Dagrenning - 01.10.1954, Síða 11

Dagrenning - 01.10.1954, Síða 11
Með því að efla Þjóðvarnarflokkinn á kostnað Framsóknarflokksins vinnur Sjálfstæðisflokkurinn það, sem honum er mikilverðast, en það er að nánara samstarf hlýtur að takast með honum og þeim hluta Framsóknar, sem ekki hallast að nýkommúnisma, og þannig tryggir Sjálfstæðisflokkurinn sér örugg- an bandamann um ófyrirsjáanlega fram- tíð, því Framsóknarflokkurinn er örugg- ur með að halda framvegis þingsætum sínum í tvímenningskjördæmunum og nokkrum þingsætum í einmenningskjör- dæmum, þótt Þjóðvörn lami hann og felli Jjingmenn hans í nokkrum ein- menningskjördæmum, til hagsmuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þjóðvarnarflokkurinn þjónar því á- gætlega báðum þeim „herrum“, sem hann hafa skapað — kommúnistum og Sjálfstæðismönnum. — Hann þjónar prýðilega hinu nýkommúnistíska hlut- verki sínu, að sameina í eina heild, und- ir leynilegri yfirstjórn Moskvavaldsins, öll „vinstri" öfl úr Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Kommúnista- flokknum, jafnframt því sem hann myl- ur það utan úr Framsókn, sem til þessa hefur gert henni kleift að sýnast „vinstri- sinnaður" flokkur, og skilur þar lítið annað eftir en bænda-íhald, sem á fárra kosta völ annarra en þeirra, að vinna með Sjálfstæðisíflokknum um næstu framtíð. Ekki er líklegt að til meiri- háttar átaka komi á næstu þinguin Framsóknar út af þessum klofningi, því fáir forustumenn flokksins fylgja opin- berlega nýkommúnista arminum, og er því sennilegt, að Framsókn minnki smátt og smátt, en verði þó um langan tíma enn harðsnúinn bændaflokkur, sem veruleg áhrif liefur á stjórnmál þjóðar- innar. Stofnun og starfræksla Þjóðvarnar- flokksins er eitt bezt hugsaða her- bragð í íslenzkri pólitík, nú um langt skeið, o'g þó þessi leikur sé ekki með öllu hættulaus fyrir þjóðina síðar meir, er þó hættan ekki mikil eins og sakir standa. Til knupendanna í síðasta hefti Dagrenningar var frá því skýrt, að fyrirhuguð væri nokkur nýbreytni í útgáfu Dagrenningar. Hefti það, sem nú kemur, er nokkiu minna en venjulega og stafar það af því, hve stutt er milli þessa heftis og hins næsta á undan og að desemberheftinu er ætlað að verða þeim mun stærra. Gert er ráð fyrir að það verði fjölbreyttara að efni en venja hefur verið til, og komi mun fyrr út. Verður það þá HIÐ FYRSTA EIGIN- LEGA JÓLAHEFTI DAGRENNINGAR. Vonast er til, að það geti orð- ið fullprentað um miðjan desember, og verður upplagið haft stærra en venjulega og selt í lausasölu a. m. k. í Reykjavík og stærri kaupstöðum. DAGRENNING væntir þess, að kaupendur hennar taki væntanlegri ný- breytni vel, enda til þess gerð, að ritið geti orðið aðgengilegt fyrir sem flesta. J. G. DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.