Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 14
kölluðu vísindalegu kenninga, meðan þær hafa ekki verið sannaðar í tilrauna- stofunum; en þegar tekst að sanna þær, eru þær ávallt í samræmi við hina fornu bók. 5. Stjarnfræðilega. Kona í Pasadena skýrir frá því að sonur sinn hafi komið heim úr skólanum og sagt: „Við höfum komist að raun um að Biblían segir ekki satt. Hún er ekki í samræmi við vísindin. Þau segja að jörðin sé hnöttótt, en Biblí- an segir að hún sé flöt.“ Vér svöruðum: „Segðu drengnum að fletta upp í Jesaja, 40. kap. 22. v. og þá muni hann komast að raun um annað, því þar stendur: „Það er hann (Guð), sem situr hátt yfir jarðar- kringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur." Hebreska orðið sem útlagt er „kringla" þýðir hnöttur. Er það ekki merkilegt að þangað til fyrir 180 árum síðan skuli hafa verið kennt í Yale háskólanum að jörðin væri flöt og miðdepill sólkerfisins, þegar Jesaja sagði heiminum fyrir 2600 árum að jörðin væri hnöttótt? Hvernig gat spámaðurinn vitað þetta, nema vera innblásinn? í yfir 1000 ár trúði heimurinn kenningu Ptol- maiosar hins gríska, að jörðin væri flöt. Nú trúum vér kenningu Kopernicusar, en spámaðurinn Job kenndi það sama fyrir 4000 árum. í Jobsbók 26. kap. 7. v. segir: „Hann þenur norðrið út yfir auðn- inni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum." Margir rengja enn frásögn Jósúa um langa daginn, sbr. Jósúab. 10: 12—14. En Kínverjar, Egyptar og Mexi- kanar hafa, eins og Hebrear, frásagnir um langan dag. Það er rétt að í Biblí- unni, hjá Jesaja, 11: 12, er talað um „fjögur horn jarðarinnar," en hebreska orðið, sem þýtt er með „horn“ þýðir fjórðungur. Jörðin er fjórir fjórðunar, eins og eplið er fjórir fjórðungar. Dag- blað í Chicago var eitt sinn að segja frá fundi, sem haldinn var í borginni, og komst að orði á þessa leið: „Fólk kom frá öllum fjórum hornum jarðarinnar." Dettur nokkrum í hug að ritstjórinn hafi haldið að jörðin væri flöt? 6. Fornfræðilega. Dr. Kinnaman,. einn kunnasti fornfræðingurinn, segir að þeir hafi grafið upp 5000 fornar borgir í Asíu, og hver einasti hlutur eða áletrun komi nákvæmlega lieim við frásögn Ritn- ingarinnar. Þeir hafa grafið upp hina fornu borg Úr í Kaldeu, þar sem Abra- ham átti heima, og fundið húsið, sem hann bjó í sem drengur, og nafn hans greipt í vegginn með grafli. Þeir hafa fundið norðurmúr Jeríkóborgar, senni- lega þar sem veitingakonan Rahab bjó. Leifar veggsins hrundu. (Sjá Jósúabók 2:1—15 og 6: 20—25). Þeir hafa fundið gripahús Salomos þar sem hann geymdi hesta sína í Megiddo og þeir hafa fundið bræðsluofnana og hreinsunartækin, þar sem Salomo bræddi og hreinsaði gull sitt og silfur. Fornfræðin hefur því leitað á náðir hinnar fornu bókar á þessum tímum efasemdanna og vantrúarinnar. Það sem hér fer á eftir eru fáeinir vitnisburðir stórmenna. Milton sagði: „I öllum bókmenntunum er ekkert, sem jafnast á við Biblíuna." John Milton var eitt mesta skáld, sem heimurinn hefur átt, og átti því rétt á að láta í ljós skoðun. George Washington, auðmjúkur kristinn maður, sagði: „Vér ættum að gjalda var- huga við þeirri hugmynd, að maðurinn geti orðið siðaður án þess að vera krist- inn.“ Heilræði Abrahams Lincoln var þetta „Reyndu að skilja allt sem þú get- ur í Biblíunni og trúðu svo hinu, og þú munnt deyja betri maður." William E. Gladstone, réttilega nefndur „öldung- urinn mikli,“ mesti stjórnvitringur, sem 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.