Dagrenning - 01.10.1954, Síða 30

Dagrenning - 01.10.1954, Síða 30
pýramídi og sú fyrirmynd, sem allt mannvirkið er smíðað eftir. Líkingamál Biblíunnar opinberar oss, að þessi steinn muni verða hafinn hátt, lagður á sinn rétta stað og allt fært til samræmis við hann og sniðið eftir honum. Ritning- arnar segja oss, að Guð hafi hafið Jesú hátt, svo að hann skyldi verða sá, sem fremstur væri í öllu.“ „Því að þetta var ásetningur hans, sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma er fylling tímans kæmi —: að hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu undir eitt höfuð, í Kristi“. Vissulega er „steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningar- steini". Minnist orða Sakaría spámanns: „og hann mun færa út hornsteininn og þá munu kveða við fagnaróp: Dýrðleg- ur, dýrðlegur er hann!“ Það er einnig eft- irtektarvert, að „Hornsteinninn" á graf- hýsinu yfir gröf Sakaría spámanns, sem sagði þessi orð, er réttur pýramídi. Þetta pýramída-krýnda grafhýsi Sakaría er enn til utan við Jerúsalem. Það er í hinum hrjóstruga Jósafatsdal milli gamla must- erissvæðisins og Olíufjallsins. í þessum mikla grafadal er ekkert annað minnis- merki með pýramída-hyrningu. Þegar höfundur bókar þessarar var á ferð í Jerúsalem, skoðaði hann pýra- mídann við gröf Sakaría og ljósmyndaði hann. Þessi pýramídi er höggvinn í klett, eins og gröfin undir honum. Hann er efnismikill og gæti vel verið álíka stór og hinir miklu tindsteinar á sum- um risa-pýramídunum í Egyptalandi. Ef heimurinn á að verða leiðréttur, þarf að koma hyrningarsteininum, sem táknar hinn upprisna Krist, fyrir uppi á sínum rétta stað, eins og sagt er í spá dómnum, að enda þótt „steininum" væri hafnað í fyrstu, „er hann þó orðinn að hyrningarsteini". En hvers vegna létu smiðirnir tindsteinnin aldrei á sinn stað á pýramídanum mikla, og hvernig verð- ur ástatt þegar honum hefur verið kom- ið fyrir uppi á sínum stað? Þar sem grunnur pýramídans er minni en grunn- ur hins fullkomna pýramída, sem Guð ætlar að reisa að lokum, er efsti flötur Pýramídans, sem tindsteinninn á að hvíla á, þar af leiðandi nokkru minni, eins og smiðirnir skildu við hann. „Tind- steinninn“ eða „hyrningarsteinninn" táknar Krist, en hann er alfullkominn, og þess vegna var ekki hægt að láta koma fram neina villu eða skekkju í tindsteininum. Hann var því teiknaður í fullri stærð, samkvæmt uppdrætti Guðs af fullkomnum pýramída. Og því var það, að þegar smiðirnir ætluðu að fara að leggja „tindsteinninn“ til lags, reynd- ist hinn ófullkomni flötur þeirra of lít- ill fyrir hann, og þess vegna var hann aldrei látinn á Pýramídann. Það var „steinninn, sem smiðirnir höfnuðu" og varð að „ásteytingarsteini og hneykslun- arhellu". Þannig fór einnig um Krist, hinn mikla, táknlega „tindstein". „Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann“, og hann varð að „ásteytingarsteini og hneykslunarhellu". Skekkjan var vitan- lega 286,1 þuml., eða sama og skekkju- vísirinn, en ummál hins ófullkomna toppflatar er 2002,7 pýramídaþuml, eða nákvæmlega 7 sinnum skekkjuvísirinn. Og er það ekki vel til fallið, að fyrir- litning hins synduga mannkyns á hinu syndlausa lambi Guðs skuli vera táknuð með tölu, sem er sjöfallt tákn syndar- innar! 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.