla athygli um allan heim. En vitið þér, að þeir kvæntust og eign- uðust 22 böm? Sjálfir dóu þeir árið 1874, en síðasta barnið fyrir fáeinum árum, og fjöldi af barnabörnum þeirra og yngri afkomendum lifir enn í góðu gengi. Meðal afkomenda þeirra hefur verið einn járnbrautarforstjóri og einn hershöfðingi í ameríska flughernum. Margir bera enn nafnið Bunker — en það er ættarnafnið, sem tvíburranir tóku sér þegar þeir fluttu frá Síam og settust að í Ameríku. Ég fór út í hæðótta héraðið umhverfis Mount Airy í North Carolina, til þess að tala við nokkrar af þeim, á að giska um þúsund manneskjum, sem eru beinir af- komendur þeirra. Ég vonaðist til að ég gæti aflað mér nokkurrar vitneskju um þessa tvo menn,- sem frá fæðingu vora samvaxnir um brjóstið með stuttri „brú“ á þykkt við mannshandlegg. Ég vildi gjarnan vita eitthvað um hina undarlegu ævi þeirra — ekki sem cirkusgripa, held- ur sem manna. Mér hefur verið sagt, að fyrir nokkrum árum hafi fæðst í ættinni tvíburar, tveir alveg eðlilega skapaðir drengir. Þeir heita Chang og Eng, eins og hinir heimsfrægu, samvöxnu tvíburar. Ég hitti þá, tvo ellefu ára snáða, og hafði Eng verið langafi þeirra. Þegar ég kom, voru þeir að vinna úti á tóbaksekru með foreldrum sínum. Faðir þeirra, Robert Bunker, var viðfeldinn og vin- gjarnlegur maður með kringluleitt and- lit. Hann sýndi mér bók, sem tvíbur- arnir höfðu komið með „þarna utan frá Síam“. Það var safn af fallegum, göml- um handritum, en vitanlega gat ég ekki lesið orð af því, sem þar stóð. Annars er mjög lítið til af munum þeim, sem tvíburarnir létu eftir sig — þó eru enn við lýði tvöfaldur stóll, sem Chang og Eng sátu í við kamínuna, og mjög löng úrfesti úr gulli, sem þeir not- uðu báðir við úrin sín. Robert Bunker talar um ættfeðuma með mikilli virðingu, og hann getur ekki leynt því, hve hreykinn hann er af vin- sældum þeim, er þeir áttu að fagna í hér- aðinu. Þeir kunnu að nota hendur sín- ar — ef einhver í nágrenninu ætlaði að reisa sér hús, voru þeir ávallt einkar vel- komnir, þegar þeir, eins og lög gera ráð fyrir, mættu báðir til þess að leggja hönd á plóginn við erfiðustu vinnuna. Þeir voru lágir vexti, en mjög sterkir, og þeir gátu tekið undir horn á timburhúsi og lyft því hjálparlaust frá grunninum. Þegar markaðir voru haldnir, þurfti a. m. k. fleiri en tvo menn til þess að hafa við þeim í reipdrætti. Chang og Eng voru fæddir í Síam ár- ið 1811. Faðir þeirra var Kínverji, en móðirin að hálfu kínversk og hálfu 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.