Dagrenning - 01.10.1954, Blaðsíða 17
síömsk. Fæðingin vakti mikla athygli og
börnin urðu strax kunn undir nafninu
„kínversku tvíburarnir“. Sögur komust
á kreik um að heimsendir væri í nánd,
og konungurinn íhugaði, hvort liann
ætti ekki að láta stytta tvíburunum ald-
ur, vegna þess að þeir væru illur fyrir-
boði.
Margir læknar í Síam buðust til að
saga eða brenna drengina sundur, en
móðir þeirra aftók það með öllu. Hún
kenndi þeim að synda, hlaupa, fiska og
leika sér, eins og hinum börnunum sín-
um tíu. Þeim þótti sérstaklega gaman að
synda og komust alveg upp á lag með að
hreyfa sig í samræmi hvor við annan.
Strax þegar þeir voru mjög ungir kom
í ljós, að þeir voru talsvert ólíkir í skapi.
Ef þeir urðu ósáttir lét Eng venjulega
undan Chang, sem var miklu bráðlynd-
ari, en stundum varð móðir þeirra þó að
ganga á milli til þess að sætta þá. Þegar
þeir voru átta ára dó faðir þeirra, og þá
urðu Chang og Eng að fara að vinna
fyrir daglegu brauði. Um tíma seldu þeir
vörur á strætum og gatnamótum og síðar
fóru þeir að ala upp endur og selja eggin.
En árið 1824 hugkvæmdist enskum
kaupmanni, Robert Hunter að nafni, að
það væri hægt að græða mikið á sam-
vöxnu tvíburunum, sem þá voru 13 ára.
Fjórum árum síðar kom amerískt skip
til Bangkok, og gat hann þá talið móður
þeirra á, að lofa sér að fara með dreng-
ina til Evrópu, gegn peningagreiðslu.
Hann fullvissaði hana um, að það gæti
orðið þeim til mikils gagns, að sjá sig
um í heiminum.
Þeir ferðuðust samtals um 4000 kíló-
metra í mikilli sýningarferð um Bret-
landseyjar. í þeirri för voru þeir rann-
sakaðir af mörgum frægum, enskum
skurðlæknum, sem m. a. gengu úr skugga
um, að tvíburarnir hefðu ekki sameigin-
legt taugakerfi. En í miðju haftinu, sem
tengdi þá saman, var sameiginlegur nafli,
og ef þeir voru stungnir mjög nálægt
honum, fundu þeir báðir til. Væri hins
vegar stunigð, þótt ekki væri nema einn
sentimetra til annarrar hvorrar hliðar,
fann ekki nema annar þeirra til.
Haftið á milli þeirra hafði smám sam-
an gildnað og var orðið um 20 cm. Það
var ótrúlega sveigjanlegt þótt það væri.
fremur stutt. Ensku læknarnir voru
undrandi yfir, hve létt tvíburunum var
um hreyfingar, þrátt fyrir allt. Þegar
drengirnir höfðu ekkert sérstakt fyrir
stafni, lögðu þeir venjulega handlegginn
hvor yfir herðarnar á öðrum, en þeir gátu
bæði staðið og legið þannig, að þeir sneru
bökum saman. Þeir tefldu einnig bæði
dammtafl og skák, og síðar urðu þeir
úrvals Badmintonleikarar, og með þeim
leik skemmtu þeir oft áhorfendum á síð-
ari sýningarferðum sínum.
Tvíburarnir hurfu aldrei aftur til
Síam. Þeir settust að í Bandaríkjunum
og réðu sig um tíma til sýninga á Barn-
um-safninu fræga.
Þegar þeir voru 21 árs fóru þeir að
starfa upp á eigin spýtur. I átta ár fóru
þeir um Bandaríkin þver og endilöng,
og alls staðar, sem þeir komu, hafði verið
útbýtt fregnmiðum og tilkynnt að „sam-
vöxnu Síamsbræðurnir“ væru að koma
og aðgangurinn kostaði 50 cent. Og þeir
kunnu að aura saman.
Hinn 7. júní 1839 sýndu þeir sig í
Wilkesboro, smábæ í fjallahéraðinu vest-
arlega í North Carolina. Þar bjó harð-
gert og fáskiptið fólk, í bjálkakofum við
fjallaræturnar. Tvíburunum leist svo vel
á sig þarna, að þeir keyptu sér jarðar-
skika, greiddu hann með fullum poka
DAGRENNING 15